Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Vélarúmið í Hval 6 var allt löðrandi í olíu. Morgunbiaðið/Júiíus Hvalbátarnir aftur á f lot: Rafmagnsleiðslur og innréttingar ónýtar HVALBÁTARNIR tveir, Hval- ur 6 og Hvalur 7, eru nú aftur komnir á flot eftir að hafa leg- ið á hafsbotni í Reykjavíkur- höfn í rúma viku. Kafarar frá Köfunarstöðinni h.f. náðu báð- um bátunum af hafsbotni í fyrrinótt, Hvalur 6 náðist á flot laust eftir miðnætti og Hvalur 7 var kominn á flot um ldukkan 3 um nóttina. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón hefur hlotist af legu bátanna á hafsbotni en ljóst er að skemmd- ir eru talsverðar. Talið er að innréttingar allar séu ónýtar svo og rafmagnsleiðslur og rafkerfí. Starfsmenn Hvals h.f. unnu að hreinsun skipanna í gær, en þau voru bæði löðrandi í olíu að innan og utan. Menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins fóru um borð í skipin í gærmorgun, en engar upplýsingar fengust um hvort eitthvað nýtt hefði komið fram við þá rann- sókn. Að sögn kafara, sem unnu við björgunaraðgerðir, höfðu síðu- lokar í Hval 6 verið losaðir auk botnloka. Rætt um samningsréttarmálin á þingi BSRB: Snarpar umræður á Kirkjuþingi: „Eðlilegt að Kirkju- þing fjalli um þjóðf élagsmál“ - segir Pétur Sigurgeirsson biskup „KRISTUR kom við kviku þjóð- félagsins á sinum tíma, og það hljótum við líka að gera. Kirkju- þing hefur ávallt fjallað um þjóðfélagsmál að einhveiju marki og finnst mér það ofur eðlilegt," sagði biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirs- son, þegar Morgunblaðið spurði hann um afstöðu til þess hvort pólitísk deilumál eigi erindi inn á Kirkjuþing. Snarpar umræður hafa orðið um þetta á þinginu í Bústaðakirkju, en fyrir því ligg- ur fjöldi þingsályktana um þjóðf élagsmál. í gær samþykktu þingfulltrúar að beina því til Kirkjuráðs að kanna möguleika á stofnun Þjóðmálaráðs kirkjunnar, sem er ætlað að móta afstöðu þjóðkirkjunnar til þeirra mála sem efst eru á baugi í þjóð- félaginu á hveijum tíma. í dag er næstseinasti dagur þingsins, og enn er fjöldi mála óafgreiddur. Þingfull- trúar spáðu því að vegna þess hversu flóknar og yfirgripsmiklar margar þingsályktunartillagnanna eru myndu þær „sofna í nefnd" eða verða vísað til næsta þings. Pétur sagði að tímaskorturinn stæði fyrst og fremst í veginum fyrir því að Kirkjuþingið tæki af- stöðu til þjóðfélagsmála. „Kristinn maður getur ekki látið sér neitt óviðkomandi sem gerist í þjóðfélag- inu og snertir viðhorf hans. Ef við lítum til Krists þá sjáum við að hann boðaði fagnaðarendið í kenn- ingum sínum og sýndi það í verki og þjónustu. Boðun orðsins og þjón- ustan snertir einnig Kirkjuþingið, og því er fullkomlega eðlilegt að við fjöllum um þjóðfélagsmál. Hins- vegar er þingtíminn að renna frá okkur, og lítið þarf að bera út af til þess að mörg mál hljóti ekki afgreiðslu." Sjá einnig „Deilt um hvort pólitík eigi erindi á þingið" á bls. 31. Hollenska stúlk- an fannst látin í Drangaskarði HOLLENSKA stúlkan, sem leitað var á Neskaupstað á mánudag og aðfaranótt þriðjudags, fannst látin í Drangaskarði um klukkan 9.30 í gærmorgun. Stúlkan hafði fallið fram af klettasyllum og talið að hún hafi látist í fallinu. Stúlkan hafði starfað sem sjúkra- þjálfi við sjúkrahúsið á Neskaupstað í um það bil eitt ár. Hún bjó ein í íbúð á vegum sjúkrahússins. Hún hafði mikinn áhuga á útivist og fjallgöngum og hafði áður lýst áhuga sínum á að ganga á Dranga- skarð. Síðast sást til hennar á leið upp fjallið á sunnudag. Er hún kom ekki til vinnu sinnar á mánudag var farið að grennslast fyrir um ferðir hennar. Skipuleg leit var síðan haf- in um klukkan 17.00 á mánudag. Yfír 60 leitarmenn úr björgunar- sveitunum Gerpi og Brimrúnu hófu leitina og síðan bættust fleiri við og