Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 44

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 44
124 hvergi er um getið í »alheimsins spámannabókum«, hefur gengið á undan í frelsisbaráttunni og mun enn sýna Evrópu veginn. En gamla Evrópa lítur óttafullum augum vestur yfir hafið, er hún situr með erfðaskrá þá í kjöltu sinni, er hún hefur af guðunum þegið að himni og jörð, og les hana við dagsbrúnina, sem enn lifir af fornaldarfrægð Grikklands og Rómaborgar. En þegar við sjáum Vestmenn frjálsa, lýstur niður hjá okkur þeim neista, sem öllu hleypir í loga, þ. e. frelsishugmyndirnar verða að því báli, sem ekkert fær framar stöðvað. Þetta er hugsjónin, sem kvæðið byggist á. En hin síðustu ár hafa sýnt, að hjer er við ramman reip að draga í Vesturheimi sem í Evrópu, og að járngreipar auð- valdsins eru hvergi ægilegri en þar. Mundi höf. hafa ort það kvæði nokkuð öðruvísi nú. »Brautin«, (Eimr. I.) sýnir »framtíðar- landið«, þar sem harðstjórninni er hrundið, þar sem frelsið og jöfnuðurinn býr og þar sem sannleikurinn ríkir, og »þjer vinn jeg, konungur, það sem jeg vinn«, segir höf., en sá konungur er sannleikurinn. »Bókin mín« sýnir, að þær kenningar, sem mann- inum eru innrættar í æskunni, villa honum sjónir, þegar fram dregur á lífsleiðina, og gengur æfin að helmingi til að má þær burtu. En hjer kemur fram hið sama og á hinurn staðnum: sann- leikurinn er allt. Þegar lífsbókinni er lokað í síðasta sinn, má þar ekkert ósatt orð finnast. I kvæðinu »A spítalanum« (Eimr. L) gengur hann beint á móti allri trú á hinu yfirnáttúrlega. Það er trúin, sem drepur sjálfstæðið, en býður manni að lúta valdinu; því er hún einn af hyrningarsteinum ófrelsisins. Þetta kvæði er að skáld- legri íþrótt eitt af beztu kvæðum Þorsteins; mætti helzt finna það að því, að hjer hefði hann kveðið sig of heitan; viðburðurinn, sem kvæðið lýsir, rjettlætir ekki fullkomlega þann dóm, sem hann kveður þar upp yfir trúnni.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.