Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsscn, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöaistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Krlnglan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Línurnar dregnar Aþessu stigi kosningaundir- búnings stjómmálaflokk- anna beinist athyglin einkum að vali manna á framboðslista. Mál- efnaþátturinn í starfi flokkanna vekur minni eftirtekt; það ræðst þó ekki síður af málefnum en mönnum, hvaða flokka menn velja til forystu. í því efni hafa skilin jafnan verið nokkuð skýr í íslensk- um stjómmálum. Annars vegar hafa menn getað kosið Sjálfstæð- isflokkinn og hins vegar einhvem vinstri flokkanna. Einkenni vinstri stefnunnar hefur helst verið nei- kvætt viðhorf til breytinga ekki síst að því er varðar samdrátt í opinberum afskiptum, hvaða nafni sem nefnast og hvort heldur þau snerta innaniands- eða utanríkis- mál, atvinnuhætti í landinu eða samskipti okkar við aðrar þjóðir. Þessi skil milli Sjálfstæðis- flokksins og vinstri flokkanna, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvennalista em jafn skýr nú og áður. Þetta sést meðal annars, ef litið er á stjómmálaályktun flokksráðs- fundar sjálfstæðismanna, sem haidinn var nú um helgina. Þar segir í fyrsta lið, þegar tíunduð em áhersluatriði í áiyktun fundar- ins: „Mikilvægt er að rýmka frekar um hömlur á gjaldeyrisvið- skiptum, m.a. með því að heimila einkaaðilum að taka erlend lán án ábyrgðar ríkisbanka og ríkisins og með því að heimila sparifjáreig- endum að ávaxta fé sitt í erlendri mynt.“ Málefni af þessu tagi kom- ast aldrei á dagskrá, þar sem vinstri menn ræða saman um landsins gagn og nauðsynjar, nema þá til að býsnast yfir því, að einhveijum skuli detta það í hug að draga úr ríkisforsjá og höftum á þessu sviði. Sömu sögu er að segja um aðra þætti, er sjálf- stæðismenn tíunda og snerta samkeppnisstöðuna út á við eða „að orkulindir landsins verði nýtt- ar í samvinnu við erlend fyrirtæki um byggingu og rekstur stóriðju- vera,“ eins og sjálfstæðismenn orða það. Alyktun flokksráðsins byggist annars vegar á því, að það er dregið fram, sem veí hefur verið gert í tíð ríkisstjómarinnar: fund- urinn „fagnar þeim straumhvörf- um sem orðið hafa í efnahags- og atvinnulífí þjóðarinnar", og hins vegar eru gefin fyrirheit um að sú festa, sem hefur skapast vegna þessara straumhvarfa, verði nýtt til að bæta afkomu þjóð- arinnar. Þorsteinn Pálsson, flokksformaður, lýsti því viðhorfí, sem fram kemur í ályktuninni, með þessum orðum í Morgun- blaðsviðtali í gær: „Það er fyrst og fremst sú pólitíska stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt í þetta stjómarsamstarf, sem hefur skilað þeim árangri. Þess vegna getum við lagt okkar mál undir dóm kjósenda með fuliri reisn.“ Sjálfstæðismenn benda rétti- lega á það í ályktun sinni, að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur vaxið verulega og er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Verð- bólga er lægri en um 15 ára skeið. Aukinn innlendur spamað- ur er vísbending um trú almenn- ings á að sá stöðugleiki, sem náðst hefur, haldist og áfram takist að gera hvort tveggja í senn að koma verðbólgunni niður og treysta og jafna kaupmáttinn. í ályktun flokksráðsins er launamismun karla og kvenna andmælt; þar er því fagnað, að í megindráttum hafi það markmið flokksins náðst, að íbúðarlán hækkuðu nægilega til þess að almenningi yrði gert kleift að