Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 16
16_________________________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Herstöðvaandstaðan misnotuð af sósíalistum: Friðarhjal og rauðir fánar hafa styrkt herinn í sessi eftirBjarna Harðarson í Samtökum herstöðvaandstæð- inga hafa að undanförnu átt sér stað nokkrar deilur um það að hve miklu leyti SHA ættu og mættu samfylkja með „öðrum“ fiðarsam- tökum og þá hvort leggja megi til hliðar kröfuna um aðlsland fari úr Nató og herinn í burt, í slíku sam- starfi. Umræðan er allrar athygli verð en vekur um leið þá spumingu hvort það hafi einhvemtíma verið stefna SHA og forvera þeirra að samfylkja öllum andstæðingum hersetunnar til baráttu án tillits til þess hvaða aðrar skoðanir þeir sömu liðsmenn hafa viljað meðtaka. Mín skoðun er að slík samfylking hafi ekki einasta verið skoðuð sem raunhæfur möguleiki heldur hafi starf herstöðvaandstæðinga allt verið bundið við þröngan hóp lands- manna, fyrst sósíalista og nú síðast þá sem játast undir hræðslu við atómstríð. Ég tel líka að þjóðleg andstaða íslendinga við herinn hafi allt til þessa dags verið misnotuð allt öðmm og e.t.v. annarlegum hugsjónum til framdráttar. Um- ræðu um þessi mál kveikti ég á landsráðstefnu SHA nú um daginn og mun hér á eftir rökstyðja þessar skoðanir nánar. Hernámsandstæð- ingfar sem þögðu Flestum mun kunn sú saga að þingmenn allra flokka nema sósíal- ista samþykktu á sínum tíma vem íslands' í Nató þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar í þá næstliðinni kosn- ingabaráttu um að staðinn yrði ævarandi vörður um hlutleysi og sjálfstæði íslands. (í þessu tilfelli skiptir ekki máli þó fáeinir þing- menn Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks hafí staðið gegn inngöngunni í Nató.) Af þeim hluta almennings sem lætur sig stjómmál einhvetju varða, — en það mun ævinlega vera minnihluti, — urðu mjög margir fyrir vonbrigðum vegna þesa, enda þá tæp 5_ ár frá lýðveldisstofnuninni 1944. í Sjálf- stæðisflokki, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki var á þessum tíma mikið af eldheitum stuðnings- mönnum hlutleysis og nokkuð var um úrsagnir úr flokkum. Einhveijir undu pólitísku einlífi það sem eftir var en Qölmargir streymdu líka yfír til sósíalista og kusu a.m.k. þeirra flokk í næstu kosningum vegna herstöðvamálsins, þó þeir gætu ekki skrifað undir ýkja margt annað í stefnu sósíalismans. Aðrir tóku nýja „trú“, höfnuðu fyrri pólitík og beinlínis gemðust sósíal- istar vegna herstöðvamálsins. Það fór því þannig að Sósíalistaflokkur- inn og arftaki hans, Alþýðubanda- lagið, vom einu hreyfmgamar sem höfðu pólitískan ávinning af her- manginu. Hinir sem lögðu því lið hafa að líkindum tapað fylgi. Enn er þó ótalinn stærstur hluti hemámsandstæðinga í hermangs- flokkunum. Það em þeir sem þögðu. Mennimir sem mátu hugsjónir sínar og sinna flokka meira en svo að þeir gætu fyrirgefíð þær út af þessu eina máli. Reyndu kannski að malda í móinn en fundu sig bráðlega vera illu heilli að leggja stalínistum og kommúnistum lið. Lengstum á þeim tæpum Qómm áratugum sem síðan em liðnir hafa þessir menn ekki átt í neitt hús að venda. Það verður að vísu bent á að bæði hafa fundist Framsóknarmenn og Alþýðuflokks í Samtökum herstöðvaandstæðinga en ég hygg að þeir einstaklingar hafí velflestir verið jákvæðari í garð sósíalismans