Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 19.11.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MÍÐVÍKUDÁGÚR19. NÓVBMBÉR 19§6 m Kynning á verkum Jónasar Arnasonar Hveragerðl LEIKPÉLAG Hveragerðis frumsýndi á laugardaginn bókmennta- kynningu á verkum Jónasar Amasonar i Hótel Ljósbrá í Hveragerði. Um 30 manns standa að þessari sýningu, en leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir. Sýningunni var mjög vel tekið, en að henni lokinni var dansleikur. Sýningin hlaut nafnið „Til Söngs", af því tilefni að nýlega er út komin bók eftir höfundinn sem hefur að geyma þjóðlagatexta og bar hún þetta heiti. Hér voru tekn- ir til meðferðar þættir úr Jám- hausnum og Skjaldhömrum. Fram komu 25 leikendur og þriggja manna hljómsveit lék undirleik á sýningunni, en auk þess unnu 5 manns við ýmis aðstoðarstörf við leiksýninguna. Leikstjóri var Ragn- hildur Steingrímsdóttir og Róbert Darling aðstoðaði við útsetningar laganna. Heiðursgestur á sýning- unni var höfundurinn Jónas Ama- son, sem mætti ásamt fjölskyldu sinni. í lok sýningarinnar var hann hylltur af leikhúsgestum sem tóku sýningunni með miklum fögnuði. Söng hann nokkur lög með leikend- unum og gestum, sem þökkuðu með miklu lófataki. Að sýningunni lokinni var hald- inn dansleikur sem fór hið besta fram. Leikfélagið mun hafa aðra sýn- ingu á bókmenntakynningunni í kvöld kl. 21.00 í Hótel Ljósbrá, en það fer eftir aðsókninni hve sýning- ar verða margar. Þetta er fyrsta verkefnið á þessu leikári. En Leikfélag Hveragerðis á 40 ára afmæli í ár og er ætlunin að taka eitthvað gott verk til sýn- ingar síðar í vetur. í stjóm LH em Vilhelm Ingi Guðmundsson formað- ur, Þórarinn Ólafsson ritari og Margrét Ásgeirsdóttir gjaldkeri. Sigrún. Gautur af lahæstí togarinn AFLI togaranna í október var 601,9 lestir, sem þykir nokkuð sæmilegt. Togaramir eru sex og skiptist aflinn þannig: Gautur 152,0 tonn, Bergvík KE 145,4 tonn, Dagstjarnan KE 108,2 tonn, Ólafur Jónsson GK 88,7 tonn, Aðalvík KE 65,9 tonn og Keilir RE 41,7 tonn. Bátaaflinn var 1.030,8 tonn, RE með 126 tonn og Hvalsnes aflahæstu bátamir vom Farsæll GK með 109 tonn. Úthafsrækju- GK með 134 tonn, Reykjaborg bátamir lönduðu 91,2 tonnum, Jöfur KE 67,5 tonnum í tveimur sjóferðum og Gunnjón GK var með 23,7 tonn i einni sjóferð. Aðeins einn bátur landaði síld í október. Stafnesið landaði 252 tonnum í tveim sjóferðum og var aflinn saltaður og frystur. - BB Togarinn Gautur við Njarðvikurbryggju. Gautur kom með mestan afla í október. Keflavík: Ályktun flokksráðs sjálfstæð- ismanna um utanríkismál VEGNA prentvillna í þessum kafla stjóramálaályktunar flokksráðs- fundar sjálfstæðismanna hér í blaðinu í gær er kaflinn endurbirtur: „Sú staðreynd að leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna urðu sammála um Reykjavík sem fundarstað, er mikil viðurkenning fyrir stefnu íslands í utanríkis- og vamarmálum. Með þessu er stað- fest að íslensk öryggismálastefna hefur stuðlað að stöðugleika, sem er ein helsta forsenda þess að sam- komulag takist um gagnkvæma takmörkun vígbúnaðar. Fundurinn minnir á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um mótun þess- arar stefnu og stjómað framkvæmd hennar hin síðustu ár. Hvatt er til þess að haldið verði áfram á þeirri braut að