eignast eigið húsnæði með þeim lánakjörum sem staðið yrði undir með venjulegum launa- tekjum; þar er mælt með að dregið verði úr miðstýringu í skólakerf- inu og áhrif foreldra á stjóm skóla verði aukin; skóladagur verði sam- felldur; viðurlög við brotum á lögum um ávana- og fíkniefni verði hert; samstarf skóla, dag- vistarstofnana og heimila verði aukið; hugað verði að lengingu fæðingarorlofs; skattareglur mis- muni ekki heimilum; forvarnar- starf gegn sjúkdómum og slysum verði eflt; kostir einkarekstrar og fijálsra félagasamtaka verði nýtt- ir til spamaðar og bættrar þjónustu í heilbrigðismálum og allir landsmenn njóti þessarar þjónustu. Þannig mætti áfram telja. Sjálfstæðismenn eru greini- lega ekki nú frekar en fyrri daginn í neinni aðför að velferðarkerfinu, sem flokkur þeirra hefur mótað með öðrum og haft forystu um eins og í Reykjavík. Það er hin eindregna afstaða Sjálfstæðisflokksins í utanríkis- og vamarmálum, sem hefur skap- að honum sérstöðu og aflað honum víðtæks stuðnings. Flokksráðið minnir á þá stað- reynd, að valið á Reykjavík fyrir þá Reagan og Gorbachev, er mik- il viðurkenning fyrir þá stefnu, sem sjálfstæðismenn hafa haft forystu um að móta í utanríkis- og vamarmálum. í ályktuninni nú beina sjálfstæðismenn athyglinni að tveimur nýjum þáttum, er hljóta að setja svip sinn á umræð- ur um þessi málefni á næstunni: samskipti íslands og Evrópu- bandalagsins og ráðstafnir til að tryggja innra öryggi. Flokkamir hafa verið að draga línumar sín á milli undanfamar vikur. Sjálfstæðismenn biðla ekki til annarra flokka ályktun sinni; þeir eru ekki að semja ályktun fyrir jafnaðarmannastjóm vinstri flokkanna eins og Alþýðubanda- lagið. Flokksráðið hefur með ályktun sinni staðfest, að mál- efnalegir kostir kjósenda eru í raun tvein sjálfstaeðisstefnan eða vinstri stefna. Tvöfeldni Greenpeace-samtakanna varðandi selveiðar Grænlendinga Selir— og ormar — bylta sér í sjónum. eftirLeif Blædel Formaður Danmerkurdeildar Greenpeace-samtakanna, Dan Mathiasen, hefur harmað þann skaða sem grænlenskir selveiði- menn hafa orðið fyrir vegna baráttunnar gegn kópaveiðum við Nýfundnaland. „Við sáum þetta ekki fyrir árið 1976,“ sagði hann í sjónvarpsvið- tali, en það ár hófu samtökin baráttuna gegn kópaveiðum. Þetta virtist sagt af heilum hug. Ekki síst vegna þess að yfirlýsingin var í samræmi við það sem Green- peace-menn sögðu haustið 1985 á Grænlandi er þeir voru þar og fengu upplýsingar um þann skaða sem þeir höfðu valdið. Þetta var haft eftir þeim um víða veröld í dagblöðum og gaf til kynna að í samtökunum væri heiðarlegt fólk sem ekki hikaði við að viður- kenna mistök. Það er hins vegar spuming hvort þessar harmatölur eru í samræmi við stefnu Greenpeace fyrr og nú, hvort fulltrúar samtakanna tala tungum tveim eftir því hver mið- mælandinn er. Einnig virðist skipta máli hver fulltrúinn er og í hvaða landi hann starfar, enda þótt sam- tökin hafi yfir sér eina, alþjóðlega stjóm og sérhver deild greiði 24% af tekjum sínum til hennar. Það getur sömuleiðis verið erfitt í sumum tilvikum að koma heim og saman mismunandi yfirlýsingum sama fulltrúa. Ef við tökum mark á afsökunun- um hljótum við að gera ráð fyrir að Greenpeace hafi alveg horfið frá baráttunni gegn svelveiðum og kópadrápi, en það er áróðurinn gegn drápi á svonefndum „bama- selum“ sem hefur reynst árangurs- ríkastur og eyðilagði markaðinn fyrir selskinn af öllu tagi. En það er nú öðm nær að stefn- an hafi breyst. í ritlingi sem danska deildin dreifir m.a. á bókasöfnum — þar halda menn að þetta sé alveg ópólitískt! — er sagt frá þeim mark- miðum sem „Greenpeace beijist stöðugt fyrir“. Eitt þeirra er: „Stöðva ber rányrkju á selastofn- um.