tóku um 120 manns þátt í leit- inni þegar mest var. Leitin beindist einkum að Drangaskarði á milli Norðfjarðar og Mjóaíjarðar, sem er í um það bil 500 metra hæð. Stúlkan fannst þar látin um klukkan 9.30 í gær- morgun. Hafði hún fallið niður tvær klettasyllur og er talið líklegt að hún hafi látist í fallinu. Stúlkan hét Karen Van Der Stan, 23 ára gömul, frá bænum Waddinx- veen , skammt norður af Rotterdam í Hollandi. Þingfulltrúar tvístíg- andi í afstöðu sinni Samningsréttar- og skipulags- mál eru í brennidepli á aukaþingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem hófst í gær. Þingfull- trúar ræddu drög að frumvarpi til laga um kjarasamninga opin- bera starfsmanna, en það felur í sér þá meginbreytingu að samn- ingsrétturinn færíst frá Banda- laginu og til hvers aðildarfélags fyrir sig. Fulltrúar BSRB, ásamt fulltrúum frá Bandalagi kenn- arafélaga og BHMR hafa átt viðræður við ríkisvaldið um þessi frumvarpsdrög að undanförnu. Á mörgum undanfómum þingum BSRB hafa verið gerðar samþykkt- ir þar sem þessarar breytingar er krafíst, en í gær voru þingfulltrúar tvístígandi í afstöðu sinni til frum- varpsdraganna. Spunnust miklar umræður um einstakar greinar þeirra og vildu sumir gjalda varhug við þeim í núverandi formi, fresta því að taka afstöðu til þeirra og vísa þeim til nánari umræðu í aðild- arfélögunum, enda um mjög stór- vægilega breytingu að ræða sem ekki lægi á að afgreiða. Aðrir töldu óvíst að sambærilegt tækifæri til að fá fram breytingar á samnings- réttinum gæfist í náinni framtíð og því bæri að taka afstöðu til frum- varpsdragana nú. Þingfulltrúar gerðu einkum at- hugasemdir við atriði varðandi verkfallsréttinn, en hann er tak- markaður og ekki allir opinberir starfsmenn sem geta nýtt sér hann. Þá var og mikið rætt um tillögu frá skipulagsnefnd um hveijir geti orð- ið aðilar að BSRB. í tillögu skipu- lagsnefndar frá 3. nóvember er gert ráð fyrir útvíkkun reglna þann- ig að heilar starfsgreinar, eins og til dæmis hjúkrunarkonur eða fóstr- ur, geti sameinast í einu félagi, hvort sem þær vinna hjá ríki eða borg. í tillögunni, sem Iögð var fyr- ir þingið, hafði þetta ákvæði hins vegar verið fellt brott, fyrir tilmæli frá Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar og sagði Haraldur Hannes- son, formaður félagsins, er þetta var gagnrýnt í umræðum á þing- inu, að hann teldi sér skylt að standa vörð um hagsmuni félagsins. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði í umræðunum að það væri í höndum þingsins að ákveða hvert framhaldið yrði. Þingfulltrúar yrðu að gera sér grein fyrir því hvort þeir vildu nýjan samningsrétt eða ekki og þeir yrðu að vega sam- an kosti og galla frumvarpsdrag- anna, en benti á að í viðræðum við ríkisvaldið um drögin hefðu mörg mikilvæg atriði náðst fram, eins og það að verkfall myndi sennilega ná til um 65% af starfsfólki ríkisspítal- anna. Sagði hann samþykkt frumvarpsins allt eins geta styrkt BSRB: „Þá verða félögin ekki leng- ur knúin af lögum til þess að vinna saman, heldur hafa þau heimild til þess að standa saman og það ætti að gefa baráttunni aukinn kraft,“ sagði Kristján. Þetta þing BSRB er hið 34. í röðinni. Því lýkur í dag. Sjálf stæðisflokkur á Vestfjörðum: Framboð ráðið á laugardag Árshátíð í Bolungarvík Framboð Sjálfstæðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi verður ráðið á fundi kjör- dæmisráðs, sem haldinn verður að Hótel ísafirði næst- komandi Iaugardag, klukkan 13,30. Kjömefnd kemur saman á föstudag til að ganga frá tillög- um til kjördæmisráðs um skipan listans, en þrjú efstu sæti hans vóru ráðin í prófkjöri fyrir skemmstu. Sjálfstæðisfélögin í Bolung- arvík efna til árshátíðar að loknum kjördæmisráðsfundin- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.