Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 15

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 15
95 hellur, er auðsjáanlega hafa verið notaðar við matreiðslu, og á sjálfum beinunum má sjá handaverk mannsins; leggirnir eru brotnir til mergjar, riíbeinin hafa verið notuð fyrir örvar, en að höggvopni hafa menn þeirra tíma haft neðri kjálkann af bjarndýri einu, sem nú er útdautt; gerðu þeir sjer 2 axir úr hverjum neðra skolti og beittu vígtönninni sem axar- »blaði« og má viða sjá förin eptir hana. Mennirnir lifðu á veiðum, og var það einkum þetta bjarndýr, er þeir veiddu; var það svo algengt, að á einum stað hafa fundizt 800 beinagrindur meira og minna heilar. Dýr þetta var talsvert stærra en bjarndýr eru nú á dögum, og má nærri geta, að opt hafa orðið torsóttir birnirnir með bein- og steinvopnum þeirra tíma, því að málma þekktu menn eigi. Ekki hafa mennirnir heldur átt við nein sældarkjör að búa hvað loptslagið snerti; jurta- leifar frá sama tíma sýna, að á Suðurþýzkalandi hefur loptslag þá verið svipað því, sem nú er á Norðurgrænlandi og Spitzbergen. Mennirnir höfðust við eigi langt frá jökulröndinni og færðust smámsaman norður á bóginn, eptir þvi sem loptið varð þýðara og jökullinn bráðnaði. Helgi Pjetursson. Álfatrúin á Islandi. Forn fræði — það er margt, sem felst í þessum tveimur orðum. Þau geta náð yfir forna sögu, fornt mál, fornan kveðskap o. fl., ekki sízt þó allt það, sem heyrir undir fornan átrúnað eða trú, eða það sem vjer nefnum nú heiðni og hjátrú. Þau eru forn, afargömul, þessi fræði; en þau eru líka opt ekki eingöngu forn, þ. e. þau hafa lifað sínu lífi um margar aldir og enda stundum allt fram undir eða jafnvel fram á vora daga, og eimir eptir af mörgu enn í dag sumstaðar, þótt blöðin, skólarnir, í stuttu máli »sú meiri upplýsing« — eins og Fjölnir komst forðum að orði — hafi gert sitt til að svæfa og kyrkja þau. Það sem hefur haldizt lengst við á Islandi af heiðnum átrúnaði, er .álfatrúin, og munum vjer hjer skýra frá sögu hennar í mjög stuttu máli; en vísum annars til ísl. þjóðsagna og ævintýra um allar sjerstakar álfasögur. Það er í rauninni ekki minna vert en að kunna sögurnar sjálfar, að draga út úr þeim mynd af efni þeirra, sem sje ein og heilleg. Trúin á álfa er afargömul og ekki til orðin á Norðurlöndum; sjálft orðið álf- er álitið að vera sama og orð eitt í sanskrít (rbhú), er merkir »íþróttarmann, völund«; það er dverga-hugmyndin, er þar kemur fram, en hún kemur ekki þessu máli við. En hvað eru álfar þá í raun rjettri?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.