Morgunblaðið - 19.11.1986, Side 15

Morgunblaðið - 19.11.1986, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 15 Ekki á morgun, ekki hinn ... Bókmenntir Jenna Jensdóttir Teikningarnar hafa ómetanlegt gildi og lýsa upp það sem er í les- máli. Meðan Rómaborg brann Bókmenntir Erlendur Jónsson Hver var Neró keisari? Brjálaður harðstjóri? Misskilinn listamaður? Kænn og bragðvís stjómmálamað- ur? Hugmyndir þær, sem mannkyns- sögulesendur hafa fram undir þetta gert sér af þessari furðulegu per- sónu, munu standa næst hinu fyrst talda. Eða hver ræður móður sína af dögum, svo dæmi sé tekið? Hver annar en vitfirringur sem þar að auki hefur gjörtapað bæði mann- dómi og siðgæði? Margan verður þó að setja fyrir- varann þegar horft er um öxl. í Rómaveldi keisaranna fólst upphefð eins í því að hann gæti rutt öðrum úr vegi. Jafnvel nánustu ættingjar kepptu miskunnarlaust um völdin. Frá sjónarhóli Nerós hefur þetta ekki litið eins hrikalega út og frið- samur lesandi í lýðræðislandi sér það fyrir sér nú á dögum. Harð- stjóm fyrirfinnst að sönnu enn víða um lönd. En allt slíkt er okkur fjar- lægt og óraunverulegt norður hér. Michael Grant dregur upp annars konar mynd af Neró en hina vana- legu, viðteknu; horfir á málin frá annarri hlið en tíðkanlegt er og skoðar efnið í víðara samhengi. Rómveijar á dögum Nerós voru svo vanir klækjum og refjum, laun- vígum og undirmálum, að mikið þurfti til að ganga fram af þeim með þess háttar atferli einu saman. Það mun því hafa verið annað í fari Nerós sem þeim þótti svo frá- leitlega hæfa keisara að til var tekið. í fyrsta lagi telur Grant að það hafí farið í taugarnar á mörgum Rómverjanum hversu Neró dáðist að grískri menningu, beinlínis dekr- aði við hana. Fyrir áhrif frá henni — en þvert á móti þeim hugmyndum sem við gerum okkur um keisara þennan — telur Grant að Neró hafi verið mildur drottnari og frábitinn hvers kyns hrottaskap. Því aðeins hafi hann rutt öðrum úr vegi að hann hafi verið hræddur um eigið skinn. Grant telur til að mynda að Neró hafi verið þvert um geð að samþykkja dauðadóma, þó svo að hann kæmist ekki hjá því, hefðar vegna. Þá telur Grant að Neró hafí verið umhugað að milda þá grimm- legu leika sem tíðkuðust í Róm um hans daga og almenningur þar virt- ist hafa svo gaman af, svo sem skylmingar þræla, villidýraat eða at dýra og manna. Þarna muni samt hafa verið við ramman reip að draga. Alþýðan heimtaði brauð og leika. Ogjafnvel keisarinn hafi ekki mátt við því að espa lýðinn á móti sér, spilltan og léttúðugan. Og brauðið — ekki mátti það heldur gleymast. Róm var stórborg, jafnvel á nútímamælikvarða. Kom varð því að flytja inn í miklum mæli frá fjarlægum löndum. Keis- ara var lífsnauðsyn að þeir flutning- ar gengju snurðulaust og telur Grant að Neró hafí jafnan gætt þess að nóg korn bærist til borgar- innar. Rómaveldi var á dögum Nerós hér um bil hið víðlendasta sem það nokkru sinni varð. Stríðsmaður var Neró ekki. En heimsveldið varð að verja þegar á það var ráðist. Hershöfðingjar báru hitann og þungann af slíkum átök- um, oftast á fjærstu útjöðrum. Þau mál íþyngdu Neró því lítt. Margs konar forréttindi fólust í því að eiga heima í Róm á tímum keisaranna. Borgin var miðdepill heimsins — þess sem Vestur- landabúar þekktu. Af bók Grant má fræðast margvíslega um dag- legt líf f Róm á dögum Nerós. Geysilegur auður var þama saman dreginn. Mannvirki