Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 42

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 42
122 dvalið 12 ár í Khöfn, verður ekki sjeð, að nokkurt þeirra hafi haft svo bein áhrif á hann, að hann taki þau sjer til fyrirmyndar, þegar til listarinnar er litið. Hann er ekki bergmáí af neinu þeirra. Annað er það, að hann flytur okkur margar hinar sömu skoðanir á lífi og lifskjörum og þau kenna. En strengirnir eru íslenzkir; þeir eru spunnir heirna hjá okkur og gætu ekki verið spunnir annars staðar. Þorsteinn er rammíslenzkur í anda, og það er miklu fremur að ýmsir tónar í kvæðum hans minni á hörpu Sigurðar gamla Breiðfjörðs, hins alþýðlegasta skálds, sem við höfum átt, og þeir tónar snerta allt af vissa strengi í brjóstum Islendinga. Eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að íslenzk kvæði verði alþýðu eign, verði heimagangar í hugum manna og fái líf og hljóm á vörum þjóðarinnar, er ljett rím og lipur kveðandi, og i fornöld setti braglistin einkenni sitt á íslenzkan kveðskap í skáldakvæðunum. Það er margra alda æfing, sem hefur gefið islenzkunni lipurð og ljettleik til að dansa eptir hendingum, stuðlum og höfuðstöfum um dýra bragarhætti. Hún hefur marga hringhenduna ljett stigið og engin önnur tunga kann þann dans, en það þarf lika íslenzkt eyra til að njóta hans. Þorsteinn hefur gaman af því að láta ljóðadísina stíga fyrir sig við og við þessa erfiðu íslenzku dansa. Enginn hefur kveðið snjallar en hann. í því sambandi má minna á kvæði svo sem »Lágnœtti« (Stefnir 93). Jeg grip þetta innan úr mörgum vísum jafngóðum: Sofnar lóa, er löng og mjó ljós á flóa deyja; verður ró um víðan sjó, vötn og skógar þegja. Áður brunnu blómamunn brosin sunnu viður, nú að grunni út í unn er hún runnin niður. Stjörnur háum stólum frá stafa bláan ósinn út við sjávar yztu brá eptir dáin ljósin. Eða gái menn að hinni. makalausu lipurð í kvæðinu »Lóur« og »/. maí« (Snf. 92) um þröstinn, t. d.: Þjer er lagin þögnin ein og horft á æginn efst af grein þú hefur blæinn haft um vangann allan daginn sumarlangan. Það er ekki öllum gefið að fara svo með þetta, að það brjáli ekki hugsunina eða rjetta áherzlu. En þeir einir, sem hafa lag á að stýra fram hjá þeim skerjum, mega kveða svo, og er þá i sliku rími mikil list og fegurð. Og korni fögur hugsun fram í þessum íslenzka búningi, tekur alþýða hana að sjer sem sitt óskabarn. »Þessu er ekki hnoðað saman« hugsa menn. Formfegurð fylgir öllum kveðskap Þorsteins, hvort heldur hann yrkir beiskyrt byltinga- kvæði móti guði og manmjelaginu, eða ljett ljóð um þröstinn á skógargreininni, og svo er hann vandvirkur, að vart munu finnast formgallar á nokkru kvæði hans. Þegar »Örlög guðanna« kom út (Snf. 92), vakti það ekki litla eptirtekt. Var þar og tekið fastar í vissa strengi, en menn höfðu átt að venjast í íslenzkum ritum, og þar ráðizt beint að átrúnaði manna, enda risu þá hárin á prestunum fyrir vestan hafið og

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.