Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 43

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 43
sungu þeir höfundinn í bann. En það kvæði er einkar vel kveðið og í því svo mikill skáldlegur kraptur, að eptir að það hafði breiðst út, var Þorsteinn fyrst almennt viðurkenndur sem skáld. Arið eptir birtist »Vestmenn« (Snf.), hið efnismesta af kvæðum Þorsteins, og svo er mikið borið í það af frumlegum hugsunum og kjarnyrðum, að það hlaut að draga til sín hugi allra þeirra, sem fylgjast með islenzkum kveðskap. Þá kom og »Bókin mín« og fleiri kvæði í sömu átt. Með þessum kvæðum er fyrst fyrir alvöru ný lífshreyf- ing komin inn í íslenzka skáldskapinn, og er það sú hin sama, er tekið hefur í þjónustu sína öll hin helztu skáld á Norðurlöndum nú hin siðustu 20 ár. Skáldið dæmir þjóðfjelagið vægðarlaust, átrúnað, siðalögmál og venjur. Allt á að lúta sannleikanum. Hið fyrsta boðorð er: vertu sannur, og hin fyrsta krafa listarinnar: gerðu sannar lýsingar af lífinu og náttúrunni. Það má lengi þrasa um rjett- mæti þessara kenninga, en það er einkum þetta, sem hefur ein- _ kennt hin svo nefndu »virkileikaskáld«. Jeg tek hjer 2 erindi úr kvæðinu »Vestmenn«, sem bezt sýna stefnuna: Þá nötrar vor marggylta mannfjelagshöll, sem mæðir á kúgarans armi, sem rifin og fúin og rammskekkt er öll og rambar á Helvítis barmi. Og kóngurinn stritast þar kiknaður við og kófsveittur presturinn togar, en endalaust sígur á ógæfuhlið og undir í djúpinu logar. Og niðurlagserindið úr kvæðinu »Orlög guðanna«: Pví kóngar að síðustu komast í mát og keisarar náblæjum falda, og guðirnir reka sinn brothætta bát á blindsker í hafdjúpi alda. Hjer er að ræða um vakandi hugsjónir, sem barizt er fyrir og móti í heiminum kringum okkur. Það eru ómar frá hinni miklu þjóðfjelagshreyfingu, sem nú á sjer stað í öllum löndum hins menntaða heims, er berast til okkar með þessum kvæðuin Þorsteins. Það er fyrirkomulagið í heiminum, ráðstafanir guðs og manna, sem hjer er fundið að; í sjálfu sjer er heimurinn góður og gæti verið og á að vera bústaður gleði og ánægju, en skilyrðið fyrir því, að hann verði það, er: frelsið. Lítum enn á kvæðið »Vestmenn«. Þeir hafa brotið af sjer konungsvaldið, en þjóðfjelag þeirra liggur enn í böndum auðvaldsins og kirkjuvaldsins. Þau umbrot, sem þar eiga sjer nú stað, miða í þá átt, að slíta einnig þessi bönd af þjóðlíkamanum, og í hvert sinn sem Vestmenn spyrna við og slíta fjötrana af sjer, »braka« hjer »við hlekkirnir« á fjöldanum, hinum mörgu þúsundum, sem bíða lausnarinnar, þreyja frelsið. Og við hverja öldu, sem að vestan veltur, við hverja frelsishreyfing, sem þaðan berst, skelfur hin mikla þjóð- fjelagsbygging Evrópu. Vestmenn, hin unga, »ólmhuga« þjóð, sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.