og hvers kyns vinstri róttækni en almennt hefur verið í þessum flokkum. Nú kunna einhverjir að efast um að þegjandi herstöðvaandstæðingar hafí verið til. Og enn frekar um að þeir séu þá til enn þann dag í dag. En andstaða heimamanna við Langanes og á Vestfjörðum við uppbyggingu ratsjárstöðva nú fyrir tveimur ámm er órækur vitnis- burður um hið gagnstæða. Þar risu upp til forystu menn sem hafa ver- ið kirfílega eymamerktir Sjálfstæð- isflokki, Framsóknarflokki og Alþýðuflokki og sumir hafa látið það fljóta með að þeir vilji helst losna við herinn af Miðnesheiði. Og öll þekkjum við hvílíkt forvitnis- og pukurmál herstöðin á Keflavíkur- Bjarni Harðarson „Ég tel líka að þjóðleg andstaða Islendinga við herinn haf i allt til þessa dags verið misnotuð allt öðrum og e.t.v. annar- legum hugsjónum til framdráttar.“ flugvelli er. íslendingar hafa endalausan áhuga á að lesa um þessa stöð í fjölmiðlum og sjálfur hef ég það eftir Sverri Hauki Gunn- laugssyni hjá Varnarmáladeild að hann fái fleiri fyrirspumir frá fjöl- miðlum heldur en nokkurt ráðu- neytanna. Aftur á móti efa ég að þess séu dæmi að íslendingar gorti af framlagi okkar til vestrænnar hernaðarsamvinnu þá þegar þeir fá t.d. erlenda vini eða kunningja í heimsókn. Friðarstefna og hlutley sisstefna Alþýðubandalagið hefur fyrir löngu þurrmjólkað yfír til sín þá herstöðvaandstæðinga sem það gat fengið og alkunna að á þeim bæ er það ekki lengur neitt aðalatriði að reka herinn. Það hlálega er að líklega myndi burtför hersins þó ekki skipta flokkinn miklu máli núna, en fyrir 20 ámm hefði slík uppákoma getað orsakað fylgis- hmn! Þessi orð mín má ekki skilja sem svo að ég efist um heilindi forystu- manna Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins í herstöðva- málinu, — það geri ég alls ekki. Miklu frekar er þessi hörmungar- saga lexía um hvemig flokksvél vinnur og hlýtur að vinna. En að þeirri flokksvél slepptri hefur bar- áttan gegn hemum enn sinn djöful að draga. Á síðustu ámm hefur magnast mjög trú mannskepnunnar á að heimsendir af völdum kjamorku- sprengju sé í nánd. Á vinstri væng vestrænna stjómmála, — og oft með fylgi út fyrir hann, — hefur fólk gert kröfu um tafarlausa af- vopnun og stofnað mikinn frum- skóg friðarsamtaka og hreyfínga. Á móti þessari stefnu, - friðarstefn- unni, — hafa talað margir Nató- sinnar og hægri menn. Þeir hafa bent á friðartryggingu ógnaijafn- vægis og tilgangsleysi með eyðingu vígtóla þar sem alltaf verði til tækni til að framleiða ný. Heiminum standi því alltaf ógn af þeim sem hefur áhuga á að farga heims- byggðinni þar sem sífellt auðveld- ara sé að framleiða vopnin og á valdi æ fleiri þjóða. Natósinnamir gera svo einnig kröfu til friðar- heitisins og státa af vopnuðum friði. Hér er tekist á um tvær gmnd- vallarstefnur í vopnamálum. Eg játa að sjálfur hefí ég ekki nokkra trú á gagnsemi þess að fækka eldflaug- um og sprengjum, — nema hvað slysahætta kann að verða eitthvað minni fyrir vikið. Ognaijafnvægis- kenningin er í mínum huga lýsing á óumbreytanlegri staðreynd, — en þar hefði ég talið slíkt jafnvægi tryggt um leið og báðir aðilar geta tortímt heiminum einu sinni. Allt umfram það er yfirvarp eitt til þess að halda hergagnaiðnaði gangandi. Og auðvitað er það í hrópandi mót- sögn við tækni nútímans að trúa á afgerandi hlutverk íslands í slíkum darraðardansi. Á íslandi