“ Nánar er sagt um þetta efni: „Frá 1976 hefur Greenpeace barist fyrir því að hin iðnvædda veiði á selkópum verði stöðvuð. Green- peace hefur snúist gegn rányrkj- unni á stofnum blöðrusela og vöðusela, einkum eins og hún er stunduð í Kanada og Noregi. Þar slátra menn nýfæddum kópum vöð- uselsins sem em eftirsóttir vegna hvítra skinnanna en þau em notuð í dýra loðfrakka og stígvél. Kópur- inn er fleginn á staðnum og aðeins skinnið er hirt. Afgangurinn af skrokknum er skilinn eftir á ísnum — ótrúleg fyrirlitning á gæðum náttúmnnar. . . . Greenpeace sættir sig við selveiðar Grænlend- inga sem byggjast á hefðum og em lífsnauðsynlegar. “ Aragrúi af villum Þótt þessi texti ritlingsins sé stuttur þá er þar fjöldinn allur af villum og ónákvæmni. Greenpeace-menn hafa ekki að- eins barist gegn því sem þeir nefna „hina iðnvæddu kópaveiði" — þeir hafa barist gegn öllum kópaveiðum við Nýfundnaland og þar með vald- ið landshlutanum og fátækum íbúum hans verulegum skaða. Þeir snúast heldur ekki gegn „rányrkjunni" á blöðmsel og vöðu- sel, því sú rányrkja er ekki til, þeir em nánast ekkert veiddir og stofn- amir fara stækkandi. Staðhæfingin er því algjört bull. Kópaskinnin vom ekki notuð í „dýra loðfrakka", whitecoat-skinn vom ódýr. Það er einnig rangt að „skrokkamir séu að öðm leyti skild- ir eftir á ísnurn". Fólk á staðnum álítur hreifana herramannsmat og hirðir þá alltaf, sömuleiðis hirðir það oft hjarta, lifur og ným. Af- gangurinn af kjötinu er hlaupkennt efni af því að vöðvamir í skrokknum hafa ekki enn náð að þroskast eins og í hreifunum, sem dýrið byijar strax að nota. í stuttu máli sagt: Það má slá því föstu að harmatölur Green- peace-manna vegna Grænlendinga vom vægast sagt innantóm orð — í einum og sama ritlingnum er hald- ið áfram að nota ósannindi í baráttunni gegn kópaveiðunum og jafnframt lýst yfír samúð með Grænlendingum! En það er ekki aðeins Dan- merkurdeild Greenpeace sem hirðir lítt um að fylgja eftir í verki innileg- um yfiriýsingum í þá átt að ekki megi skaða hagsmuni Grænlend- inga. Á hvaða skotmark var miðað? Kanadískir fiskimenn hafa kraf- ist þess að ríkisvaldið kosti herferð til fækkunar í selastofnunum. Frá því að þrýstihópamir börðu það í gegn að kópaveiðamar vom stöðv- aðar 1983 hafa selastofnamir vaxið vemlega og fiskimennimir segja að selimir éti allt of mikið af fiskinum á svæðinu og eyðileggi auk þess net og gildrur. Þar að auki smiti þeir fiskinn þama með ormi, sem valdi gífurlegum vandræðum. Viðbrögð Greenpeace-samtak- anna við þessu em athyglisverð. Vivian Boe, sem stjómar alþjóðleg- um aðgerðum Greenpeace í selveiði- málum, sagði í viðtölum við mörg kanadísk dagblöð að selormavand- inn væri vissulega hrikalegur, sums staðar „væri ætilegur fískur í fisk- flaki minna en ormamir" en það væri of snemmt að varpa sökinni á selina. Síðan bætti hún við: „Green- peace mun snúast gegn öllum meiri háttar selveiðum." Arásir fiskimannanna á selina byggjast á rannsóknum á lifnaðar- háttum ormanna. Hvort sem niðurstöður þeirra em réttar eða rangar þá sýna yfirlýsingar Vivian Boe að Greenpeace ætlar að halda baráttu sinni gegn selveiðum áfram út í rauðan dauðann. Boe skeytir