Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 55 Bayern tapaði Frá Sigurði Björnssyni, fréttarítara Morg- unblaðsins í V-Þýskalandi. TVEIR leikir fóru fram í 3. umferð bikarkeppninnar i knattspyrnu í Vestur-Þýskalandi í gærkvöldi. Deildar- og bikarmeistarar Bay- ern Miinchen fengu stóran skell í Diisseldorf, töpuðu fyrir Fortuna 3:0. Þá vann Eintracht Frankfurt Wattenscheid 3:1 á útivelli. Leikmenn Bayern voru heppnir að tapa ekki með meiri mun, því yfirburðir Diisseldorf voru miklir. Fyrsta markið kom samt ekki fyrr en á 70. mínútu, en þá skoraði Dusend. Preeps bætti öðru við tveimur mínútum fyrir leikslok og Bockenfeld innsiglaði góðan sigur á 90. mínútu. Jean-Marie Pfaff lék ekki í marki Bayern vegna leiks Belgíu og Búlgaríu í Evrópukeppni landsliða í kvöld, en Bobby De- keyser, sem lék sinn fyrsta leik í marki Bayern, verður ekki sakaður um mörkin. Porterfield til Aberdeen Frá Bob Hennessy, fróttarítara Morguit- blaðsins á Englandi. IAN Porterfield hefur verið boðin framkvæmdastjórastaðan hjá skoska knattspyrnuliðinu Aberdeen og er talið líklegt að hann taki boðinu í dag og að gengið verði frá ráðningunni á morgun. Sem kunnugt- er tók Alex Ferguson, fyrrum framkvæmda- stjóri Aberdeen, við stjórninni hjá Manchester United fyrir skömmu, en Porterfield var rekinn frá Sheffield United í mars eftir tæp- lega fimm ára dvöl hjá félaginu. Hann er 40 ára, en vakti mikla athygli árið 1973 í úrslitaleik Sund- erland og Leeds United í bikar- keppninni á Wembley, þegar hann skoraði eina mark leiksins og tryggði Sunderland sigur. John Blackley, framkvæmda- stjóri Hibernian undanfarin tvö ár, var rekinn í gær. Hibernian er í þriðja neðsta sæti í skosku úrvals- deildinni með 13 stig eftir 18 leiki, en leikur gegn efsta liðinu, Celtic, í kvöld og mun Tommy Craig, að- stoöarþjálfari stjórna liðinu. • Dæmigerð mynd frá leiknum í gærkvöldi: Jón Þórir Jónsson hefur stungið leikmenn Fram af f hraðaupphlaupi og skorar framhjá hinum ágæta markverði Fram, Óskari Friðbjörnssyni. ” Morgunblaðiö/Þorkell Breiðablik með fuílt hús eftir 4 leiki Vann Fram 21:19 í gær og hefur tveggja stiga forystu 11. deild „Þetta var alveg rosalega sætur sigur“, sagði Björn Jónsson, fyrir- liði Blikanna, kampakátur í búningsklefa þeirra í Laugardals- höllinni eftir leikinn við Fram í gærkvöldi. „Sérstaklega vegna þess að með þvf að vinna Fram þá sýndum við að við erum ekk- ert „bólu“ lið sem er í þann mund að springa. Það var mikill þrýst- ingur á okkur fyrir leikinn, vegna þess að margir virðast hafa beð- ið eftir því að við misstum flugið", sagði Björn. Það var gaman í Höllinni í gær- kvöldi. Þar voru fleiri áhorfendur en áður á leik í 1. deild í vetur, eða um 400, og mikil stemmning, enda leikurinn hörkuspennandi og skemmtilegur á að horfa. Fram og Breiðablik komu úr annarri deild í vor, en hafa sýnt í vetur að þar fara tvö af bestu liðum íslensks handbolta um þessar mundir. í gærkvöldi léku bæði liöin hratt og af miklum krafti í sókninni og í vörnum beggja liða var tekið hressilega á. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og munurinn yfir- leitt eitt eða tvö mörk. Bæði lið voru staðráðin í að sigra alveg þar til á síðustu mínútu. Og það var einmitt ekki fyrr en um 20 sekúnd- ur voru til leiksloka að úrslit réðust í leiknum. Þegar tvær mínútur voru eftir var jafnt, 19:19, og Fram með boltann. En þeir skutu yfir úr þokkalegu færi í horninu og næstu sókn Blikanna lauk með marki Sig- þórs Jóhannessonar af línunni þegar 1.20 mínúta var til leiksloka. Fram hóf sókn en komst ekkert í námunda við mark Blika og þegar 20 sekúndur voru eftir komst Jón Þórir inn í sendingu, brunaði upp og skoraði. Jón Þórir hlýtur að vera okkar skæðasti hraðaupphlaupsmaður í dag ásamt Guðmundi Guðmunds- syni. Hann skoraði átta mörk í þessum leik og að minnsta kosti fimm þeirra með því að bruna upp endilangan völlinn á eldingarhraða Norski handknattleikurinn: Stavanger að stinga af — Steinar skoraði 8 