Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 33 Setuverkfall í Sjöfn: Fengu 7,5% hækkun frá 1. september STARFSFÓLK í tveimur deildum Efnaverksmiðjunnar Sjafnar var í setuverkfall hluta úr þremur dögum þessarar viku til að leggja áherslu á kröfur sínar um launa- hækkun. Sættir tókust við yfirmenn fyrirtækisins í gær og er vinna nú aftur með eðlilegum hætti. Það var starfsfólk í sápudeild og bleyjudeild, um 20 manns bæði karlar og konur, sem tóku þátt í verkfallinu. Allir starfsmenn deild- anna nema einn tóku þátt í aðgerð- um. Aðalsteinn Jónsson verksmiðju- stjóri og Sigurður Jóhannesson aðalfulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga náðu samningum við starfsfólkið. Launin hækka um 7,5% fá 1 sept- ember síðastliðnum og þá færast allir starfsmennirnir upp um einn launaflokk. Þetta jafngildir um 10% hækkun frá deginum í dag til ára- móta eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Fyrir hækkun voru flest allir starfsmenn þessara til- teknu deilda í Sjöfn með 128 krónur á tímann í dagvinnu. Forval Alþýðubandalags í Norðurlandi eystra: Sjö gefa kost á sér SJÖ manns gefa kost á sér í for- vali Alþýðubandalags í Norður- landskjördæmi eystra vegna næstu alþingiskosninga. Forvalið fer fram 6. desember og hafa einungis flokksbundnir Alþýðu- bandalagsmenn rétt til þátttöku. Þessir gefa kost á sér, nöfnin eru í þeirri röð sem þau voru dregin út: Svanfríður Jónasdóttir kennari Dalvík, Sigríður Stefánsdóttir bæj- arfulltrúi Akureyri, Örlygur Hnefill Jónsson lögfræðingur Húsavík, Steingrímur Sigfússon alþingis- maður Gunnarsstöðum í Þistilfirði, Bjöm Valur Gíslason stýrimaður Ólafsfírði, Benedikt Sigurðarson skólastjóri Akureyri og Auður As- grímsdóttir formaður Verkalýðs- félags Raufarhafnar, Raufarhöfn. Ekki er kjör bindandi í neitt sæti. Eftir forvalið gerir uppstill- inganefnd tillögur um skipan listans sem aukaþing kjördæmisráðs, sem væntanlega verður haldið í janúar, verður síðan að samþykkja. Ráðhús Dalvíkur. Farið versnandi á síðustu árum AFKOMA bæjarsjóðs Dalvikur hefur á síðustu árum farið versn- andi og hefur það leitt til aukinnar skuldasöfnunar og lak- ari veltufjárstöðu. Eins og víða tiðkast i bæjarfélögum þar sem nýr meirihluti myndast eftir kosningar og nýtt fólk tekur við störfum þá samþykkti bæjar- stjórn Dalvíkur á öðrum fundi sínum að fela löggiltum endur- skoðendum bæjarins að gera úttekt á fjárhagsstöðu bæjar- sjóðs miðað við 30. júní 1986 og eru þetta niðurstöður þeirrar úttektar. Verkið hófst í ágústmánuði s.l. og var einkum byggt á ársreikningi 1985, bókhaldi og fjárhagsáætlun ársins 1986. Niðurstöður úttektinnar voru teknar til umræðu á bæjarráðsfundi 17. október s.l. og bæjarstjóm 21. október. í greinargerðinni segir að á árunum 1983-85 hafi verið tekin ný lán talsvert umfram afborganir lána auk þess sem skammtíma- skuldir hækkuðu mjög á árunum 1984 og 85 en það hafi veikt mjög veltufjárstöðu bæjarsjóðs. Breyttist veltuíjárhlutfallið úr 0,75 í 0,42 á þessum ámm. Samtals námu skuld- ir bæjarsjóðs í árslok 1985 um 38 milljónum króna eða um 90% af heildartekjum ársins 1985. Þar af vom skammtímaskuldir bæjarins rúmar 16 milljónir króna. Ef geng- ið er út frá íbúatölu Dalvíkur í árslok 1985 jafngilda skuldir bæjar- félagsins 28 þúsundum króna á hvem íbúa. í lok greinargerðar sinnar segir endurskoðandi að ekki sé óþekkt að framkvæmdafé nægi vart fyrir fjármagnskostnaði sveitarfélaga og sé þá komið að ystu mörkum skuldasöfnunar. Þó mikið vanti á að slík staða sé komin upp hjá Dalvíkurbæ þá er talin ástæða til að draga úr skuldasöfnun og freista þess að bæta ijárhagsstöðuna m.a. með því að draga úr fjármagns- kostnaði. Morgunblaðið/Skapti