Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 17

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 17
97 sjer þá klædda, vóru þeir í fegurstu og dýrustu guðvefjarklæðum, bláklæddir, en einkum þó rauðklæddir; því sagði Skarphjeðinn: »sjáið þjer rauðálfinn, sveinar«. Þeir eru auðugir af gulli og gersemum, eins og Freyr og Njörður, og gátu því gefið mönnum fullsælu fjár. Þeir hata allt óhreint; því segir um FTelgafell — en á því var sá átrúnaður, að þangað færi menn í fellið eptir dauðann, einkum niðjar Þórólfs Mostrarskeggs —, að enginn mátti þangað óþveginn líta og eigi skyldi þar »álfrek ganga«L Nöfn með orðinu álf- í þóttu fögur og farsælleg (Alfgeir, Alfhildur o. fl.) og »vel þykir kent til álfa« (t. d. að kalla mann »brynjálf« í skáldskap) segir Snorri. Alfadýrkun og álfablót hafa verið almenn um öll Norðurlönd; það er um þau talað í fornum sögum bæði í Norvegi og Svíþjóð, og sýnist svo, sem það hafi verið helzt konur, er stóðu fyrir þeim. Líkt hefur verið haft á íslandi, enda segir i Kormákssögu frá veizlu, er ger hafi verið álfum til heilbrigðis manni, og hafi blóði fórnar- dýrsins verið roðið á álfa-hólinn. Ætíð þótti það hollara að hafa vináttu þeirra en styggja þá; það gat orðið til óleiks og óláns. Það er auðvitað, að úr því að álfar eru taldir með ásum, hafa menn hugsað sjer, að þeim hafi ekki verið mikið gefið um siðaskiptin forðum daga, og kemur í ljós á einum stað fögur, en angurblíðu-blandin hugmynd um það; svo segir, að maður einn hafi vaknað snemma og allt í einu hlegið; hafi hann þá verið spurður, hvað honum væri hlátursefni, og segist hann sjá mart skoplegt — maðurinn á að hafa haft ófreskisgáfu—: »margur hóll opnast og hvert kvikindi býr sinn bagga og gerir fardaga«; þetta vóru álfar og er auðsjeð, að þeir vildu flýja kristnina. En þeir flýðu ekki landið og það fór ekki fyrir þeim sem fjelögum þeirra, Oðni og þeim ásum, aðalgoðunum; þau hurfu, dóu smámsaman; Hvítakristr sigraði. Vilji maður halda landsvist, verður hann að hlýða landssið og hlíta landslögum — og það kjöru álfar, eins og síðar skal verða á drepið. I ýmsum fornsögnum, sem þó eru ekki eldri en frá síðustu tímum fornaldarinnar, fer að brydda á því, að enn nánara samband getur komizt á milli manna og álfa, en áður hafa menn hugsað sjer, og er það mjög þýðingarmikið stig i islenzku álfatrúnni. 1 »Ganga nauðsynja sinna«; álfrek — það sem rekur álfa í burtu. Það er sú einasta þýðing orðsins, sem getur komið til greina. 7

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.