Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 9

Eimreiðin - 01.07.1895, Síða 9
89 til sjerstakra kvennaskóla. Ef sýstorrnar vilja af eigin rammleik halda uppi þeim kvennaskólum, sem þegar eru stofnaðir, verður þeim auðvitað ekki meinað það, en ólíklegt er, að menn sjái sjer nokkurn hag í því. — Að búnaðarskólunum ættu konur líka að hafa aðgang, til þess að nema þar ýms bústörf, sem konur almennt hafa á hendi. Fari svo, sem jeg vona að verði, að skólarnir verði sameigin- legir fyrir karla og konur, þá álít jeg óhjákvæmilegt, að flytja real- skólann norðlenzka frá Möðruvöllum til Akureyrar, enda er skól- inn þar að mörgu leyti betur settur. Ný skólabygging á Akureyri mundi ekki verða svo afardýr fyrir landssjóð, því bæði myndu Akureyringar styðja drjúgum að byggingunni og eins kvennaskóla- sjóður Eyfirðinga. I álitsskjali sínu um breytingar á kvennaskól- anum, sem skólastj'órnin sendi sýslunefnd í vetur, er svo að orði komizt: »Það er eindregið álit vort, að heppilegast væri, að einn almennur menntaskóli fyrir karla og konur yrði stofnaður á Akur- eyri og í sambandi við hann yrði svo barnaskóli Akureyrar, til þess að spara sem mest byggingar, áhalda og kennslukostnað.« Á þetta fjellst sýslunefndin í einu hljóði, svo ekki þarf að vænta mótspyrnu gegn sameiningunni úr þeirri átt. Jeg skal geta þess, að jeg álít sjálfsagt, að hafa engar heimavistir hvorki í Rvíkur nje Akureyrar skóla, því það yrði svo afarkostnaðarsamt; væri miklu betra, ef þess virtist þörf, að veita fátækum nemendum, sem ekki gætu unnið fyrir sjer, ofurlítinn húsaleigustyrk. Tillögur mínar verða því í fám orðum þessar: 1. Einn almennur menningarskóli fyrir karla og konur sje á landinu með 7 eins árs bekkjum. 2. Skóli þessi skiþtist í tvœr deildir; 3 neðri bekkirnir sje realdeild, og þar kenndar hinar sömu námsgreinar og nú eru kenndar á Möðruvallaskólanum, en 4 efri bekkirnir sjeu latínuskóli eða lærð deild og þar kennt latína, gríska og þýzka auk námsgreina real- deildarinnar. — Frakkneska og trúbrögð sjeu ekki kennd. 3. Báðar þessar deildir sjeu í Rvík í hinum núverandi latínuskóla, en auk þess sje realdeildin á Norðurlandi, helzt á Akureyri. 4. Skólaárið sje, að minnsta kosti í realdeildinni, eigi nema 8 mánuðir. y. Engar heimavistir sjeu í skólahúsunum. Fel jeg þjer svo þetta mikilsverða mál, sem mjer liggur svo þungt á hjarta. Möðruvöllum á sumardaginn fyrsta 1895. Stefdn Stefansson.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.