Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 50

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 50
130 hreppstjórinn, nokkrir menn úr hernum og Pjetur. En þann dag var jeg bundinn við skólann og fjekk ekki heldur um kvöldið að fara út á hjáleiguna. Af því mjer var bannað þetta, fannst mjer allt málið miklu skuggalegra. Þetta kvöld dimmdi snemma og sló dökkva á sjóinn. En þar er ströndin ljós og víða ber og blásin. Far var mikið á skýjunum og menn bjuggust við illviðri. Þá kom eldur upp á prestssetrinu og gestirnir komu flestir til að hjálpa til að slökkva; það var losað um stóra björgunarstigann, sem annars var geymdur með fram skemmuveggnum og lá þar á hlið. Hann var ákaflega þungur í vöfum og áttu menn ekki hægt með að reisa hann, þótt margir gengju að í senn, þangað til faðir minn brauzt gegnum mannþröngina, bað alla að víkja frá og reisti stigann einn. Þetta gengur enn í munnmælum þar í sókninni og líka hitt, að hrepp- stjórinn, ofurlítill, hnellinn og spræklegur sívalningur, tók sína vatnsfötuna í hvora hönd og gekk með þær upp allan stigann og allt upp á torfþakið. Þetta var undarlegt kvöld. Þessi sorti yfir firðinum, þotið á skýjunum, óttinn sem vofði yfir öllu vegna af- tökunnar, eldurinn og uppþotið á bænum . . . og svo dauðaþögnin á eptir, svo hljóð og hvíslandi allt í kring, inni í hverri stofu og úti í hverju bæjarsundi. Menn horfðu að heiman á, hve ljósið brann rólega í gluggunum á hjáleigunni. Þar sat Jakob skólakennari hjá Pjetri vini sínum. Þeir, sem gengu út þ^angað, sögðu, að þeir væru að syngja sálma og biðjast fyrir. Faðr Pjeturs og systkini komu um kvöldið sjóveg, gengu heim á hjáleiguna og kvöddu hann. Jeg heyrði sagt, að það lægi vel á honum, hann væri viss um að verða hjá guði næsta dag, og það var sagt, að hann hefði beðið innilega að heilsa móður sinni og lagt ríkt á við þau, að vera henni góð. Sumir sögðu, að hún hefði verið með í bátnum, en ekki viljað fara heim. Þetta var ósatt og eins hitt, að þau hefðu verið við aftökuna, og þó var það sagt á eptir. Undir eins og jeg vaknaði morguninn eptir, sló að mjer ótta. Yeðrið var orðið gott, en menn tóku valla eptir þvi; allir töluðu lágt og svo lítið, sem hægt var. Jeg átti að fá að fara með og horfa á, og flýtti mjer að ná í kennara minn, því mjer var strang- lega skipað að halda mjer til hans. Báðir prestarnir komu út í prestaskrúða, við gengum niður til naustanna og fórum sjóveg mestan hluta vegarins. Pjetur og þeir, sem með honum vóru,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.