Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Samtðk sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Samþykkt að stofna iðnþróunarsjóð Fulltrúar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgfar svæðinu. Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn var í Garðaholti, Garðabæ laugardaginn 8. nóvember, var samþykkt tillaga um að stofna iðnþróunarsjóð höfuðborgarsvæðis- ins. Lögð fram greinargerð um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis- ins fram til ársins 2005 og kynnt skýrsla um samræmingu á almenningsvagnasamgöngum á Að loknum umræðum um skýrsiu stjómar, starfs- og fjár- hagsáætlun fyrir næsta ár, kynnti Ólafur Tómasson póst- og síma- málastjóri, hugmyndir um sameig- inlegt breiðbandskerfí á höfuð- borgarsvæðinu. Hann nefndi nokkur dæmi um hvemig mætti byggja upp dreifikerfíð en kostnað- ur við að uppsetninguna er áætlað- ur á bilinu 35 til 60 þús. krónur fyrir hvem íbúa. Engar reglur em um uppsetningu diska til móttöku á sjónvarpsefni og taldi Ólafur brýnt að stjómvöld beittu sér fyrir aðj>ær verði settar hið fyrsta. I greinargerð um Svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins 1985 til 2005, sem Gestur Ólafsson fam- kvæmdasljóri SSH kynnti, kemur fram að draga mun úr fólksfjölgun í sveitarfélögunum um og eftir næstu aldamót en þá mun ellilíf- eyrisþegum jafnframt §ölga. „Á sama tíma þarf að endumýja fast- eignir, hita- og skolplagnir sem komnar em til ára sinna en þetta em allt kostnaðarsamar fram- kvæmdir, sem erfítt verður að standa undir fyrir ellilífeyrisþega,“ sagði Gerstur. Hann sagði að um leið og skýrslunni hefði verið dreyft hefði hún áhrif á þau fyrirtæki og aðra, sem væra í byggingarhug- leiðingum og hvatti hann sveitar- stjómarmenn til að kynna sér efni hennar og fá hana staðfesta í sinum heimabyggðum. Sveinn Bjömsson forstjóri SVR, kynnti könnun á hagkvæmi sam- ræmingar á almenningsvagna- samgöngum á höfuðborgarsvæð- inu. Könnunin var upphaflega hugsuð sem áfangaskýrsla en sam- gönguráðherra hefur ákveðið að líta á hana sem lokaskýrslu. „Ákvörðun er í höndum sveitar- stjómarmanna um hvort vinna á eftir skýrslunni og kallar þá um leið á pólitíska stefnumörkun," sagði Sveinn. Hann skýrði mark- mið skýrslunnar og lagði til að skipuð yrði nefnd manna, einn úr hveiju sveitarfélagi til að ræða skýrsluna. Að þeim loknum yrði gerður rammasamningi milli sveit- arfélaganna um sameiginlegan rekstur almenningsvagna. Magnús Guðjpnsson fram- kvæmdastjóri Sambands ísl. sveit- arfélaga flutti framsögu um drög að frumvarpi um tekjustofna sveit- arfélaga. I máli hans kom fram að ekki væri gert ráð fyrir neinum gmndvallarbreytingum á tekju- stofninum en vægi fasteignagjalda hefur farið vaxandi á undanfömum ámm á sama tíma og jöfnunar- sjóðsgjaldið hefur farið lækkandi. MorgunblaÆð/Bjami Fundinum lauk með stjömar- kjöri og var Magnús Sigsteinsson úr Mosfellssveit, kjörinn formaður samtakanna. Aðrir í stjóm em Hilmar Guðlaugsson Reykjavík, Guðni Stefánsson Kópavogi, Lilja H^allgrímsdóttir Garðabæ, Sólveig ^.gústsdóttir Hafíiarfírði, Guðrún Þorbergsdóttir Selljamamesi, Ein- ar Guðbjartsson Kjalanesi, Guðrún Ágústsdóttir Reykjavík, Valgerður Guðmundsdóttir Haftiarfírði, Hulda Finnbogadóttir Kópavogi, Magnús Sæmundsson Kjósahreppi og Erla Siguijónsdóttir Bessa- staðahreppi í hádegisverðarboði Skipalyftunnar og Bátaábyrgðarfélags Vest- mannaeyja var meðal annars boðið upp á margskonar grafinn og hráan fisk Útgerðarmenn í Eyjum: Stefán Runólfsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, leiðir gesti um salarkynni fyrirtækisins Heldur fólk að gjaldeyr- ir verði til í bönkunum? Ymis athafnafyrirtæki skoðuð í Vestmannaeyjum Hluti fundarmanna skoðar Skipalyftuna í TENGSLUM við aðalfund Landssambands Islenzkra út- vegsmanna, sem haldinn var í Vestmannaeyjum fyrstu vikuna í nóvember, skoðuðu fundar- menn og makar þeirra ýmis fyrirtæki í Vestmannaeyjum og fengu upplýsingar um enn fleiri, meðal annars í hádegis- verðarboðum. Fiskvinnslu- stöðvamar buðu fundarmönn- um og fleiri gestum í hádegismat í Vinnslustöðinni og við það tækifæri skoðuðu þeir fiskvinnsluna og Skipalyft- una á eftir. Stefán Runólfsson, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, var gestgjafi og kynnti gestum fyrirtæki sitt og sagði meðal annars, að nauð- synlegt væri að gera stjóm- völdum