gera hlut okkar sjálfra sem mestan í viðleitninni til að tryggja vamir og öryggi þjóðarinnar. Jafn- framt verði séð til þess að vamar- viðbúnaðurinn sé ávallt í samræmi við öryggishagsmunina. Flokksráð- ið fagnar nýgerðu samkomulagi við Bandaríkjastjóm um sjóflutninga fyrir vamarliðið. Fundurinn ítrekar þá stefnu að samningar um afvopnun stuðla því aðeins að friði, að þar sé byggt á gagnkvæmni, tryggu eftirliti og auknum mannréttindum. Einhliða yfírlýsing um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum yrði ekki til þess að tryggja öryggi í okkar heimshluta. Fundurinn fagnar þeirri ákvörð- un utanríkisráðherra að opnuð skuli skrifstofa í Brussel, er sinni sér- staklega sambandinu við Evrópu- bandalagið sem er nú helsta viðskiptasvæði fslendinga í inn- og útflutningi. Er nauðsynlegt að sam- skipti íslands og Evrópubandalags- ins verði grandskoðað frá víðtækara sjónarhomi en því, sem lýtur að verslun og viðskiptum. Skorar flokksráðið á utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra að setja á fót samvinnunefndir fulltrúa atvinnu- lífs og stjómvalda til að huga að þessum málum. Fundurinn ítrekar fyrri sam- þykktir Sjálfstæðisflokksins um að mörkuð verði heildarstefna um innra öryggi landsins og fagnar Þakka heimsóknir og gjafir cettingja og vina á 80 ára afmœlisdegi mínum. Ennfremur þakka ég öllum þeim, sem sýnt hafa mér og fjölskyldu minni samúð vegna fráfalls dóttur minnar, Kristínar Önnu. Þórarinn Kristjánsson, Kambsvegi 4. OKEYPIS BÆKLINGUR Starfsframi, betri vinna, betri laun Eftir nám í ICS-bróf askólanum átt þú möguleika á auknum starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námiö heima hjá þór á þeim hraða sem þór hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón- ir manna nám i gegnum ICS-bréf askólann! Líttu á listann og sjáöu öll þau tækifæri sem þór gefast. ICS-brófaskólinn hefur örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír- teini í lok námskeiöa. Sendu miöann strax í dag og þú færö ÓKEYPISBÆKLINGsendaníflugpósti.(Setjiökrossíaöeins einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku. □ Tölvuforritun □ Almennt nám □ Rafvirkjun □ Bifvélavirkjun □ Ritstörf □ Nytjalist □ Bókhald □ Stjórnun □ Vólvirkjun fyrirtaskja □ Garöyrkja □ Kjólasaumur Q Innanhús- arkitektúr □ Stjórnun hótela og veitingastaöa □ Blaöamennska ' □ Kælitœkniog 4’ loftrassting Nafn: Heimilisfang:............................ ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High Street, Sutton, Surrey SM11PR, England. Hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi frumkvæði utanríkisráðherra í þessu máli. Fundurinn lýsir yfír áhyggjum sínum yfír því að al- þjóðleg skemmdarverkasamtök skuli hafa teygt anga sína til ís- lands og beitt ofbeldi í því skyni að knýja íslendinga til að hætta hvalveiðum í vísindaskyni. Þeir at- burðir sýna hversu vamarlausir við erum gegn vel skipulögðum öfga- hópum sem einskis svífast." Morgunblaðið/Sigrún. Jónas Áraason tók lagið með leikendum i lokin. önnur frá hægri er leikstjórinn Ragnhildur Steingrimsdóttír. Mikið úrval af dún- og vattfóðruðum barnaúlpum og samfestingum. Fallegar og vandaðar vörur á Torgverði, sem engan svíkur. AUSTURSTRÆTI 10 SIMI 27211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.