Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 55

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 55
i35 Það vildi nú svo til, er fyrri ritgjörðin kom á prent 5. júlí 1893, að þá var bólan í Bergen, og var þetta reynt við 4 sjúídinga og reyndist vel. Nægileg reynsla var auðvitað eigi fengin fyrir því, en svo varð Finsen það að happi, að bólan kom til Kaup- mannahafnar eptir nýárið, og þá var þessi aðferð reynd betur. Varð reynslan sú, að í rauðu birtunni tók bólan miklu vægar á sjúklingunum, bólgan í hörundinu eða bólurnar urðu miklu minni og á sjúklingana komu engin ör. Niels Finsen skýrir frá því i ritgjörðum þessum, hverju ýmsir vísindamenn höfðu áður tekið eptir um áhrif ljóssins á hörundið, og hann getur þess, að 2 enskir læknar ha fi skýrt frá því, annar 1867 en hinn 1871, að þeim hafi tekizt að lækna bóluna með því að byrgja. fyrir, að dagsbirtan kæmist inn til sjúklinganna. Þetta og ýmsar rannsóknir um ljósið vóru leiðarstjörnur hans, er hann rjeð rúnir »rauða herbergisins«; en svo er uppgötvun þessi venjulega nefnd. Finsen hefur ritað ýmsar greinar um þetta mál í dönsk, frakknesk og þýzk blöð; viljum vjer einkum nefna ritgjörð þá, sem kom út í hinu víðfræga frakkneska læknablaði, La Semaine

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.