og almenningi ljóst að velmegun landsmanna byggðist á sjávarútvegi; sérstaklega vegna þess, að stutt væri í að fólk tryði þvi að erlendur gjald- eyrir yrði til í bönkunum. Hann rakti í fánm orðum að- draganda stofnunar Vinnslu- stöðvarinnar. Stefán sagði, að á ámm seinni heimstyijaldarinnar hefði nær allur fískur verið fluttur fersftur til Bretlands á vegum ís- fisksamlags V estmannaeyja. Útgerðarmenn hefðu í lok styij- aldarinnar farið að ræða stofhun félags til að fullvinna fískinn heima. Einnig hefðu auknar veið- ar Breta, minnkandi eftirspum og lækkandi verð haft sín áhrif. Vinnslustöðin hefði verið stofnuð upp úr þessu í árslok 1946. „Eins og gengur og gerist hafa skipzt á skin og skúrir í rekstri þessa félags á undanfömum fjór- um áratugum," sagði Stefán. „Byggingarframkvæmdir við Vinnslustöðina hófust í október 1947 og tók mörg ár að ljúka við bygginguna. Fyrirtækið heftir á undanfömum áratugum verið meðal stærstu fískvinnslufyrir- tækja á landinu. Á síðasta ári tók fyrirtækið á móti 13.000 tonnum af físki til vinnslu. Launagreiðslur til starfsfólks í fyrirtækinu námu 73 milljónum króna. Starfs- mannafjöldi er mjög misjafíi eftir árstíðum og aflabrögðum, en starfsfólk er nú um 150 talsins, en fer upp í 250 manns á vetrar- vertíð. Fyrstu 10 mánuði þessa árs hefur Vinnslustöðin tekið á móti um 8.800 tonnum til vinnslu á móti 11.000 tonnum á sama tíma í fyrra. Minna hráefni má að mestu rekja til aukningar á þessu ári á gámafíski frá Eyjum. Vegna minnkandi hráefnis hefur dögum flölgað þar sem ekki er vinna í húsinu vegna hráeftiisskorts. Á sama tíma hafa réttindi físk- vinnslufólks aukizt veralega til launa í hráefnisleysi. Hagsmunir veiða og vinnslu liggja víða sam- an, þrátt fyrir að eðlileg sam- keppni eigi að eiga sér stað. Undirstöðuatvinnuvegur þjóðar- innar á oft undir högg að sækja í umræðum í Qölmiðlum. Gera þarf stjómvöldum og almenningi ljóst að öll velmegun á Islandi byggist á því fólki og fyrirtækjum, sem vinna að sjávarútvegi. Ekki veitir af að halda þessu á lofti á sama tíma og þeim Q'ölgar sífellt, sem stunda ýmis konar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og stutt er í það, að fólk trúi því að bank- amir skapi erlenda gjaldeyrinn." Auk hádegisverðar í Vinnslu- stöðinni þágu fundarmenn og aðrir gestir boð Útvegsbanka ís- lands, Bátaábyrgðarfélags Vestmannaiíyja, Skipalyftunnar, sjávarútvegsráðherra og Lands- sambandsins sjálfs. Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í Vest- mannaeyjum, fylgdist með gangi mála og fara nokkrar af myndum hans hér á eftir. Nýttlyf í stað fjár- böðunar Borg í Miklaholtshreppi. EITT af því sem allir fjáreig- endur verða að gera lögum samkvæmt er að framkvæma þrifaböðun á öllu sínu sauðfé. Mörg undanfarin ár hefur svo- kallað „Gamatox“-baðlyf verið notað til útrýmingar á óþrofum í sauðfé. Hefur þetta baðlyf gefíð ágætan árangur og hafa ekki mörg kláðatilfelli komið fram eftir að farið var að nota það. Fjárböðun hefur verið fyrirskipuð af land- búnaðarráðuneyti annað hvert ár. Ævinlega hefur böðun þótt fyrir- hafnarmikið verk og háð góðu veðri. Nú er komið nýtt lyf til útrým- ingar kláða og ormum í sauðfé. Lyf þetta heitir „Ivomec". Okkar ötuli og góði dýralæknir, Rúnar Gíslason í Stykkishólmi, hefur und- anfarið verið að koma til þeirra bænda sem þess óska og þeir em margir sem vilja nota þetta lyf. Kindin er sprautuð undir húð með einum og hálfum ml. af þessu lyfí. Þar með er böðun og ormaeyðing gerð um leið. Sennilegt er að fjár- festing í baðkömm í fjárhúsum sé nú óþörf því reynsla er komin á lyfið. Það útrýmir líka ormum í hrossum og nautgripum. Askorun til borgar- stjórnar Reykjavíkur VIÐ foreldrar barna á dag- heimilinu Sunnuborg höfum alvarlegar áhyggjur af börnum okkar vegna uppsagná fóstra frá 1. nóvember sl., segir í frétt frá Foreldrafélagi Sunnuborg- ar. „Uppsagnimar em afleiðing þeirra afleitu kjara sem fóstrar og aðrir starfsmenn á dagheimilum og leikskólum hafa mátt þola. Borgaryfírvöld hljóta að skilja að við svo búið verður ekki lengur unað. Við lýsum yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu fóstra og annars starfsfólks bamaheimila og skomm eindegið á borgarstjóm að gera nú þegar ráðstafanir til að bæta kjör þessara stétta og tiyggja þeim mannsæmandi laun.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.