Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 25

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 25
i05 íngarefni, er jurtin fær úr loptinu og jarðveginum, eyðist ekki í blómið, heldur gangi öll til blaðanna, svo að þau verði sem stærst. Þessum stönglaskurði verður að halda áfram allt sumarið, og er því nægilegt að starfa á tóbaksakrinum. Þegar blöðin eru orðin fullþroskuð, hanga þau niður og eru þá gulgræn að lit og sett svörtum blettum. Neðstu blöðin ná fyrst fullum þroska, og eru þau þá tekin burt; hin blöðin eru og tekin jafnótt og þau verða fullþroskuð. Mest þykir varið í miðblöð stöngulsins. Uppskeran stendur lengi yfir, en þegar henni er lokið, standa stönglarnir blaðlausir eptir á akrinum; er hann þá plægður á ný og búinn undir næstu sáningu. Saga tóbaksins. I heitu löndunum eru viða skæðar og blóð- sólgnar mýflugur, og eru þær opt sannkölluð landplága. Ibúar þessara landa hafa fundið það ráð við þessum fjöndum, að kynda stór bál, og brenna þeir þá rökum jurtum og öðru fleira, er mikill reykur verður af, og er það nokkur vörn fyrir þá. I heimkynni tóbaksjurtarinnar (Ameríku) brenndu menn henni og auðvitað líka öðrum jurtum, og tóku þeir þá eptir því, að reykur tóbaksjurtarinnar var betri vörn móti mý- flugum þessum, en reykur annara jurta, enda drepur tóbaksreykur sum skordýr. Svo er sagt að Indiánar í Ameríku hafi brennt tóbaksblöðum og þefmiklum harpeis til varnar móti mýflugum þessum. Bál þessi höfðu sem auðvitað er enga þýðingu fyrir aðra en þá, er við þau sátu; þeir, sem þurftu að vera á faraldsfæti, hafa þá tekið það ráðs að grípa logandi blöð og bera þau með sjer, en opt hefur staðið svo á fyrir þeim, að þeim hefur ekki verið hent að hafa fastar hendur, og hafa þeir þá tekið það ráð, að bera blöðin í munni sjer. Þannig hafa menn komizt upp á að sjúga reykinn að sjer, og er þeir hafa gjört það nokkur- um sinnum, hefur þeim farið að þykja bragðið gott. Svo lítur út sem reyknautnin sje ævagömul, því Heródót (d. 424 f. Kr.) talar um, að Skýþar hafi andað að sjer reyk af jurtum nokkrum, er þeir brenndu, og hafi sá reykur haft sömu áhrif á þá sem vínið á Grikki. Strabó (66 f. Kr. — 24 e. Kr.) talar og um reykingar. Mela (landfræðingur 50 e. Kr.) og Sólínus (málfræðingur 300 e. Kr.) tala um reykingar í pípum. I gömlum grafreitum á Skotlandi hafa fundizt pípur svipaðar tóbakspípum vorum, og svo er sagt, að Hálendingar á Skotlandi hafi skorið niður rót jurtar einnar og reykt sem tóbak. Tóbaksjurtin verður fyrst kunn eptir árið 1492, og tóbaksnautnin breiðist þá á skömmum tima nálega um heirn allan. Bá er Kólúmbus á fyrstu ferð sinni kom til Vesturheimseyja, buðu eyjarskeggjar honum þurr blöð, er þeir mátu mikils. Blöð þessi hafa eflaust verið tóbaks- blöð; eyjarskeggjar lögðu þau á glæður og önduðu að sjer hinum ilmsæta reyk. Petta eru hin fyrstu kynni, er Evrópumenn höfðu af tóbaki. Meira fræddust menn um tóbaksnautn Ameríkubúa á hinum öðrum ferðum Kólúmbusar og landkönnunarferðum Spánverja i byrjun 16. aldar. Maður nokkur í föruneyti Kólúmbusar segir, að eyjarskeggjar á St. Domingo hafi undið saman tóbaksblöð, stungið þeim i munn sjer, kveykt í þeim og reykt þau til varnar gegn mýflugum; það eru eflaust hinir fyrstu vindlar. A austurströnd Norður-Ameríku vóru pípur notaðar, að því er ferðamenn segja; pípur hafa og fundizt í grafreitum Indiána og Asteka. Amerikubúar tuggðu einnig tóbak og tóku i nefið. Bæði í

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.