frá þessum öld- um setja verulegan svip á borgina enn í dag. Róm var stjómsýslumiðstöð en framleiddi sáralítið. Hún var því eins konar sníkjudýr á þessu víðlenda ríki. Grant minnir á að fjöldi fólks hafí lifað á hinu opin- bera — lifað á sósíal eins og það mun nú kallað. En ekki var sú byrði lögð á borgarbúa heldur íbúa skatt- landanna sem skiptu tugum millj- óna. Hvað varð svo Neró að falli? Otalið er það sem mest fór fyrir bijóstið á fína fólkinu í Róm þegar það tók að vega og meta kosti og galla þessa keisara síns en það var daður Nerós við listir og íþróttir og áköf löngun hans til að keppa sjálf- ur. Slíkt og þvílíkt mun sjaldnast talið hæfa þjóðhöfðingja og munu Rómveijar hafa litið það sömu aug- um og nútímamenn. Þar við bættist Rómarbruninn mikli sem var alvar- legur atburður og sögulegur og átti eftir að tengjast nafni Nerós um ókomnar aldir. Því varð hann öðrum fremur tákn fyrir spillingu þá sem brátt tók að grafa undan þessu mesta heimsveldi allra tíma og að lokum lagði það í rúst. Bók þessi er bæði lífleg og læsi- leg og færir okkur furðunálægt lífi því sem þarna var lifað fyrir röskum nítján öldum — að því leyti sem við getum gleggst gert okkur það í hugarlund nú. Kannski var það líkara nútíma borgarlífí en margur mundi í fljótu bragði ætla. Texti Dags Þorleifssonar, studd- ur miklum fjölda mynda, er blaða- manns fremur en sagnfræðings. Endá mun ritið ætlað tii skemmtun- ar ekki síður en fróðleiks. Ekki á morgun, ekki hinn ... Jólaföndur og leikir. Texti og myndir: Ragnheiður Gestsdóttir. Mál og menning — Reykjavík 1986. Jólaföndur er orðið viss þáttur í desembermánuði ár hvert. Fönd- urbækur, föndurblöð — af nógu er að taka. Hér er komin út föndurbók — og leikja, sem er um leið íjölskyldu- saga. Krakkamir Atli og Inga eru aðal- persónur hennar ásamt foreldrum sínum, sem eru óþreytandi í því að vinna með bömunum að skemmti- legum og þroskandi undirbúningi fyrir jólin. Sagan hefst að morgni 1. des- ember. Atli vekur systur sína. Nú má opna fyrsta gluggann á jóla- dagatalinu. Sú hugmynd fæðist að gaman væri að búa sjálf til jóla- dagatöl. Það er strax hafíst handa. Það er frí í skólanum og mamma á einnig frí úr vinnunni. Hún er hugkvæm og áhugasöm. Dagamir líða. Bömin föndra eitthvað á degi hveijum. Athafnasemin leiðir af sér margar hugmyndir og allar verða þær að veruleika. Hver dagur á sitt verkefni: Að- ventukrans úr brauðdeigi, jólakort, jólasveinar, jólalukt. En of langt er upp að telja. Skemmtilegt föndur í skólanum og hjá ömmu og afa eykur á fjöl- breytnina. Náttúran, umhverfið — allt er talandi tákn um gnægð af verkefn- um til handa þeim sem vilja og geta unnið úr þeim á einhvem hátt. Snjórinn kallar á kristallaðar vetrarmyndir. Smáfuglar í vetrarhörku skapa hugmynd um lítið fuglabúr sem hengt er á tré úti í garði og geym- ir fræ handa svöngum fuglum. Kaflarnir í bókinni fylgja daga- talinu frá 1.—24. desember. í hveijum þeirra er ítarlega sagt frá því sem börnin búa til^ og hvaða vinnubrögð henta best. I lok hvers kafla er kynnt efni það er þarf að nota. í hverri opnu er önnur blaðsiðan með teikningum sem tengdar eru efni því sem fjallað er um í kaflan- um. ALDREIBETRA VERÐ kr. 265.000 í Þýskalandi þar sem kröfurnar eru mestar er Uno mest seldi bíllinn í sínum stærðarflokki. UMBOÐIÐ, Skeifunni8. Reykjavík Sími68 88 50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.