ekkert um vandamál grænlenskra veiðimanna. Það er reyndar þess virði að at- huga hveijir hafa þar fyrir utan orðið fyrir skakkaföllum. Greenpeace hefur blásið því upp að stór skip frá Evrópu, einkum Noregi, hafi komið til þess að taka þátt í veiðunum. Það er rétt. En í áróðrinum hafa Greenpeace-menn og önnur álíka samtök einbeitt sér svo mjög að þessum „kapítalistum" að það hefur alveg horfið í skugg- ann hvað þetta hefur þýtt fyrir aðra aðila. „Þessir borgarbúar“ Samkvæmt upplýsingum kanadíska sjávarútvegsráðuneytis- ins og kanadísku veiðimálastjómar- innar veiddu yfir 3000 fískimenn og u.þ.b. 2000 inúittar (eskimóar) seli árið 1981. Fyrir fískimennina vom árstekjumar af þessu að með- altali um 2000 dalir — oft um þriðjungur árstekna þeirra — og þeir öfluðu þeirra á fjóram til sex vikum á ísnum. Evrópubandalagið bannaði innflutning á selskinnum árið 1983 og eyðilagði þar með markaðinn; meðalárstekjur af sel- veiðum hröpuðu niður í 400 dali á ári. Hjá inúittunum sem veiddu full- orðna seli en ekki kópa féllu veiði- tekjumar úr 450 dölum niður í 100 dali. Fyrir inúittana vom selveið- amar helsta leiðin til að ná sér í þá peninga sem fjármögnuðu allar hinar veiðamar sem tilvera þeirra byggist á. A Nýfundnalandi, fátækasta fylki Kanada, hefur fyöldi þeirra sem þurfa fátækraaðstoð vaxið hratt að undanfömu að sögn þýska vikuritsins Der Spiegel. Peter Tro- ake, gamall selveiðimaður, sagði í viðtali við ritið árið 1983: „Þetta fólk vill svelta okkur en það veit ekki hvað það er að gera.“ Haustið 1985 vom Greenpeace- fulltrúamir á Grænlandi og þvöðr- uðu. Þá sagði oddviti 82 íbúa í Niaqomat, Johannes Tobiassen: „Við sjáum að það er urmull af selum og hvölum í sjónum í og umhverfis Ummanaq-Ijörðinn. Eina tegundin sem er í útrýmingar- hæattu hér er maðurinn.“ Höfundur er dálkahöfundur við danska blaðið Information og skrifaði fyrir nokkru greinaflokk um Greenpeace íblaðið. Óperuflutningnr á íslandi í nútíð og framtíð: Mótuð verði framtáðarstefna í óperumálum á Islandi KÁÐSTEFNA uin óperuflutning á íslandi i nútíð og framtíð, sem haldin var um helgina í Norræna húsinu, telur bráðnauðsynlegt að mótuð verði framtíðarstefna í óperumálum á íslandi. „Óperu- sýningar hafa frá upphafi Þjóðleikhússins skipað öndvegi í tónlistar- og leiklistarlífi okkar. Með tilkomu íslensku óperunnar hefur fjöldi óperuunnenda vaxið enn frekar og er óperuáhugi þjóðarinnar alltaf að aukast,“ segir í ályktun ráðstefnunnar. „Ráðstefnan ákveður því að fela stjóm ópemdeildar Félags íslenskra leikara að tilnefna þijá menn í nefnd til þess að samhæfa óperuflutning þeirra aðila, sem að honum standa í dag og nánustu framtíð, og að Frá ráðstefnunni um stöðu óperuflutnings á íslandi sem haldin var um sl. helgi í Norræna húsinu vinna að stefnumótun til framtíðar í ópemmálum þjóðarinnar. Jafn- framt óskar ráðstefnan eftir því við menntamálaráðherra að hann skipi tvo menn í þessa nefnd og formann hennar. Ráðstefnan bendir á hvflík lyfti- stöng það hefur verið í öðmm listgreinum þegar flokkar á at- vinnugmndvelli hafa getað sinnt list sinni eingöngu: Það hefur skipt sköpum. Ekki verður lengur við það unað að ópemsöngvarar, einir sviðslistamanna, búi við algert ör- yggisleysi í atvinnumálum, en nú finnst ekki einn einasti starfandi óperasöngvari á íslandi sem stund- ar ópemsöng örðuvísi en í hjáverk- um. Ráðstefnan gerir því þá kröfu til stjómvalda að ópemsöngvarar hljóti fastráðningar