Morgunblaðið - 19.11.1986, Page 22

Morgunblaðið - 19.11.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Húsavík: Gamanleíkur úr síldinni Húsavík. SÍLDIN KEMUR og síldin fer - gamanleikur eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur, frumsýndi Leikfélag Húsavíkur sl. laugar- dagskvöld, fyrir fullu húsi og við frábærar viðtökur áhorfenda, enda líf og fjör á leiksviðinu allan tímann. Leikstjóri er Rúnar Guðbrands- son frá Reykjavík, sem jafnframt gerði leikmynd og hannaði bún- inga. Leiktjöld málaði Sigurður Hallmarsson, sem jafnframt lék yfírvaldið á staðnum og annaðist undirleik, em margir söngvar eru sungnir við lög, sem voru vinsæl- ust á gömlu síldarárunum. Leikendur eru alls 27, en með aðalhlutverkin fara: Svavar Jóns- son, Ingimundur Jónsson, Jóhann- es Einarsson, Þorkell Bjömsson, Hrefna Jónsdóttir, Margrét Hall- dórsdóttir, sem öll skiluðu vel sínum hlutverkum, enda orðin vön senunni á Húsavík. Af nýliðum má sérstaklega nefna farandsölt- unarstúlkumar, Huldu og Villu, sem voru líflegar og vel leiknar af Geirþrúði Pálsdóttur og Sigríði Harðardóttur, og svo andstöðun, gamla rólega söltunarstúlku, Guðríði, sem leikin var af Dagnýju Guðlaugsdóttur. Leikritið er í tveim þáttum, en mörgum atriðum, sem höfundar og leikstjóri tengja vel saman með Málfríði símastúlku, sem vel og trúverðlega er leikin af Herdísi Birgisdóttur. Ymist er unnið af fullum krafti á síldarplaninu, dvalið í verbúðun- um í landlegu, komið að áfengis- útsölunni lokaðri (vegna landlegunnar), skroppið á dans- leik og jafnvel farið um borð í bátanna eða skipveijar dvelja í Frá sýningu Leikfélags Húsavíkur á gamanleiknum Síldin kemur og síldin fer. síldarbragganum lengur en sum- um fínnst sæmandi. Rússar koma að til að taka út síldina og fylgir því nokkur spenna, hvort hún verður fclld eins og kallað var. Allt þetta snýst um síldina, en flestir koma til staðarins til að græða á henni, en sumir eru þar aðeins í ævintýraleit, en óvissan ríkir kemur síldin eða fer hún. Höfundamir Iðunn og Kristín eru fæddar og uppaldar á Seyðis- firði, og lifðu þá sérstöku stemmningu, sem sumum síldar- árunum fylgdi og draga fram á skemmtilegan hátt fjölmörg atriði og ævintýri þeirra ára. Fréttaritari. MITSUBISHI A PAJERO Bfll fyrir þá, sem vilja komast leiðar sinnar hvernig sem viðrar. Færðin er aukaatriði, þegar ferðast er í Pajero. Pajero Wagon Verö frá kr. 1011.000 A Fæst með háþekju/lágþekju, bensínvél | /dieselvél, sjálfskiptingu/handskiptingu. Pajero Stuttur Verð frá kr. 783.000 Fæst meó bensínvél/dieselvél. . MIISUBISHI Staðlaður búnaður: Handvirkar driflokur —■ Aflstýri — Snúningshraðamælir — Bílstjórastóll meö fjöðrun og hæðarstilli — Driflæsing að aftan — Veltistýri — Aukamiðstöð undir aftursæti — 1 /V UC Rúllubílbelti í öllum sætum — Rafhituð framsæti. H|^Ergiuo^i^suuielsoo Frá inngöngu tslands í Sameinuðu þjóðirnar. Thor Thors, fvrsti fastafulltrúi íslands hjá SÞ situr á milli Osten Undan, utanríkis- ráðherra Svía, og fulltrúa Afganistan. Við háborðið er Trygve Lie, fyrsti framkvæmdastjóri SÞ, Spak, forseti allsherj- arþingsins 1946 og Andrew Cordier. Þjóðleikhúsið á laugardag kl. 14.00: 40 ára aðildar að Sameinuðu þjóðunum minnst HINN 19. nóvember 1946 öðlað- ist Island aðild að Sameinuðu þjóðunum. Eru því um þessar mundir liðin 40 ár frá þessum atburði. Tvær aðrar þjóðir fengu inngöngu í Sameinuðu þjóðimar þennan sama dag, en það vora Svíþjóð og Afganistan. Fyrsti fastafulltrúi ísland hjá Samein- uðu þjóðunum var Thor Thors sendiherra og var hann fulltrúi íslands við hátíðlega athöfn, þeg- ar ísland var tekið í tölu samtak- anna, en fulltrúi Svía var þáverandi utanríkisráðherra þeirra, Osten Undén. í tilefni af þessu 40 ára afmæli, svo og vegna þess að árið 1986 er friðarár Sameinuðu þjóðanna, mun FSÞ efna til hátíðasamkomu í Þjóð- leikhúsinu laugardaginn 22. desember kl. 14.00. Þar mun sérstakur gestur félags- ins flytja erindi um friðarstarf Sameinuðu þjóðanna, en hann er Jan Mártenson. einn af fram- kvæmdastjórum samtakanna í New York og forstöðumaður afvopnun- ardeildar þeirra. Ennfremur mun Matthías A. Matthiesen utanríkis- ráðherra ræða um þátttöku íslands í starfí SÞ. Ungur rithöfundur, Ein- ar Már Guðmundsson, mun flytja ávarp. Auk þess mun Nemenedaleikhús Leiklistarskóla íslands Ieika þætti úr leikriti Aristofnesar „Friðnum", en aðalhlutverkið verður í höndum Róberts Arnfinnssonar. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, en þýðandi Kristján Ámason. Þá mun Þjóðleik- húskórinn syngja „Óðinn til Sameinuðu þjóðanna" eftir Pablo Casals og Sigurður Bjömsson óperusöngvari syngja einsöng. ís- lenski blásarakvartettinn mun leika áður en samkoman hefst. Kynnir verður Sigríður Snævarr sendiráðu- nautur, en fundarsstjóri Knútur Hallsson, formaður FSÞ. (Frétt frá Félagi Samein- uðu þjóðanna á íslandi)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.