Fjögur barnanna sem fengu verðlaun og viðurkenningu mættu á sýninguna en tvö voru fjarver- andi. Hér er hópurinn sem mætti ásamt leikurúm í Herra Hú og leikhússtjóra. Frá vinstri í fremri röð: Kjartan Róbertsson, Birgitta Baldursdóttir, Jakobína Hólmfriður Árnadóttir og Heiðar Hauks- son. Fyrir aftan eru, frá vinstri, Einar Jón Briem, þá Herra Hú sjálfur - Skúli Gautason - Inga Hildur Haraldsdóttir og Pétur Einarsson leikhússtjóri. Verðlaun afhent í teiknimynda- samkeppni Leikfélagsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Birgitta Baldursdóttir, sem hlaut 1. verðlaun. Fyrir ofan hana hangir verðlaunamyndin. EFTIR sýningu á bamaleikrit- inu Herra Hú á sunnudaginn var nokkrum börnum afhentar viðurkenningar fyrir teikning- ar sem þau sendu i samkeppni sem Leikfélagið gekk fyrir I tengslum við leikritið. Þrenn verðlaun voru veitt og þijú böm að auki fengu viður- kenningar. Myndimar áttu að sýna það sem krakkamir vom hræddust við og kenndi ýmissa grasa á sýningunni - en myndim- ar hafa hangið upp i leikhúsinu siðan Herra Hú var fmmsýndr. 1. verðlaun í samkeppninni hlaut Birgitta Baldursdóttir, 5. bekk Bamaskóla Akureyrar, 2. verðlaun Heiðar Hauksson i 6. bekk Síðuskóla og 3. verðlaun fékk Guðmunda Amardóttir í 3. bekk Húnavallaskóla í Húna- vatnssýslu. Þessi böm fengu innrammaða litmynd af Herra Hú og piff-paff prik, samskonar þvf sem hann notar i sýningunni og er vist nytsamt ef kunna að nota það auk þess sem Birgitta fékk bókina um Herra Hú áritaða af höfundinum Hannu Mákela og Nirði P. Njarðvík, sem þýddi bók- ina. Þrjú önnur böm fengu viður- kenningu eins og áður sagði, það vom Kjartan Róbertsson 7 ára úr Síðuskóla, Ámi Jóhannsson úr Oddeyrarskóla og Jakobína Hólm- friður Ámadóttir úr Oddeyrar- skóla. Tölvutæki s.f. kaupir Bókval JOLIN 1986 Jólamerkí Framtíð- arinnar JÓLAMERKI kvenfélagsins Framtíðarinnar á Akureyri er komið út. Merkið er gert af myndlistarkonunni Iðunni Ágústsdóttur og er prentað f prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Merkið er selt á Póststofunni Akur- eyri, Frímerkahúsinu og Frímerkja- miðstöðinni í Reykjavík. Félagskon- ur sjá um sölu merkisins á Akureyri. Merkið kostar 7 kr. og allur ágóði af sölunni rennur í elliheimilissjóð félasins. TÖLVUTÆKI s.f. hafa keypt verslunina Bókval, sem er á horni Kaupvangsstrætis og Skipagötu og munu nýju eigendurnir taka við rekstrinum 1. janúar 1987. Fyrri eigendur Bokvals em Aðal- steinn Jósepsson og fjölskylda og halda þau upp á 20 ára afmælis verslunarinnar um þessar mundir, í nýinnréttaðri verslun. Bókval selur auk bóka- og ritfanga skrifstofu- tæki frá Skrifstofuvélum h.f. og skrifstofuhúsgögn frá ýmsum aðil- um í Reykjavík. Tölvutæki s.f. hafa rekið verslun- ar- og þjónustufyrirtæki með al- hliða tölvubúnað og rekstrarvömr að Gránufélagsgötu 4 og annast útibú tölvudeildar Skrifstofuvéla h.f. á Akureyri siðastliðin tvö ár. Með þessum kaupum hyggjast eig- endur Tölvutækja s.f. breikka starfssvið fyrirtækisins og bjóða einstaklingum og fyrirtælqum allar vömr nauðsynlegar til skrifstofu- reksturs, allt frá flóknum tölvubún- aði til smæstu ritfanga. Auk þess mun fyrirtækið bjóða bækur, blöð, tímarit, teiknivömr og námsgögn eins og Bókval hefur gert i 20 ár. Eigendur Tölvutækja s.f. em bræðumir Unnar Þór og Jón Ellert Lámssynir. 42 atvinnulausir UM síðustu mánaðarmót voru 42 skráðir atvinnulausir á Akurei, 30 karlar og 12 konur. í október voru skráðir 750 heilir atvinnu- leysisdagar, sem svarar til þess að 33 hafi verið atvinnulausir allan mánuinn. Gefin voru út 78 atvinnuleysisbótavottorð i októb- er með samtals 543 heilum bótadögum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.