Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 31

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 31
III neyttu þess þá og þíddu jakann, sent þrumir yfir lífsins straumi; það hjálpar lítt að kvarta um ldakann. Kveddu nú fjöldann upp úr draumi. B.: Heldur vildi eg með hljóðstaf einum hörðustu vekja lif í steinum, en vekja upp af dauða-draumi dauðýflin, sem að takmarksvana eitthvað í blindni áfram flana, afllaus með seyrðum vanans straumi. Heldurðu að nokkur hugsjón megi hugskoti þeirra birtu færa eða þar minsta neista næra, svo að þeim birtist brún af degi? Betra.er að rækta brunasanda, berjast við jötna, temja ganda, heldren að vekja auman anda oddborgaranna milli handa. A. : Jeg held jeg skilji hugsun þina: I hilling sjerðu vonafjöllin og vilt um eilífð á þau blina; en skilyrðanna að skrefa völlinn og skilningsleysis vinna tröllin þú vilt ei hræra legg nje lið, nema leiðin eggsljett blasi við. B. : Jeg vil, en hvaða vopnum má vinna þeim næturtröllum á, sem vaninn hefur verði á. Leiði jeg hugsjón vigs á völl, við henni taka hlátra sköll, þvi heimskan á hjer hástól sinn og hábindur allan skilninginn, svo gæfur sje hann sem sauðurinn. En detti einhver um sannleik samt og sjá hann hljóti, þá nær það skamt. Pví hjer er engin einurð tii.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.