Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 26
26 MORGUNBLÁÐÍÐ, MIÐV1KÚDAGUR'Í9. NÓVÉMBÉR 1986 A TILBOÐI í KAUPFELÖGUNUM TORGINU OG DOMUS Ajgnablik PEYSUR Herrapeysur ggy Dömupeysur ggQ Dömupeysur qaa með V-hálsmáli OÍ74j Barnapeysur j-qq einlitar 090 j Barnapeysur munstraðar I «70. Spánverjar fá bætur fyrir þjóð- nýttar eignir Havana, Reuter. KÚBA mun greiða Spáni 40 millj. dollara i reiðufé og vörum í bætur fyrir eignir Spánverja, er þjóðnýttar voru 1959. Skýrði kúbanska fréttastofan Prensa Latina frá þessu á sunnudag. Þeir Francisco Femandez Ord- onez, utanríkisráðherra Spánar og Isidoro Malmierca, utanríkis- ráðherra Kúbu, undirrituðu samning um þetta á sunnudag, en það var síðasti dagurinn í opin- berri heimsókn Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar og fylgd- arliðs hans til Kúbu. Haft var eftir Gonzalez eftir viðræður hans og Fidels Castro Kúbuleiðtoga, að þeir hefðu orðið sammála um að styðja friðarvið- leitni svonefndra Kontadora-ríkja í Mið-Ameríku. Þessi ríki eru Mexíkó, Panama, Venezúela og Kolumbía. Vinna þau í samein- ingu að því að finna friðsamlega lausn með samningum á styrjöld- unum í Mið-Ameríku, þar á meðal á innanlandsstyrjöldinni í Nic- aragua. Gonzalez sagði ennfremur, að viðræðumar hefðu leitt í ljós, að hann og Castro væm sammála í afstöðu sinni til Falklandseyja, en Argentínumenn og Bretar háðu styijöld sín í milli út af eyjunum 1982. Bæði Spánn og Kúba styðja kröfu Argentínumanna til eyjanna og hafa jafnframt fordæmt þá ákvörðun Breta að lýsa yfir 150 mflna fiskveiðilögsögu við eyjam- ar. Gonzales lagði hins vegar áherzlu á, að þessa deilu yrði að leysa með samningum en ekki með valdi. Gonzalez kom til Havana á föstudag eftir að hafa heimsótt Ecuador og Perú. Ungveijaland: Áfengisbann á vinnustöðum Búdapest, AP. FRÁ og með 1. janúar næstkomandi verður bannað að selja og drekka áfengi á vinnustöðum í Ungveijalandi, að því er dagblað kommúnistaflokksins, sagði í gær. Hafði blaðið þetta eftir hinu verið gripið til svipaðra aðgerða í opinbera málgagni stjómarinnar, og liggja háar fésektir við því að bijóta þetta bann. Leyfð verður neysla drykkja með litlu áfengis- magni í utan vinnutíma, þegar sérstaklega stendur á, verið er að halda upp á afmæli eða eitthvað þess háttar. Að undanfömu hefur ýmsum kommúnistalöndum, þ.á. m. Sovétríkjunum. Bannað er að selja og veita þeim áfengi sem yngri eru en 18 ára, en sjaldan er spurt um aldur og auðvelt að verða sér úti um áfengi í skólum og öðmm stofnun- Ráðstafanir hertar gegn áfengisbölinu Vínarborg, AP. KOMMÚNISTAFLOKKURINN í Búlgaríu hefur gefið út þau fyr- irmæli, að áfengismagn það, sem framleitt er fyrir heimamarkað, verði minnkað um 50% á næstu fimm árum. Skýrði búlgarska fréttastofan BTA frá þessu í gær. I tilkynningu BTA var tekið fram, að stjómmálanefnd flokksins hefði falið ríkisstjóminni að koma á lög- gjöf með ákvæðum um „10% samdrátt árlega á framleiðslu áfengra drykkja fyrir heimamark- aðinn á næstu fimm árum.“ Stjómin er jafnframt „beðin um að herða á viðurlögum gagnvart öllum stofn- unum og embættismönnum, sem brjóta þau boð, er miða að því að draga úr áfengisbölinu." Fyrirmæli þessi voru gefin út á mánudag, sama dag og kunngerðar voru strangar ráðstafanir í öðm kommúnistaríki, Ungveijalandi, til að draga úr sölu áfengis. Eiga þess- ar ráðstafanir að ganga í gildi í byijun næsta árs. Mikil herferð gegn misnotkun áfengis er þegar í gangi í ýmsum öðrum kommúnistaríkjum, þar sem fjöldi áfengissjúklinga er mikill, þar á meðal í Sovétríkjunum sjálfum. Stjómmálanefnd búlgarska kom- múnistaflokksins lét í ljós mikla gremju yfír ótilgreindum „ríkis- stofnunum fyrir að fylgja ekki fyrirmælum flokks og ríkis“ um leiðir til að draga úr áfengisneyzlu. Fréttastofan BTA greindi einnig frá því, að stjómmálanefndin hefði lagt til, að tekið yrði hart á heimabruggi. Fídel Castro tekur á móti Felipe Gonzalez á flugvellinum í Havana. Kúba: Sovétríkin: Búlgaría: Sokolov viðstaddur fund æðsta ráðsins Moskva.AP. ER haustfundur sovéska æðstar- áðsins hófst í Moskvu i gær, var Sergei L. Sokolov, varnarmála- ráðherra Sovétríkjanna, við- staddur. Hann hafði þá ekki sést opinberlega síðan 9. okt. sl. A fundinum verður efnahagsá- ætlun fyrir árið 1987 rædd og drög að lögum, þar sem einkarekstur yrði leyfður í ríkari mæli, í sam- ræmi við tillögur Gorbachev um umbætur í efnahagsmálum. Boris I. Gostev, fjármálaráðherra Sov- étríkjanna, sagði að útgjöld til Sergei L. Sokolov. vamarmála myndu aukast á næsta ári, en vestrænir sérfræðingar draga mjög í efa að hinar opinbem tölur um útgjöld til hemaðarmála séu réttar. Kína: Drjúgar tekjur Bonn. Reuter. AÐALRITARI kínverska kommúnistaflokksins, Hu- Yaobang, sagði í viðtali við vestur-þýska blaðið Die Welt í gær, að til væru þeir for- stjórar einkafyrirtækja í Kina, er hefðu jafn miklar tekjur og Ronald Reagan for- seti Bandaríkjanna. Hu-Yaobang kvað þá að vísu ekki vera marga og vildi ekki gefa upp neinar tölur, en sagði að þó að tekjur sem væm vel yfir meðallagi yllu að vissu leyti erfíðleikum, þá væri nauðsynlegt að leyfa einkarekstur samhliða ríkisrekstri. a.m.k. enn um skeið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.