Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 18
18 MORGÚNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 198é ■ Norðmenn minnast Bjarna Heijólfssonar í Orlando „Eftir 14 ár er það Leifur Eiríksson og þá viljum við hafa Islendinga með U ÞÆR móttökur, sem „The Norse- man“ hlaut við komuna til New York 26. september í haust voru í engu samræmi við stærð þessa skips. Lítill bátur úr timbri, fimmmannafar svipað þeim sem notuð voru i Noregi og á íslandi á tímum víkinga og landkönn- uða„ var á forsíðum heimsblaða eins og New York Times. Bátinn gaf norska þjóðin þeirri banda- rísku til að minnast þess að í ár eru talin eitt þúsund ár frá þvi að Bjarni Heijólfsson uppgötvaði Ameríku fyrstur norrænna manna. Sams konar báta gáfu Norðmenn Reykvíkingum og Húsvikingum árið 1974 er þús- und ára landnáms á íslandi var minnst. Enn eitt þúsund ára af- mælið er framundan. Eftir aðeins 14 ár, árið 2000, verða tiu aldir liðnar frá því að Leifur heppni sté á land í Ameriku ásamt liði sínu. Þann viðburð eru norskir þegar farnir að und- irbúa, en vilja gjarnan hafa íslendinga með í ráðum í það skiptið. Norðmenn kalla Bjama Heijólfs- son ýmist norskan eða norrænan. Islendingar telja hann hins vegar íslenzkan og herma sögur að hann hafi haldið í siglinguna yfir hafið frá býli föður síns að Drepstokki, skammt frá Eyrarbakka. Af norsk- um ættum var hann hins vegar. Bjami uppgötvaði Ameríku er hann villtist af leið þegar hann hugðist halda til Grænlands. Grænland hafði Eirkur rauði fundið nokkru áður. Artöl eru reyndar á reiki í þessu sambandi, en yfirleitt miðað við, að Bjami hafi fundið Ameríku árið 986 og Leifur heppni komið þangað árið 1000. Víkingaskipin, sem Norðmenn gáfu íslendingum árið 1974, báru nöfnin Öm og Hrafn, en „The Nor- seman" (Hinn norræni maður) var gjöfín til Bandaríkjamanna. Bátur- inn var smíðaður í Aafjord fyrir norðan Þrándheim og sendur yfír hafíð með flutningsakipi. Honum var síðan siglt frá Halifax til Bos- ton, New York og loks Orlando á Floridaskaganum. Á öllum þessum stöðum var athöfn til að minnast hinna norrænu ævintýramanna, sem fundu Ameríku. Báturinn var formlega afhentur bandarísku þjóð- inni í Walt Disney-garðinum í Orlando 4. október síðastliðinn. Verður hann geymdur þar og hafð- ur til sýnis. Árlega koma þangað um 12 milljónir manna. LANDKÖNNUÐUR NÚTIMANS Meðal viðstaddra við afhendingu bátsins í Orlando voru Helge og Anne Stine Ingstad, hann heims- þekktur landkönnuður og rithöf- undur, hún fomleifafræðingur. Þau hafa sýnt fram á og sannað dvöl Víkingaskipið „The Norseman“ siglir í átt „til Noregs" i EPCOT- svæðinu í Disney-garðinum í Orlando. Milljónir manna skoða þar á ári hveiju sögu, samtið og framtíð. norrænna manna á Nýfundalandi löngu fyrir daga Kólumbusar og síðastliðna sex áratugi hafa þau tí \r □ • ■ oi» n > ■ BRETLAND Ellefu þjóðir hafa byggt eða eru að byggja mannvirki til að kynna land og þjóð í Disney-garðinum og verður Noregur eitt Norðurlandanna þarna; á milli Kína og Mexíkó. bandarísku þjóðinni á þessum stað sem bæri stórhug upphafsmannsins vitni. Þama kæmu milljónir Banda- ríkjamanna árlega og þessi litli bátur