Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 74

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 74
i>'4 Trjeskurðarmynd Stefáns Eiríkssonar, - Mynd sú, er stendur hjer til hliðar, er fullnumasmíð íslenzks trjeskurðar- manns, Stefdns Eirikssonar. Hún er skorin í ítalskan hnotvið og ger af svo miklum hagleik og snoturleik, að henni var dæmd ágætiseinkunn. Skurðurinn er ítalskur renæssance- skurður; en þó myndin af smíðis- gripnum sje allgóð, er hún þó nokkuð lítil til að geta sjeð glögg- lega allt hið smæsta í skurðinum. Stefán Eiríksson er fæddur 1863 og er bóndason frájökuldal (fæddur í Tungunni). Hann hefur dvalið hjer í Kaupmannahöfn á fimta ár og lært trjeskurð, og er nú, sem sagt, fullnumi. A vori komanda -ætlar hann að fara til suðurlanda, helzt allar götur suður til Ítalíu, til þess að framast enn betur í ment -sinni (trjeskurði og teiknilist). Hann kveðst munu fá styrk til fararinnar, enda væri það æskilegt, að hann gæti fengið tækifæri til að sjá og læra sem mest; því ekki eigum vjer Islendingar of rnarga lista- mennina, og væri vert, að þjóðin gerði gangskör að því að efla listir í landi voru, ekki sízt þær, sem eru gamlar og þjóðlegar, t. d. einmitt trjeskurðarlistin. F. J- Smávegis. NÝTT MEÐAL VIÐ KRABBAMEINI eða rjettara sagt fleiri ný meðöl þykjast menn hafa fundið við þessum voðalega sjúkdómi, sem til skamms tíma hefur verið álitinn svo að segja ólæknandi. Að vísu hefur læknum stundum tekizt að ná svo fyrir rætur meinsins með skurði, að ekki hafi brytt á því framar, en slíkt er þó miklu sjaldnar en hitt, að krabbinn hafi tekið sig upp aptur eptir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.