Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 51

Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 51 Þessir hringdu . . . Ljósbrúnt seðla- veski tapaðist Brynhildur hringdi: Föstudaginn 14. nóvembertap- aðist ljósbrúnt seðlaveski, fremur lítið, með skilríkjum. Ég _ var á leið úr Seljahverfi niður í Ármúla með strætisvagni númer 11 þegar þetta skeði. Kannski hef ég misst veskið á annarri hvorri stoppistöð- inni. Finnandi vinsamlegast hringi í s.76462. Hvar ertu Sigrún rakari úr Bolung- arvík? Kristín hringdi: Á Bolungarvík var Sigrún rak- ari með stofu eitt sinn en nú er hún flutt í Kópavoginn og hefur væntanlega opnað stofu þar. Mig langar að biðja þig Sigrún um að hafa samband við mig í síma 52105. Lyklar fundust Lögregluþjónn hringdi: Lyklar fundust við Sóleyjargötu og er eigandi þeirra beðinn að vitja þeirra í óskiladeild lögregl- unnar. Truflið meira á Stöðinni Rósa hringdi: Mér fínnst að þeir ættu að trufla meira af dagskránni á Stöð 2. Við sem eigum afruglara og borgum afnotagjöldin erum í raun að borga fyrir hina sem ekkert greiða fyrir að fá að horfa á sömu dagskrá jafnvel fram undir 21 á kvöldin. Þakkir til starfsfólks Sveinn og Helga hringdu: Hjartans þakkir og kveðja til lækna og hjúkrunarfólks á Borg- arspítalanum fyrir vellukkaða læknisaðgerð og sjúkrafólki fyrir góða ummönnun. Einnig viljum við færa læknum og hjúkrunarliði á Grensásdeild- inni hið sama. Síðast en ekki síst þökkum við þjálfunarfólki þar fyr- ir frábæra þjálfun og almættis handleiðslu. Við teljum að það gerist kraftaverk af og til á deild- inni. Að síðustu sendum við öllum sjúklingum kveðjur með ósk um góðan bata. Hann er dáinn en fær enn póst Kona hringdi: Ég bý í fjölbýlishúsi og hér bjó eitt sinn góður kunningi minn en hann dó fyrir um þremur og hálfu ári síðan. Þrátt fyrir þetta fær hann alltaf öðru hvoru bréf frá S.U.F., en þar sitja ungir fram- sóknarmenn við stjórnvölinn, eins og nafnið ber með sér. Ég hef margoft hringt í þá og beðið þá um að hætta þessum bréfasend- ingum til látins manns. Þeir hafa lofað öllu fögru en bréfin halda samt áfram að berast. Eins og gefur að skilja getur þetta verið viðkvæmt mál fýrir þá sem eftir lifa og þessi framkoma er því í alla staði óvetjandi. Veskið fór á glæ Ungur piltur hringdi: Aðfaramótt sunnudags 16. nóvember týndi ég svörtu veski með smellu ofan á í leigubíl. í því var nafnskírteinið mitt, ökuskír- teini og fleira. Þetta skeði í Hjarðarhaganum og er finnandi vinsamlegast beðinn að hringja í s. 618649. Fundarlaun. Fann úr Maður hringdi og kvaðst hafa fundið úr á Borginni á laugar- dagskvöldið síðasta. Eigandi er beðinn að hafa samband í s. 32607. Þagnarskyldan mikilvæg Gunnar Biering, yfirlæknir, skrifar f.h. Vökudeildar: Óánægð móðir skrifar grein í Velvakanda þ. 13.11 sl. þar sem vakin er athygli á því, að einn af starfsmönnum Vökudeildar Land- spítalans hafi brugðist þagnar- skyldu sinni. Við efumst ekki um, að móðirin fer með rétt mál, að öðrum kosti hefði hún ekki birt þessa ábendingu í íjölmiðli. Okkur þykir hinsvegar leitt, að greinarhöfundur sá sér ekki fært að ræða þetta mál við starfsfólk Vökudeildar, áður en ákvörðun var tekin um birtingu. Ekkigætt þagnarskyldu óánægð