Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 26

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 26
io6 Mið-Ameríku og Suður-Ameriku var öllu meira tuggið og tekið í nefið. I Suður-Ameríku þekktist jafnvel ekki reyknautn fyr en Evrópumenn komu þangað. I Norður-Ameriku var meira um reykingar. Eigi leið á löngu, áður en tóbaksnautnin og jafnframt tóbaksjurtin fluttist til Evrópu. Spánverskir sjómenn fluttu fyrst tóbak til Spánar. Frá Florida var tóbak flutt til Lissabon 1558 og var það þá ræktað i görðum konungs og haft til lækninga i fyrstu. Jean Nicot, frakkneskur sendiherra, var i Lissabon frá 1559—1561; hann ræktaði tóbak í görðurn sínum og lækn- aði með því sár o. þ. h. Af hans nafni fjekk jurtin heitið nicotiana. Nicot sendi tóbaksfræ til Parísar 15 60. Svo er sagt, að hann hafi sent Katrínu af Medici tóbaksdósir, og þótti kerlingu tóbakið gott. 1570 reyktu menn á Hollandi. Biskup nokkur, Tornabona að nafni, flutti tóbaksjurtina frá París til Flórens kring um 1579. Alfons biskup ræktaði þar tóbak og hafði til lækninga. Lengi var tóbaksjurtin kölluð Torna- bona-jurt þar um slóðir. Til Rómaborgar fluttist tóbaksjurtin frá Lissa- bon eptir 1580. Árið 1585 komu Englendingar til Virginiu. Villumenn þeir, er þar bjuggu fyrir, reyktu tóbak i leirpipum sjer til heilsubótar. Walter Raleigh hjet sá, er fyrstur fann Virginiu. Hann flutti með sjer tóbak heim til Englands og reykti sjálfur. Einhverju sinni sat hann inni í herbergi sinu og reykti vindil; kom þá einn af vinnumönnum hans inn, og varð honum næsta hverft við, er hann sá rjúka úr húsbónda sinum; hljóp hann þá fram og sótti vatnsfötu til að slökkva bálið i hús- bóndanum. Frá Virginiu var flutt tóbak heim til Englands, og komust þá á fót i Lundúnum hin svo nefndu tóbakshús; þar neyttu menn tóbaks. Nýlendumenn Englendinga ræktuðu þegar tóbak i nýlendum sínum; vóru tóbaksbirgðir fluttar þaðan heim til Englands og komst þar skjótt á mikil tóbaksnautn. Jakob I lagði toll á tóbak (5 kr. 95 aura á pundið) til að sporna við tóbaksnautninni. I lögboði því, er konungur gaf út um tóbaks- tollinn, er svo komizt að orði: »Fyrrum var tóbaks aðeins neytt sem læknislyfs meðal höfðingja þjóðarinnar, en nú neytir þess fjöldi spilltra manna. Tóbaksnautnin spillir heilbrigði þegna vorra. Auðæfi vor eru flutt úr landi fyrir tóbak. Frjósemi landsins er misbrúkuð«. 1619 bannaði Jakoþ I tóbaksyrkju i Virginíu, en ljet þó hverjum yrkjumanni heimilt, að rækta svo mikið tóbak, er hann sjálfur þyrfti. 1629 bauð hann, að enginn tóbaksyrkjumaður í Virginíu mætti yrkja meira en 100 pund hver. Jakob I samdi einnig bók, er hann nefndi Misokapnos (reyk- hatari); var hún rituð i þeim tilgangi að Sporna við tóbaksnautn. í bók þessari kemst hann svo að orði: »Góðir hálsar! Ef þjer kunnið sóma yðvarn, þá leggið af þessa djöfullegu venju, er hefur þróazt í fáfræði og heimsku og er getin i smán. Tóbaksnautnin er óþægileg fyrir andlitið, spillir þef manna og skaðar -lungun. Eg tek það upp aptur: leggið af að reykja, því þegar þjer blásið út úr yður reykjarsvælunni, er hún engu líkari en reykjarsvælunni í Helviti, ef eg rnætti svo að orði komast«. Kristmunkar rituðu bók þá, er þeir nefndu Antimisokapnos, og var hún rituð til þess að hrekja Reykhatara Jakobs I. 1610 var tóbaksnautnin orðin mjög almenn í Tyrkjaveldi; þó var ýmsra bragða beitt til að stemma stigu fyrir henni. Hver, sem staðinn var að þvi að reykja tóbak, hlaut þá hegningu, að pipunni var stungið gegn um nef hans, og síðan var hann leiddur um göturnar í Miklagarði með pípuna í nefinu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.