Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 71

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 71
151 og sje það djarft og fagurvaxið fljóð með fögur augu, lokka síða og bjarta; og sje hún gáfuð, elski líf og ljóð: þá láttu sem jeg eigi viðkvæmt hjarta. Og ef að hygginn hugur fýsir þig að heiti’ hún öðrum manni blíðu sinni, þá væri kænt að kjósa aðra en mig að kenna skript og reikning dóttur þinni. Að titra af ást hjá töfra-fríðri snót, og tala um skript og reikning eða þegja, og hreyfa aldrei auga, hönd nje fót svo árum skiptir! Himinborna Freyja! Nei, láttu asna og engla setjast við! þeim einum máttu banna saklaust gaman; þú sjerð það sjálfur! þarna hlið við hlið, með hendur, fætur, mjöðm og arma saman! Jeg get þó ekki gert að því að sjá og gleðjast af að hárið fagra lengist, og sjá hve brjóstin verða hvelfd og há, og hvernig peysan kippist upp og þrengist. Svo koma allt af eins og tíma-mót, er augu, bros og hendur fara að mætast og undir borði snertir fótur fót. Fað finnst mjer hafa kitlað allra sætast. Nú fer hún að, hin sæla sumar-tíð, er sveigir greinar aldin-þungur hlynur, og eplin sætu anga mörg og fríð og — auk þess bönnuð. . Fyrirgefðu vinur! Jeg vona að þú ei vítir mig nje sprund, þó verða kunni á einum fögrum degi, að reiknings-blöðin bíði litla stund og beggja pennar liggi hjá og þegi; því nú hef jeg um hálsinn hlýjan arm og hún um mittið •— eins og stundum gengur, við finnum, er við hvílum barm við barm, hve báðum það var leitt að telja lengur. Jeg kenni í hjarta hennar ástar-fjör, ó, heita brjóst, hve mjúkt ert þú að finna! ó sæti koss, ó ljúfa, ljúfa vör, þið luguð ekki, vonir draurna minna!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.