móðir hringdi: Ég hef orðið fyrir því að tiltek-* I in manneslga á Vökudeild Land- I spítalans hefur gerst æði málgefin lum málefni sjúklings sem þar 1 I hefur legið. Ég vil biðja alla sem I þama vinna að gæta þagnar- l skyldu, eins og þeim er boðið að [ gera, því margt fer fram á þess- \ ari stofnun sem hlutaðeigandi Ivilja ekki að fari út fyrir veggi I spítalans. Þessi gfrein hefur nú verið stækk- uð i því skyni að verða fólki á Vökudeild til áminningar um skyldur sínar. Draumvísa I nótt dreymdi mig að ég var staddur á Torgi hins himneska frið- ar og heyrði Maó fonnann kveða í gröf sinni: Gaman er að vera þar sem gullnar hallir skína og gustuk er að endurhæfa Deng í pólitík. Margur yrði þokkalegur kommissar í Kína þó kosningu hann nái ekki suðrí Grindavík. Suðumesjakarl Þagnarskylda er sífellt brýnd fyrir starfsliði Vökudeildar, eins og reyndar er stöðugt gert á öllum deildum sjúkrahússins. Eigi að síður verða slys af þessu tagi og ber að harma þau. Blaðagreinin hefur nú verið trjöl- földuð og stækkuð. Verður henni komið fyrir á Vökudeild þeim til íhugunar og áminningar, sem um deildina fara. Með þökk fyrir birtinguna. Algengustu heimilistækin, sem daglega eru i notkun og með öllu ómissandi geta sem best verið hinar mestu slysagildrur. Oll umsvif hinna eldri vekja forvitni og athafnaþrá barnanna. Leyfið þeim að taka þátt í störfum ykkar og leiðbeinið þeim. Munið ávallt „að hnífur og skæri eru ekki barnameðfæri.“ Allt of oft hafa börn hlotið djúp sár á eggjárnum þessum, sem skil- 1 in hafa verið eftir á glámbekk. /• Munið ávallt að taka hrærivélina eða hakkavélina úr sam- bandi þurfi að bregða sér frá. Litlar hendur geta auðveldlega fests í þessum heimilistækjum, og hlotið þá áverka, sem ekki verða bættir,. Terry Cooper Jenner Roth Að vera saman Helgarnámskeið med Teny Cooper og Jenner Roth 22. og 23. nóv. n.k. Tilgangur þessa námskeiðs er að skapa jákvætt andrúmsloft sem gerir f okkur kleift að ná þvi takmarki að vera við sjálf með öðrum. Námskeiðið er aðeins ætlað tijónum eða pörum. Áhersla verður lögð á hvernig hagnýta má það sem við lærum á námskeiðinu í daglegu lífi okkar og i sambandi okkar við þá sem skipta okkur mestu máli. ; Terry og Jenner munu kynna prógram sem við getum unnið eftir j þegar námskeiðinu lýkur. Námskeiðið er einstæð reynsla fyrir alla sem taka þátt og leiöir á eðlilegan hátt af sér andrúmsloft hlýju og trausts. { Hjónin Terry Cooþer og Jenner Rath starfrækja meðferðarmiðstöðina SPECTRUM i London. Pau hafa bæði langa reynslu og þjálfun sem therapistar innan mannuðarsálfræði og sálgreiningar. íslenskur Gestaltskóli Simi 18795 í $ i i y l GLÆSILEG ELDAVÉL MEÐ GLERHILLUBORÐI EK 1754 vélin er með blóstursofni og með venjulegum yfir- og undir- hita. Glerhelluborð með 4 hitaplöt- um. Fullkomln klukka. Kælt öryggisgler í ofnhurð. Grill- og kjöt- hitamælir. Hitaskúffa. Stillanlegir fætur. Litir: hvítur og brúnn. Blomberq Nóvemberkjör: Verð 49.305 stgr. Útborgun 5.000. í EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10 A - SlMI 16995 i i Planters I Heildsölubirgðin Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugötu 21 — Sími 12134.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.