Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 49

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 49
129 á og grjetu bæði. Um morguninn var Pjetur fölur og þegjanda- legur; þann dag meðgekk hann. Svo stóð á, sagði hann, að það hafði verið gott á milli hans og stúlkunnar, en móður hans hafði verið það þvert um geð. Þennan sunnudag mætti hann vinnukonunni úti í skóginum; hún var á leið til kirkju og hafði sálmabók í hendinni. Þau settust niður og hann spurði, hvort henni væri alvara að kenna sjer barnið, sem hún gekk með; það var sem sje til að leysa úr þessum vand- ræðum, að hún fór til kirkjunnar. Hún sagðist ekki geta kennt það nokkrum öðrum. Hann sýndi henni fram á, hverja skömm hann hefði af því, og hve reið móðir hans yrði. Þetta vissi hún allt of vel; móðir hans, sagði hún, hefði verið sjer vond, og drap á, að það væri undarlegt af Pjetri, að hann tæki aldrei svari sínu; hann mætti þó bezt vita, hverjum væri um að kenna, það sem orðið væri. En Pjetur bar upp á hana, að hún hefði haldið við fleiri, og því vildi hann ekki láta það á sig ganga, að sjer yrði kennt barnið fremur en einhverjum hinna. Hann reyndi að telja um fyrir henni, en það tókst ekki; hún var greind, hafði líka hugsað um þetta áður. Oxi lá í lynginu við hliðina á honum. Pjetur greip öxina og sló í höfuðið á henni að aptan. Hún missti ekki meðvitundina strax, en reyndi að verja sig og bað hann að vægja sjer. Hvernig svo fór, vissi hann ekki; hann hafði sjálfur misst meðvitundina. Endirinn á sögunni var búinn til fyrir hann, og hann játaði öllu. Systir hans beið eptir honum, meðan á yfir- heyrslunni stóð. Hann grjet, þegar hann kom út, og þau gengu aptur til hliðar og hvísluðust á. Jeg man ekki annað eptir henni, en að hún gekk niðurlút og grjet mikinn. Það var komið fram á vetur, þegar átti að höggva hann. Frjettin um þetta kom allt í einu og gerði glundroða í öllu á heimilinu. Faðir minn átti að halda ræðu við aftökuna og pró- fasturinn, sálusorgari Pjeturs, og hreppstjórinn ætluðu að koma til okkar daginn áður. Jakob skólakennari hafði annazt Pjetur í fangelsinu, og þeir báðir og fangavörðurinn áttu að gista á hjáleigu, sem lá undir staðinn. Mat átti að færa þeim að heiman frá okkur. Jeg man að þeir komu um morguntíma innan frá Moldum, prófasturinn, 9

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.