Morgunblaðið - 19.11.1986, Page 4

Morgunblaðið - 19.11.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Grandi hf. heldur upp á ársafmæli sitt: Reksturínn lagaðist þegar leið á árið „VIÐ erum sæmilega ánægðir með rekstur Granda hf. Það er ljóst að framan af árinu var þetta erfitt; við gengum í gegnum miklar breytingar og til þess þurfti endurskipulagningu og uppsagnir. En aflabrögð hafa verið ágæt, togararnir hafa fiskað um 21.000 tonn, og búið er að vinna 6000 tonn af frystum fiski hjá fyrirtækinu og mér sýnist að eftir því sem liðið hefur á árið hafi reksturinn lag- ast,“ sagði Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda hf. en nú er ár liðið síðan fyrirtækið var stofnað eftir sameiningu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins hf. Fyrirtækið Grandi hf. var form- landsins ætti erfiðara uppdráttar lega stofnað 17. nóvember 1985 og varð þá stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Samkvæmt upplýsingum Brynjólfs var velta fyrirtækisins fyrstu 9 mánuði ársins um miljarð- ur króna, og launakostnaður nam um 300 miljónum króna. Fyrirtækið tók hins vegar við háum fjármagns- skuldbindingum þar sem voru skuldir fyrirtækjanna tveggja sem sameinuðust. Btynjólfur sagði að þó ytri aðstæður hefðu verið hag- stæðar á árinu væri ljóst að tog- araútgerð á suð- vestursvæði en meðaltal á landinu segir til um. Þannig kæmi t.d. fram í útreikning- um Þjóðhagsstofnunar að þorskur er um 53% af afla meðaltogara á landinu, en aðeins um 25% af afla Grandatogara og fleiri togara á suð-vesturhominu. Þetta rýrði afla- verðmæti togaranna og því hefðu togaramir verið fyrirtækinu þungir í skauti, en Grandi hf. gerir út sjö togara. Brynjólfur sagði að rekstraráætl- un fyrirtækisins hefði verið endur- skoðuð í ágúst sl. og væri reksturinn nú nokkuð nálægt þeirri áætlun. Hann vildi þó ekki gefa upp tölur um reksturinn á þessari stundu en sagði að stjóm fyrirtæk- isins hefði fjallað um þessar áætlanir og samþykkt þær. Að meðaltali vinna um 500 manns hjá Granda hf. en fynr sam- einingu fyrirtækjanna BÚR og Isbjamarins störfuðu að meðaltali um 600 manns hjá þeim fyrirtækj- um. í október sl. vom 450 stöðugildi hjá Granda, þar af 280 í fram- leiðslu, 125 í útgerð, 25 á tæknisviði og 20 á fjármálasviði. I tilefni af eins árs afmælisins bauð fyrirtækið starfsfólkinu í hádegismat á af- mælisdaginn, 17. nóvember, og í gærkvöldi og í kvöld hefur Davíð Oddsson borgarstjóri móttöku fyrir starfsfólkið í Höfða. Meðfylgjandi myndir vom teknar í Höfða í gær- kvöldi. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 200 kílómetra norðaustur af landinu er minnkandi 976 millibara lægð á hreyfingu norðaustur. Önnur álíka djúp lægð er á suðvestanverðu Grænlandshafi og þokast austur. Litið eitt kólnar í veðri. SPÁ: I dag lítur út fyrir hæga norðan- og norðvestanátt á landinu með éljum norðanlands en bjartviðri syðra. Vægt frost víöast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Hæg norðvestanátt með lítilsháttar éljum á norð- ur- og vesturlandi. Bjartviðri sunnan- og suðaustanlands. Frost verður á bilinu 3-5 stig. FÖSTUDAGUR: Suðaustanátt, líklega allhvöss (7 vindstig), sunnan- og vestaniands með rigningu en hægari og úrkomulaust á norður- og austurlandi. Hiti á bilinu 0-4 stig. TÁKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r r r r r Rigning r r r. * r * r * r * Slydda r * r / ^AIskyjað * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hlti veftur Akureyri -2 hálfskýjað Reykjavík -1 skýjaft Bergen 4 él Helsinki 4 alskýjað Jan Mayen 2 skýjaft Kaupmannah. 8 skýjaft Narssarssuaq -13 léttskýjað Nuuk -10 heiftskírt Osló S Iðttskýjað Stokkhólmur 8 skýjaft Þórshöfn 3 él Algarve 20 téttskýjaft Amsterdam 8 rígning Aþena 16 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjaft Berlín 10 léttskýjaft Chicago 4 þokumóöa Glasgow 6 skúr Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 9 skýjaft Hamborg 9 hálfskýjað Las Palmas 20 úrkoma London LosAngeles 11 skýjaft vantar Lúxemborg 7 skýjað Madríd 12 léttskýjað Malaga 20 léttskýjaft Mailorca Miami 17 féttskýjaft vantar Montreal -3 léttskýjaft Nice 19 léttskýjaft NewYork 6 skýjað París 11 skýjaft Róm 15 þokumófta Vtn 7 þokumófta Washington 6 þokumóða Morgunblaðið/Ámi Sœberg Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda hf. og Davíð Odds- son borgarstjóri ræða við Unu K. Jónsdóttur og Lilju Aðalsteinsdóttur í móttöku fyrir starfsfólk Granda í Höfða í gær. Til vinstri er Snjó- laug Kristjánsdóttir. Ragnhildur Magnúsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Karólína Aðal- steinsdóttir og Isabella Þórðardóttir í móttökunni í Höfða í gær. Skálað fyrir ársafmæli Granda hf. i Höfða. Frá vinstri eru Dagfríð- ur Pétursdóttir, Guðbjörg Benjamínsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Guðrún Jónsdottir og Steinunn Gunnarsdóttir. Starfsmenn Granda hf. skeggræða í Höfða. Frá vinstri eru Ásgeir Ólafsson, Guðmundur Sölvason, Jón S. Jónsson, Bjarni Siguijónsson og Eyjólfur M. Eyjólfsson. Dr. John McKenzie fv. sendiherra látinn Dr. John McKenzie fyrrver- andi sendiherra Bretlands á íslandi lést s.I. mánudag á heim- ili sínu í Englandi, 71 árs að aldri. Dr. John McKenzie fæddist í Selby í Yorkshire, 30. apríl 1915. Hann lauk doktorsprófi í norrænum fræðum við háskólann í Leeds, og gengdi starfi sendikennara í ensku við Háskóla Islands árin 1938-1940. 1940-1947 vann McKenzie hjá Breska sendiráðinu í Reykjavík og 1945 var hann gerður að vararæðis- manni á íslandi. Árið 1948 flutti McKenzie frá Islandi og var næstu áratugina sendifulltrúi í írak, Finn- landi, Tyrklandi og Indlandi áður en hann var skipaður sendiherra hennar hátignar Bretadrottningar á íslandi árið 1970. Því embætti gegndi McKenzie til 1975, en á þessum tíma stóðu landhelgisdeilur Islendinga og Breta sem hæst og var McKenzie oft kallaður til að vera milligöngumaður ríkisstjóma landanna. Dr. John McKenzie John McKenzie kvæntist árið 1943, eftirlifandi konu sinni, Sigríði Ólafsdóttur, og eignuðust þau þrjú böm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.