Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 39

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 39
hvað mjer bjó í hug, því hann bætti við: »víst er hún bannsettur frostarass, keldan þarna niður frá; en ekki þarf annað en að láta hendur standa fram úr ermum, rnjaka skógnum smátt og smátt fjær og greiða sólskininu veg, þá . . . Enn þá finnst manni hálf- kalt hjer að kvöldinu til, en kondu að sumri og sjáðu þá!«. Jeg kom þangað ekki sumarið eptir, og eigi heldur á öðru surnri. Jeg verð að játa það, að þau vóru liðin mjer úr minni. Einu sinni, þegar jeg var heima, frjetti jeg eptir, hvernig þeim búnaðist. »Eau hafa orðið að steypa sjer í skuldir«, sagði pabbi, »og Anna hefur verið heilsulítil«, sagði mamma. Það vóru liðin nokkur ár. Jeg var orðinn stúdent, dvaldi upp í sveit að sumrinu til og reikaði fram og aptur í grenndinni með byssuna mína og hundinn minn. Dimmviðrisdag einn í októbermánuði gekk jeg fram og aptur . um skóginn, og varð þar fyrir mjer götuslóði, er jeg þóttist kann- ast við. Suddarigning var á. Hundurinn minn trítlaði í makindum sínum á undan mjer. Allt í einu tók hann að urra og loks að geyja hátt. A undan okkur heyrðist hófadynur, og von bráðar kom jeg auga á hestinn, er hann kom fyrir bugðu á götunni. Honum var beitt fyrir tvo bjálka, þannig að annar endi þeirra dróst eptir götunni. Yfir bjálkana þvera var reyrð líkkista. A eptir þrammaði Vilhjálmur álíka og arðmaðurinn að baki arðinum. Hann átti fullt í fangi með að halda byrðinni í jafnvægi. Hann var sárþreytulegur að útliti. Kinnarnar vóru fölar og augun döpur. Hann bar ekki kennsl á mig, fyrri en jeg sagði honum nafn mitt. »En hvað ertu með í kistunni þeirri arna?«. »Líkið konunnar minnar«, svaraði hann. »Er hún dáin?«. »Já, hún er dáin«. Eptir stutta samræðu vóru mjer orðin ljós örlög þeirra; vóru það þau hin sömu, sem allir höfðu spáð þeim. Frostharka, skuldir, ómegð, konan veik af ofreynslu og nú loks dauðinn. Nú var það eitt eptir að koma henni í gröfina, en vegurinn var svo hræð- ilega slæmur. Það var tvísýnt, hvort kistan mundi halda til kirkju-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.