Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 6

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 6
86 tími til að kenna öll þessi mál, sem nú eru kennd i latínuskólanum, nema kennslan verði helbert kák, og því er betra að sleppa ein- hverju þeirra alveg, enda gengur það barnaskap næst, að vera að spreytast við að kenna 4 ný mál auk íslenzkunnar; betra að læra þau færri og betur. Grískan mætti auðvitað missa sig líka, en við það mun eigi vera komandi. Tíma þeim, sem nú er varið til hinnar svo kölluðu trúarbragða kennslu, álít jeg eytt til verra en einskis, því sú kennsla hefur fremur haft spillandi en bætandi áhrif á trúarlíf nemenda, hafi hún annars haft nokkur áhrif. Allir þeir, sem annt er um trú og kristindóm, ættu þvi að róa að þvi öllum árum, að trúbrögðum yrði sleppt úr námsgreinatölu skólans;. væri miklu nær. að verja svo sem tveim tímum í efstu bekkjum skólans til þess að útskýra helztu grundvallaratriði sálar- og rök- fræðinnar. Allar hinar aðrar námsgreinar eru hinar sörnu og nú, að við bættum handiðnum. Tírnum í gömlu málunum fækkar eptir töfl- unni aðeins um 19, og má það ekki mikið heita; þau skipa enn öndvegi; i öllum öðrum greinum eru fleiri tírnar en áður. Til náttúrufneöi tel jeg bæði náttúrusögu eðlisfræði og efnafræði, og sjeu þær allar kenndar i realdeildinni, en aðeins eðlisfræði og efna- fræði í lærðu deildinni. Landafræði ætlast jeg til að sje kennd 1 gegn um allan skólann, en einkum »mathematisk« landafræði í lærðu deildinni, er kemur að nokkru leyti í staðinn fyrir stjörnu- fræði þá, sem nú er kennd. Þetta sem hjer að framan er sagt, er í öllum meginatriðum samhljóða aðaltillögu landshöfðingja í brjefi til stiptsyfirvaldanna 16. marz 1892 um samband og breytingu á skólunum. Þótt til- lögur landshöfðingja væru að mínu áliti hinar viturlegustu, fengu þær þó misjafnar undirtektir eins og kunnugt er. Fimrn aflatínu- skólakennurunum, þar á meðal rektor og yfirkennari, voru þeim algjörlega mótfallnir, og stiptsyfirvöldunum þótti »ískyggilegt«, að ráðast í breytinguna að svo komnu. Það voru aðeins 3 af kenn- urum latinuskólans, sem aðhylltust tillögur landshöfðingja í öllurn aðalatriðum, og svo við Möðruvallakennarar, sem fjellumst algjör- lega á þær að heita mátti. En þrátt fyrir þessa miklu mótspyrnu sendi þó landshöfðingi tillögur sínar um málið til stjórnarinnar* og á hann þökk skilið fyrir það. Nú mun i ráði, eptir því sem heyrzt hefur, að stjórnin leggi málið fyrir þingið i surnar til úr- slita, og væri óskandi að þau úrslit yrðu heppileg.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.