nú þegar. Ráðstefnan lýsir yfir miklum áhyggjum sínum vegna frétta um slæma flárhagsstöðu íslensku óper- unnar og Þjóðleikhússins og hvetur stjómvöld til að gera án tafar átak í því skyni að styrkja stöðu þessara menningarstofnana." Ráðstefnan samþykkti einnig einróma tvær ályktanir um nám ópemsöngvara, að forráðamenn tónlistarskólanna, Söngskólans í Reykjavík og Leiklistarskóla ís- lands ásamt fulltrúa menntamála- ráðherra hefji viðræður um samstarf þessara stofnana um nám fyrir ópemsöngvara, og að í náms- skrá í söng skuli reiknað með því að strax á fyrstu stigum námsins fái nemendur haldgóða tilsögn í leik og líkamsbeitingu. Júlíus Vífill Ingvarsson, formað- ur stjómar ópemdeildar Félags íslenskra leikara, sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðstefnan hafi gengið vel fyrir sig og hafi verið fjölmenni mikið, a.m.k. 80 manns fyrri daginn og um 120 manns seinni daginn. „Það verður mikið starf framundan við að vinna í þeim málum sem á ráðstefnunni vom samþykkt. Stjómin mun að öllum líkindum ganga á fund ráð- herra og leita eftir samvinnu við ráðuneytið til að stuðla að atvinnu- öryggi ópemsöngvara. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir RICHARD BALMFORTH Ferðir sovéskra kafbáta valda áhyggjum í Noregi YFIRMENN varnarmála í Noregi hafa sífellt auknar áhyggjur af ferðum sovéskra kafbáta í nágrenni landsins. Bitur reynsla Svía hefur opnað auga manna fyrir þeirri ógn sem siglingar erlendra kafbáta eru öryggi landsins. Almennt er talið að kaf- bátunum sé ætlað að reyna strandvamir Noregs en þarlendir embættismenn viðurkenna að i raun geti Norðmenn harla lítið að gert til að halda þessum óboðnu gestum fjarri. Norskir embættismenn segj- ast sannfærðir um að sovéskir kafbátar frá Kola-skaga stundi reglulegar siglingar með- fram ströndum landsins og innan §arða. Það sem af er þessu ári hefur 20 sinnum verið tilkynnt um ferðir ókunnra kafbáta til norskra yfirvalda. Allt árið í fyrra bámst níu slíkar tilkynningar frá fiskimönnum, óbreyttum borgur- um og starfsmönnum strandgæsl- unnar. Hins vegar hefur aldrei fengist staðfest að kafbátamir við strend- ur landsins séu sovéskir. Yfirmenn norskra landvama viðurkenna fúslega að erfitt myndi reynast að neyða óþekktan kafbát upp á yfirborðið. „Staðreyndin er ein- faldlega sú að í þessum feluleik hefur kafbáturinn jafnan vinning- inn,“ sagði háttsettur embættis- maður í norska vamarmálaráðu- neytinu. í síðasta mánuði flykktust flugvélar og skip til leit- ar eftir að óbreyttur borgari tilkynnti um ókunnan kafbát á siglingu. Tveimur sólarhringum síðar var leitinni hætt þar eð ljóst þótti að hún væri tilgangslaus. Aukið eftirlit Sumir firðir Noregs em allt að 2000 metra djúpir og geta kaf- bátar því auðveldlega leynst þar. Þá er vogskorin strandlengjan um 20.000 kílómetrar að lengd og gerir þetta tvennt ratsjáreftirlit erfiðara en ella. Það vakti mikla athygli í Nor- egi þegar sovéskur kafbátur af Whiskey-gerð strandaði við Karls- kona í Svíþjóð árið 1981. Tóku þá að heyrast raddir um að kaf- bátavamir Norðmanna væm ekki nægilega öflugar. Á síðasta ári tilkynnti norska vamarmálaráðu- neytið um stóraukið eftilit með ferðum kafbáta í nágrenni lands- ins. Öflugum hlustunartækjum var m.a. komið fyrir á hemaðar- lega mikilvægum stöðum í ógnardjúpum fjörðunum en þrátt fyrir ráðstafanir þessar segja embættismenn Norðmenn vera berskjaldaða fyrir ferðum óvin- veitta kafbáta. Talsmenn