höfum við þegar fyrir okkur fjölda meinleysislegra friðar- sinna í aðskiljanlegustu samtökum gegn kjamorkustíði sem ekki taka þó afstöðu gegn veru bandaríska hersins hér á landi. Sú uppákoma er mjög eðlileg. Sú stefna að vera á móti ógnaijafnvæginu grundvall- ast á skoðunum sem alls ekki taka afstöðu gegn vem okkar í Nató, eða hlutleysis og sjálfræði þjóða yfirleitt. Og sömuleiðis er ekkert sem segir að andstæðingar herset- unnar fylli fyrmefndan friðarflokk. Andstaða við herinn getur verið af ýmsum toga en fyrst og síðast hlýtur þó að búa afl í þjóðlegum metnaði og vilja til þess að land okkar geti litið til annarra þjóða með reisn. En sá sem sér að virð- ingu lands okkar er gróflega misboðið með hersetunni getur engu að síður talið að krafan um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd feli í sér alltof mikla tilslökun gagnvart Sovétinu. Þjóðlegri and- stöðu gleymt í áratugi var andstaða íslensku þjóðarinar notuð til þess að afla íslenskri vinstri hreyfingu fylgi. Fyrir fáum ámm þótti eðlilegt að flagga rauðum fána í broddi fylk- ingar Keflavíkurgöngu og síðast í fyrra stóð til að syngja Intemati- onalinn á 30. mars-fundi i Há- skólabíói. Mikill meirihluti fólks sér sam- starf SHA við friðarhreyfíngamar sem eðlilegt framhald af þessari vinstri pólitík samtakanna. Það er alkunna meðal miðnefndarmanna SHA að samtökin em hvað öflug- ust af þeim hópum sem hafa haft uppi andóf gegn vígvæðingu risa- veldanna á undanförnum ámm. I samstarfí við þessa hópa hafa SHA haft eitt atkvæði en lagt tífalt fram í vinnu. Það fólk sem er fylgjandi kröfunni „ísland úr Nató — herinn burt“ friðar nú samvisku herset- innar þjóðar með því að ganga þegjandi í blysför á messudegi Þor- láks. Með öðmm orðum, herstöðva- andstaða þjóðarinanr er enn á ný virkjuð allt öðmm málstað til fram- dráttar. Kröfunni um úrsögn úr Nató er gleymt en við þykjumst góð með að tendra kertaloga. Sem fyrr er engin tilraun gerð til að tendra þjóðlega andstöðu við erlenda her- setu meðal þeirra sem standa utan við kertahópinn á Þorláksmessu. Höfundur er blaðanmður, laga- nemi og miðnefndarmaður / Samtökum herstöðvaandstæð- inga. Iðnaður og umhverfismál eftir Sigríði Hjartar Miklar umræður hafa að undan- fömu verið um orkumál. Á síðustu tveim áratugum hafa mikil stór- virki verið unnin í rafvæðingarmál- um landsins. Með byggingu Búrfellsvirkjunar hófst röð virkjun- arframkvæmda, sem að megin- hluta hefur beinst að Þjórsársvæð- inu. Nú er rafvæðing iandsins alls að mestu í höfn og innlendri orku- þörf fullnægt sem stendur. Þessi hraða uppbygging stórvirkjana hefur verið mjög fjármagnsfrek og leitt til mikillar erlendrar lántöku og þungrar vaxtabyrði. Áætlað er að um helmingur af erlendum skuldum íslendinga sé tengdur raf- orkukerfí landsins. Því hefur orkuverð verið hátt undanfarin ár, þótt nú hafí orðið breyting til batn- aðar og orkuverð verið stöðugt og jafnvel lækkandi að raunvirði. Margir íslendingar hafa bundið vonir við orkufrekan iðnað og þar býður landið upp á ýmsa kosti, svo sem landrými, hafnir og orkulindir. Samningar um aukinn orkufrekan iðnað hafa gengið erfíðlega að und- anförnu og háu orkuverði á íslandi um kennt. Nýbirt ársskýrsla ís- lenska álfélagsins sýnir um 10% tap á síðastliðnu ári. Mikið hefur verið rætt um stækkun álversins í Straumsvík og telur álfélagið það enn allfysilegan