Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 51

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 51
höfðu farið fyr á stað og biðu okkarí fjörunni, þar sem við lentum. Svo gengum við lítinn spöl, sem eptir var til aftökustaðarins. En aftakan verður að fara fram á krossgötum, og hjer var aðeins um einn stað að gera, sem sje í Eiðisvogi, hjer um bil eina mílu vegar þaðan sem morðið var framið. Hreppstjórinn gekk á undan, J)á komu hermenn, þá Pjetur og prófasturinn og faðir minn sinn til hvorrar handar honum, þá Jakob og kennari minn, og milli þeirra gekk jeg, þá enn nokkrir hermenn. Við gengum hægt, því hált var á jörðu. Prestarnir töluðu alltaf við Pjetur; hann var fölur, augun vóru þreytuleg og hann sá illa. Móðir mín hafði alltaf verið góð við hann, enda þakkaði hann henni, þegar hann kvaddi hana; hún hafði sent honum vínflösku til að styrkja sig á, og kennari minn flutti fiöskuna. Þegar Pjetri var rjett hún í fyrsta sinn, leit hann á prestana, til að sjá á þeim, hvort það væri ekki synd. Faðir minn minnti þá á ráðið, sem Páll postuli gaf Tímó- teusi, og Pjetur saup óðara góðan teyg. Báðum megin við veginn stóðu menn, sem vildu sjá hann, og slógust þeir með í ferðina. Meðal þeirra vóru ýmsir af fjelög- um hans; hann heilsaði þeim og lypti stundum húfunni, en það var sama lága klæðishúfan, sem hann hafði fyrsta sinn sem jeg sá hann. Það var auðsjeð, að fjelögum hans þótti vænt um hann; jeg sá líka ungar stúlkur gráta og þær reyndu ekkert til að leyna því. Hann gekk með hendurnar á brjóstinu, og hefur likíega verið að biðja fyrir sjer. Við hrukkum saman, þegar hermannaforinginn kallaði svo kaldranalega upp á aftökustaðnum, að nú skyldu þeir vera við- búnir. Hermennirnir höfðu skipað sjer í opinn ferhyrning, er luktist aptur, þegar prestarnir, Pjetur og nokkrir aðrir vóru gengnir þar inn; jeg var einn af þeim sem inn fór. Þar var stór mann- þyrping og allir þegjandi. Hæst bar fógetann, því hann sat á hestsbaki, og hafði þristrendan hatt á hötði. Hermennirnir, sem með okkur vóru, skipuðu sjer í ferhyrninginn, og var hark á ferðum, meðan á því stóð. Síðan byrjaði athöfnin með því, að fógetinn las upp dauðadóminn og konungsboðið, sem skipaði fyrir um aftökuna. Gröf hatði verið tekin á aftökustaðnum og yfir henni lágu nokkur borð; við annan endann lá höggstokkurinn. Fógetinn hatði numið staðar öðrumegin við gröfina, hinumegin var reistur dálítill pallur og þar átti prófasturinn að standa, meðan hann hjeldi

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.