Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 68

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 68
148 Þú skeytir ekki hót um heimsku þá, þú heilsar aðeins frá mjer konu þinni og segir henni, hvernig stendur á: að hún má gæta að elztu dóttur sinni, því nú er heimska að hún sje alveg frjáls, og hvað það gildir muntu seinna reyna; því líttu á arma, líttu á barm og háls, þeir laða til sín marga yngissveina; og varma geisla hugur sendir hug frá hýrum morgni, sem á skýjum roðar, á meðan augun eru að læra flug, þeir ungra vina trúu sendiboðar. Það verður eflaust einhver fríður sveinn, sem augu hennar, sál og varir mæta; og velji hún þar úr hópnum aðeins einn, þarf einkanlega að honum vel að gæta. Sje fólkið efnað, er að líta á það; en annað mál er sje það kota-drengur, og fari hann að hænast mikið að, mun hygginn faðir ekki sitja lengur. Þó ungar stúlkur ratí feðra-för til fjár og hefðar, meira en eptir vonum, þá hefur stundum snaran orðið snör hjá snoppu-fríðum, djörfum kotungssonum. Nú koma tíu mikið erfið ár, sem ýmsra friði og viti nærri ganga; þá verður margur faðir fótasár og flestir hærast bæði um koll og vanga. En huggun þá þjer þjóða-faðir gaf, að þó þú eigir bóndalausar dætur, þá máttu sofa, sofa þaðan af, og sofa í friði bæði daga og nætur; því þó þjer mæti magur kotungsson, sem mærin fagra roskna hjartað gefur: þá geturðu ólmast eins og Napúlon, en engan veit jeg þann er sigrað hefur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.