kost. Umræður við aðra aðila hafa hins vegar ekki gengið sem skyldi. Kínveijar, sem sýndu áhuga á verksmiðjurekstri hérlendis, hafa dregið sig til baka a.m.k. um stundarsakir og umræð- ur um kísilmálmbræðslu standa enn yfír. Enn þrátt fyrir ósk okkar Islend- inga um orkusölu til stóriðju er þörf mikillar aðgæslu. Leggja ber áherslu á virka íslenska aðild og orkusölusamningar þurfa að tryggja arðsemi nýrra virkjana og veitukerfa. Gera verður strangar kröfur um mengunarvarnir og góð starfsskil- yrði innan dyra í stóriðjuverum og taka tillit til umhverfíssjónarmiða um staðarval. Stöðugt berast fréttir af meng- unarvanda Evrópuþjóða. Slælegt eftirlit með iðnfyrirtækjum veldur margskonar mengunarslysum, súrt regn ógnar evrópskum skógum, um síðustu mánaðamót varð alvarlegt mengunarslys á Rín, danskir físki- menn óttast hrun fískveiða á heimamiðum. Skemmst er að minnast kjamorkuslyssins í Sov- étríkjunum í vor. Sigríður Hjartar Gera verður strang- ar kröfur um mengun- arvarnir og góð starfsskilyrði innan dyra í stóriðjuverum og taka tillit til umhverfis- sjónarmiða um staðar- val. Því ber okkur íslendingum að fylgja ströngum reglum um nýt- ingu lands, lofts og lagar svo hér verði ekki mengunarslys af völdum iðnfyrirtækja. En þrátt fyrir hættu af mengun ber að hafa hugfast að uppgræðsla landsins eftir gróðureyðingu síðustu alda er enn mikilvægasta verkefni íslensku þjóðarinnar á sviði umhverfísmála. Okkur ber að varðveita landgæði íslands sem best og vinna mark- visst að því að skila landinu í betra ástandi til komandi kynslóða en nú er. _ Á undanfömum áratugum hafa verið unnin stórvirki í heftingu sandfoks og uppgræðslu landsins og þeim íjármunum er vel varið, sem veitt er til rannsókna á gróður- fari landsins. Beitarþol hálendisins er mjög viðkvæmt og friða þarf um stundarsakir þau svæði sem eru verst á sig komin svo þau nái að rétta við. Nu er mikil þörf á breytingu búhátta. Sumstaðar á landinu eru skilyrði til tijáræktar í framleiðslu- skyni allgóð. Hér er þörf aukinna rannsókna og leiðbeininga og sam- vinna ríkisvalds og bænda er brýn. Þegar hafa bændur í stöku héruð- um bundist samtökum um þetta verkefni. Einsýnt er að varðveisla um- hverfísgæða á ekki að fela í sér boð og bönn á öllum sviðum heldur virkt eftirlit, sem stuðlar að vernd- un og nýtingu náttúru og auðlinda með tilliti til langtímamarkmiða. Réttast er að eitt ráðuneyti hafí með höndum heildarstjóm þessa málaflokks, sem taki m.a. tillit til landnýtingar, mengunarvarna, náttúruvemdar og skipulagsmála. Umhverfisverkefni sveitarfélaga eru víða mjög brýn. Frágangur sorps er víða mikið vandamál, eink- um þar sem landrými er lítið. Stuðla ber að samvinnu sveitarfélaga á þessu sviði enn frekar en nú er og huga ber að hagkvæmni endur- vinnslu. Víða em frárennslismál þétt- býlissvæða í ólestri. • Brýnt er að stofna sameiginlegan lánasjóð til að fjármagna kostnaðarsamar úr- bætur sveitarfélaga. Efla þarf skilning þjóðarinnar á mikilvægi umhverfísvemdar í und- irstöðuatvinnuvegum okkar og hlut umhverfísgæða í alhliða velmegun þjóðarinnar. Hafi okkar kynslóð í huga orð- takið Hreint land er fagurt land, mun komandi kynslóð fá góðan arf í hendur. Höfundur er lyfjafræðingur og stundakennari við Háskóla ís- lands. Meðal áhugamáln eru umhverfis- og ræktunarmál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.