norsku víkinganna væri eitt ævintýrið í viðbót á þessum stór- kostklega stað. „Báturinn og sigling hans með- fram austurströnd Bandaríkjanna vakti mikla athygli og sýnir hversu mikinn áhuga Bandaríkjamenn hafa á sögunni. Stórblöðin voru mætt á staðinn þegar báturinn kom til New York, en það er ekki á hverjum degi, sem Noregur er á forsíðu heimsblaðanna. „Á leiðinni hingað lenti báturinn í stormi og vondum sjó, en sýndi ótrúlega sjó- hæfni sína. Ekkert sem ég vissi ekki áður, en staðfesting á því hvað hægt var að komast á skipum eins og þessu," sagði Helge Ingstad. Norseman er 49 feta langur og í áhöfíi skipsins meðffam strönd Bandaríkjanna voru sex menn; Jon Godal, Sivert Flöttunn, Odd-Ame Sandberg, Aric Adolph, Jon Teig- land og Vegart Heide. Þeir Teigland og Godal voru meðal skipvetja á bátunum sem siglt var frá Noregi til íslands árið 1974. BJARNIÞÓTTI ÓFORVITINN Norsku og bandarisku fánamir blöktu við komu skipsins til Orlando. Helge og Hanne Stine Ingstad voru sérstaklega heiðruð við þetta tækifæri. rannsakað ferðir norrænna manna og sannað ýmsa hluti, sem áhöld voru um áður. Hann hefur víða komið við á langri ævi, meðal ann- ars búið með Apache-indíánum í Arizona, rannsakað lifnaðarhætti eskimóa, verið á Grænlandi í nokk- ur ár, sömuleiðis í Alaska og verið „sýslumaður" á Svalbarða. Spum- ingar varðandi Vínland, Markland og Helluland hafa verið honum of- arlega í huga alla tíð og árið 1970 staðsetti hann Helluiand. Meðal íslenzkra samstarfsmanna þeirra hjóna á Nýfundnalandi voru fom- leifafræðingamir dr. _ Kristján Eldjám, fyrrum forseti íslands, og Gísli Gestssoon. Enn koma bækur Helge Ingstad út víða um heim í stóru upplagi og enn er hann að, orðinn 86 ara gamall. í nærri 40 stiga hita daginn sem Norseman var afhentur ráðamönn- um í Walt Disney ævintýralandinu var Helge Ingstad sérstakur heið- ursgestur. Sannarlega átti þessi landkönnuður nútímans heima þama þar sem ævintýramanna lið- ins tíma var minnst. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að vel væri við hæfí að afhenda bátinn Þeir hefðu vart farið eins að og Bjami Heijólfsson fyrir þúsund árum er skip hans bar að ókunnri strönd. Svo var Bjami óforvitinn að hann sté ekki á land heldur hélt á brott áleiðis til Grænland. í Eyr- byggju segir svo um Bjama Heij- ólfsson og hans fólk: „...Hann svarar, at hann ætlaði at halda siðvenju sinni og þiggja at föður sínum vetrvist, - „ok vil ek halda skipinu til Grænlands, ef þér vilið mér fylgð veita.t Allir kváðusk hans ráðum fylgja vilja. Þá mælti Bjami: „Óvitrlig mun þykkja vár ferð, þar sem engi vár hefír komit í Grænlandshaf." En þó halda þeir nú í haf, þegar þeir váru búnir, ok sigldu þijá daga, þar til er landit var vatnat, en þá tók af byrina, ok lagði á norrænur og þokur, ok vissu þeir eigi, hvert at þeir fóra, ok skipti þat mörgum dægrum. Eptir þat sá þeir sól ok máttu þá deila ættir. Vinda nú segl ok sigla þetta dægr, áðr þeir sá land, ok ræddu um með sér hvat landi þetta mun vera, en Bjami kvezk hyggja, at þat myndi eigi Grænland. Þeir spyija, hvárt hann vill sigla at þessu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.