Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 63

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 63
143 Og honum það stundum hugraun fær, hve hjartað hans títt og órótt slær, er á hann þar leit hin unga mær — en inndælar vóru stundir þær í leyni. Hún lærði að reikna rjett og skjótt og ritaði bæði vel og fijótt; en raustin hans þýða hvíslar hljótt — hún hvíslaði bæði dag og nótt í leyni. Ragnheiöur. Hún átti svo fáa frjálsa stund og föðurhönd æði stranga, en orkan gæddi’ hana glaðri lund og gaf henni rós á vanga og lokkana fagra og langa; og skrautið hún fjrekk svo frítt og mart við föður og móður síðu, hún átti þó sitt hið æðsta skart í augunum sínum fríðu. Hún blíðkaði’ inn kalda biskups-stað með barnsglöðu, hlýju lyndi; það sögðu þar allir sama um það: að sætara ekkert fyndi. Þau bros vóru allra yndi; og þegar hún sat þeim hæglát hjá og hlustaði á kvæði og sögur, þeir fundu það aldrei eins og þá, hve æskan er ljúf og fögur. Og hjalað var margt um breiða byggð um biskupsins auð og veldi og sagt var að um hans dáð og dyggð þeir dómana stundum feldi, sem heimurinn ekki hjeldi.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.