Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 67

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 67
H7 þær vita ekki að vorið kemur senn, þær vita naumast enn þá hvað þær dreymir. Og ekki skaltu ergja huga þinn, þó ungar meyjar kjósi vissa drengi, því það er góu-gróður, vinur minn, sem grær opt fljótt en stendur skjaldan lengi. Til fimtán ára er óþarft hvers kyns stríð, og ekkert mark að þeirra barna-glingri; en — þegar endar þessi friðar-tíð, þá þarftu að hafa auga á hverjum fingri. Já svo sem fimtán ára — Einmitt þá vex ástarlífsins fyrsti sumargróði, og vekur sæta, djúpa, djarfa þrá í draumum vorum, sál og hjarta-blóði þá verður heimur andans allur nýr, og eins og harpan fái dýpri strengi; við leikum fögur ástar-æfintýr, þau eru smá, en geymast furðu lengi. Jeg man jeg fór þá ekki illa af stað, þau æfintýrin vóru mörgu kærri, en síðan hef jeg hugsað opt um það: þau hefðu getað verið dáltið stærri. Jeg kaus þá eldri, betur þroskuð blóm, sem breiddu út hinar vöxnu krónur sínar; en var það ekki heimska, heimska tóm, þið, hinar yngri bernsku-systur mínar? þið ljekuð þó við ykkar unga svein, og yfir blíðu væri synd að klaga; þið vóruð kystar, kystar fleiri en ein, og kærar þakkir fyrir liðna daga! — Jeg kaus þær eldri, það var svona þá, en því mun tíðast ekki lengi ganga, og þeim mun meir sem líður æfi á, því yngri verða þær sem hjartað fanga. En fjarri er mjer við fimtán ára mey að fara að hafa ástabrellur neinar; við móður hennar gæti .... gæti — nei, nei, góði vin, við þegjum eins og steinar. IO*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.