norska vamarmála- ráðuneytisins segja að þeim sé ekki fyllilega ljóst í hvaða tilgangi Sovétmenn sendi kafbáta sína upp að ströndum landsins. Samkvæmt opinberum tölum í Osló hafa sex af hveijum tíu kafbátum Sovét- manna af Typhoon-, Yankee- og Delta-gerð höfuðstöðvar á Kola- skaga. Allir em bátar þessir búnir kjamokueldflaugum. „Við gemm okkur ekki fyllilega grein fyrir hver tilgangur kafbátaferðanna er,“ sagði Dagfinn Danielsen, yfirmaður landvama Atlantshafs- bandalagsins í Norður-Noregi, á fréttamannafundi fyrir skömmu. „Ef til vill em þeir að ganga úr " skugga um hvar hlerunarbúnaður okkar er staðsettur. Þeir kunna að vera að rannsaka aðstæður til siglinga. Loks kunna þeir að hafa í hyggju að setja sveitir skemmd- arverkamanna (svonefndar „Spetsnaz-sveitir") á land ef til ófriðar dregur," sagði Dagfinn Danielsen. Embættismaður í ut- anríkisráðuneytinu bætti við hugsanlegt væri að sovésku kaf- bátamir væm að leita eftir hentugum stöðum til að skjóta kjamorkueldflaugum sínum frá. einnig siglt kafbátnum beint und- ir farþega- eða flutningaskip, fylgt því eftir eins og skuggi og þar með komist undan. Hann hef- ur öll tromp á hendi sér,“ sagði þessi ónafngreindi heimildarmað- ur. Djúpsprengjur gagnslausar Embættismenn í vamarmála- ráðuneytinu segja að þeir mjmdu ekki hika við að beita djúpsprengj- um gegn óvinakafbátum en bæta jafnframt við að þær myndu líklega ekki koma að neinu gagni nema svo ólíklega vildi til að þær hittu beint í mark. Norsk herskip vörpuðu síðast djúpsprengjum að óþekktum kafbáti árið 1982 en Myndin sýnir sovéskan kafbát af gerðinni Delta IV. Hann er búinn 16 SS-N-23 kjamorkuflaugum og dregur hver þeirra 7240 kilómetra. Mikilvægi Noregshafs Samkvæmt herfræði Atlants- hafsbandalagsins mun Noregshaf gegna mikilvægu hlutverki í hugs- anlegum átökum austurs og vesturs. Sérfræðingar bandalags- ins telja að kjamokukafbátar Sovétmanna muni flykkjast út á Noregshaf til að hindra liðs- og birgðaflutninga til Norður-Noregs frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Mjög erfitt er að koma við hefð- bundnum ratsjárvömum sökum þess hve hita- og seltustig sjávar er mismunandi á þessum slóðum. Þó að kafbátur komi fram á ratsjám skipa eða flugvéla er skip- stjóranum í lófa lagið að komast undan. „Góður skipstjóri getur hæglega komist undan leitarskip- um,“ sagði yfirmaður í norska hemum sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Ef skipstjórinn telur kafbátinn vera í hættu getur hann kafað niður á hafsbotninn, slökkt á vélunum og beðið þess að leit- inni verði hætt. Þá getur hann árásin var árangurslaus. Þá hlýtur sú spuming óhjá- kvæmilega að vakna til hvaða ráða sovéskur kafbátsforingi myndi grípa ef norskum herskip- um tækist að loka öllum undan komuleiðum hans. Að sögn norskra embættismanna hafa yfirmenn í kafbátum Sovétmanna skýr fyrirmæli um að gefast ekki upp undir neinum kringumstæð- um. Þessi staðreynd kynni að leiða til þess að þeir gripu til örþrifar- áða með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. „Við megum ekki gleyma því að sovéskur kafbátur gæti líklega sökkt hveiju einasta skipi í nágrenninu," sagði ónefndur norskur herforingi. „Sú staðreynd að Sovétmenn em reiðubúnir að tefla á tvær hættur sýnir Ijóslega hve mikilvægar þeir telja ferðir kafbátanna við strendur Noregs Höfundur er fréttamaður Re- uter-fréttastofunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.