Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 58

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 58
I3S því, að menn þekkja nú, hvaða áhrif það hefur, að loka úti bláa ljósið, og full rök eru leidd að því. Aptur á móti eru enn engin rök til fyrir því, hvaða áhrif það hafi að lækna m e ð bláu og fjólu- litu geislunum. Hann efast ekki um, að framtíðin muni fræða oss um það, og þegar hún hefur gert það, þá sje hægt að framkvæma slíkar lækningar; það megi nota fjólublá ljósböð með þeirn styrk- leika, sem menn mundu helzt kjósa. Ef vjer hugleiðum það sem fyrir augun ber opt og einatt, má. sjá, hvaða áhrif sólarljósið hefur á allar skepnur skaparans. Hvílík breyting er það á sumrin, þá er himininn hefur verið þykkur, og allt í einu birtir upp og sólin skin í heiði. Það lifnar yfir allri náttúrunni, blómin breiða sig út til þess að taka á móti ylgeislum sólarinnar, ormarnir skríða í allar áttir, flugurnar flögra um í sól- skininu suðandi og murrandi, fugkrnir fljúga og syngja drottni dýrð, og kisa baðar sig í sólskininu inn í baðstofu og fer að mala af tómri ánægju yfir lífinu. Allt kemst á flug og ferð, bæði menn og dýr, og ekki sízt Niels Finsen sjálfur. Það hýrnar þá yfir mó- eygðu augunum hans; hann bregður sjer þá stundum út úr borg- inni, út í skóg eða út í Böllemýri, og fer þar ásamt konunni sinni, dóttur Balslevs biskups, að veiða fiðrildi og flugur, froska og salamandra. Mjer er sem jeg sjái hann þá, hýran og hlæjandi, á hlaupum eptir fiðrildum eða með lúkurnar fullar af froskum. En opt situr Niels Finsen kyr heima og baðar sig í sólskininu. Hann leikur sjer að sólargeislunum, en þeir bera nafn hans út um heiminn. Niels Fmsen hefur um nokkur ár verið heilsutæpur. Hann hefur þjáðst af'vatnssýki, en nú hefur hann fundið upp nýja aðferð til þess að lækna hana, og kom út ritgjörð eptir hann í árslok 1894 um það.1 Aðferð þessa fann hann með því að reyna að lækna sjálfan sig. Hann vildi eigi láta stinga á sjer hvað eptir annað, enda dugði það eigi nema um hríð. Svo tók hann upp á því vorið 1891, að neyta svo lítils drykkjar og vökvunar, sem hann framast mátti, og á þennan hátt læknaði hann sig. Vatnssýkin kemur aptur og aptur, og hann hefur síðan ávallt læknað sig á þennan hátt. Einu sinni Kefur hann, til þess að sannfæra éinn af læknunum við sjúkrahúsin í Kaupmannahöfn, aflað sjer vatnssýki með því að drekka mikið í 10 daga, og hann læknaði sig aptur á viðlíka löngum tíma með því að drekka lítið. Þessa tilraun kveðst hann þó aldrei gjöra aptur, því það er allt annað en gaman, að vera vatnssjúkur. Lækning þessi er bæði einföld og auðskilin: Þegar líkaminn er eigi fær um að láta frá sjer fara meira en ákveðinn mæli af vatni, þá á ekki að láta hann fá meira en þennan mæli; það sem umfram er, safnast fyrir í líkamanum og er einungis til skaða. 1 Om Behandling og Forebyggelse af Ascites, prentað í Ugeskrift for Læger.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.