mörk Frá Bjama Jóhannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins f Noregi. STAVANGER er með fullt hús eftir átta umferðir í 1. deild norska handknattleiksins og er með fjögurra stiga forskot á Urædd, sem er f 2. sæti. Stavanger vann Bækkeslaget 27:25 í 8. umferð. Jakob Jónsson virðist vera búinn aö ná sér eftir meiðslin, en samt sem áður hefur hann Iftið fengið að leika. Steinar Birgisson var enn at- kvæðamestur hjá Kristiansand, þegar liöiö vann Herluf 26:22, en Steinar skoraði 8 mörk og er Krist- iansand nú í 6. sæti með 9 stig. FSB/SKI hefur ekki gengið of vel síðustu vikurnar og er greini- legt að liðiö má illa við að vera án landsliðsmannanna tveggja, sem eiga við meiðsli að stríða. Um helg- ina tapaði liðið 23:21 fyrir Kragero og er í 7. sæti með 8 stig. FSB/SKI er komið í undanúrslit í bikarkeppninni og að sögn Helga Ragnarssonar, þjálfara, hefur stefnan verið sett á að vinna bikar- inn. • Tony Cottee Tveirleikir íkvöld TVEIR leikir verða í 1. deild karla í handknattleik i kvöld og fara þeir báðir fram í Laugardalshöll- inni. Leikur Vfkings og Stjörnunn- ar hefst klukkan 20.15, en KR og Valur byrja klukkan 21.30. Víkingur og Stjarnan standa í ströngu þessa dagana. Evrópuleik- irnir um helgina sitja vafalaust í leikmönnunum og stutt er í seinni leikina. Stjarnan leikur gegn júgó- slavneska liðinu Dinos Slovan í Höllinni á föstudagskvöldið, en Víkingur gegn St. Otmar í St. Gal- len á sunnudeginn. Víkingur er með 6 stig eftir 4 leiki, en Stjarnan 4 stig eftir 3 leiki. Seinni leikurinn verður á milli KR og Vals. Valsmenn hafa 4 stig eftir 4 leiki, en KR-ingar 2 stig. Oxford úr leik Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgun- blaðsins á Englandi. MJÓLKURBIKARMEISTARAR Ox- ford töpuðu 1:0 fyrir West Ham f gærkvöldi í Littlewoods-bikarn- um, eins og keppnin nú heitir, og eru þar með úr leik. Tony Cottee skoraði eina mark leiksins úr víta- spyrnu sjö mfnútum fyrir leikslok. Þrír aðrir leikir voru í keppninni í gærkvöldi. Arsenal vann Charlton 2:0 og skoraði Niall Quinn bæði mörkin. Bernard McNally skoraði sigurmark Shrewsbury gegn Card- iff á 89. mínútu og Southampton vann Aston Villa 2:1 í hörkuleik. Jimmy Case og Colin Clarke skor- uðu fyrir heimamenn, en Allan Evans, fyrirliði Aston Villa, skoraði fyrir gestina úr vítaspyrnu. Fimm leikmenn voru bókaðir og þrír rekn- ir af velli í leiknum. og kasta sér langleiðina í netið með bolta og öl!u saman. En Breiðablik á fleiri góða leikmenn. Bræðurnir Björn og Aðalsteinn Jónssynir eru stórar og öflugar skyttur og ágætir spilarar, sérstak- lega Björn fyrirliði. Og í markinu er Guðmundur Hrafnkelsson í banastuði þessa dagana og eitt mesta efni okkar í handboltanum, aðeins tuttugu og eins árs gamall. Hann varði 17 skot gegn Fram í gærkvöldi. Leikmenn Fram eru að sjálf- sögðu óánægðir með tapið, en þeir geta varla verið óánægðir með leik sinn fyrstu 55 mínúturnar. Þá var feiknagóð barátta í liðinu og vörnin með Per Skaarup í miðjunni erekki árennileg. Framararnir voru hinsvegar óheppnir í skotum sínum, sérstaklega Birgir Sigurðs- son línumaður, sem fékk fjölda góðra færa en skoraði bara eitt mark. Markvarslan hjá Fram var ágæt - Óskar Friðbjörnsson varði mjög vel þar til hann var borinn útaf um miðjan síðari hálfieik eftir slæmt samstuð við samherja - og Guðmundur A. Jónsson stóð fyrir sínu á síðustu mínútunum. MÖRK UBKdón Þórir Jónsson 8/2, Aðal- steinn jónsson 4,Björn Jónsson 4, Sigþór Jóhannesson 2, Kristján Halldórsson 1, Elvar Erlingsson 1. MÖRK FRAM:Per Skaarup 6/1, Egill Jó- hannesson 4, Jón Árni Rúnarsson 3, Agnar Sigurðsson 2, Hermann Björnsson 2, Birgir Sigurðsson 1, óskar Þorstainsson 1/1. Texti: Guðjón Arngrímsson Staðan STAÐAN f 1. handknattleik Fram UBK Víkingur Valur FH Stjarnan KA KR Haukar Ármann deild er nú 3 3 3 2 2 2 2 1 1 0 karla í þessi: 101: 76 6 73: 61 6 90: 85 6 104:100 4 99: 95 84: 80 89: 97 73: 87 88:104 86:102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.