Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 32

Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 32
$2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÖVEMBER 1986 Skýrarí ákvæði en áður um réttindi lækna er að finna í frumvarpi til nýrra læknalaga Frumvarp til læknalaga: Skyldur og réttindi lækna Háðir eftirliti landlæknis - Óheimilt að starfa eftir 75 ára aldur Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar á þingi SÞ: Fulltrúi Islands mun ekki greiða atkvæði Fram hefur verið lagt stjórn- arfrumvarp til læknalaga í 8 köflum og 33 frumvarpsgrein- um. Fyrsti frumvarpskaflinn fjallar um lækningaleyfi, annar um réttindi lækna, þriðji um skyldur lækna, fjórði um ávi- sanir lyfja, fimmti um skottu- lækningar, sjötti um almenn ákvæði, sjöundi um viðurlög og áttindi um gildistöku laganna. Helztu nýmæli frumvarpsins eru: 1) Nýskipan varðandi almennt lækningaleyifí, þ.e.a.s. að í stað Viðræður hefjast á ný við tannlækna læknadeildar og landlæknis meti nefnd skipuð landlækni, fulltrúa læknadeildar Háskólans og fulltrúa Læknafélags íslands umsóknir. 2) Skýrari ákvæði eru um hvem- ig læknadeild metur menntun, sem fengin er erlendis. 3) Sú aðalregla er sett að þar sem læknanemum er heimilað að starfa sem læknar skuli þeir starfa með lækni. 4) Skýrari ákvæði eru sett um réttindi lækna. 5) Sama máli gegnir um skyldur iækna. Hér er að fínna skylduá- kvæði um tilkynningu til landlæknis um mistök eða vanrækslu sem læknir verður var við í starfí sínu. 6) „Það eru skottulækningar er sá, sem ekki hefur leyfí samkvæmt lögum þessum, býðst til þess að taka sjúklinga til lækninga, gerir sér lækningar að atvinnu, auglýsir sig eða kallar sig lækni, ráðleggur mönnum og afhendir þeim lyf, sem lyfsalar mega einir selja". 7) Lögð er til sú stefnumarkandi aðalregla að lækni sé óheimilt að reka sjálfstæða lækningastarfsemi eftir 75 ára aldur. 8) í gildandi lögum er ráðherra heimilt að svipta lækni lækninga- leyfí tímabundið. Samkvæmt þessu frumvarpi er eingöngu gert ráð fyr- ir sviptingu að fullu. 9) Hlutur Læknafélags íslands er aukinn, hvað varðar afskipti af starfsemi Iækna og skipulagningu. FULLTRÚI íslands mun ekki greiða atkvæði með tiliögu Svíþjóðar, Mexíkó og fleiri ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun kjam- orkuvíghúnaðar („frystingu“). Hann mun sitja hjá við atkvæða- greiðslu um tillöguna á allsherj- arþinginu á sama hátt og gert hefur verið í fyrstu nefnd þings- ins og við afgreiðslu tillögunnar á fyrri þingum. Þetta kom fram í svari Matthias- ar Á. Mathiesen, utanríkisráð- herra, við fyrirspum Kristínar Ástgeirsdóttur (K.-Rvk.) á Alþingi í gær. Utanríkisráðherra sagði, að tillagan væri í öllum meginatriðum óbreytt frá fyrri tíð. Að vísu hefði verið felld niður setning sem áður var í henni og fól í sér gagnrýni á vamarstefnu Atlanthafsbandalags- ins. Hins vegar væm enn í tillögunni ýmsar vafasamar fullyrðingar, t.d. um að jöfnuður væri með risaveld- unum í hemaðarmætti og þannig horft framhjá gífurlegum yfírburð- um Sovétmanna á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Ráðherra benti á, að „frysting" myndi t.d. ekki hafa áhrif á flugvéla og kafbátavamir Sovétmanna, sem væm gífurlega öflugar með hefðbundnum vopnum og myndu halda áfram að eflast. Þannig væri með framkvæmd til- lögunnar dregið úr stöðugleika og aukið á óvissu þegar til lengri tíma væri litið. Hann sagði að smám saman hefðu menn færst frá hug- myndum um frystingu, sem síðan yrfi að fylgja eftir með tímafrekum og erfíðum viðræðum um niður- skurð. Nú þætti eðlilegra að ræða fyrst um afvopnun og síðan um aðgerðir til að tryggja jafnvægi og öryggi til langs tíma. Matthías Á. Mathiesen sagði, að menn fyndu það ennfremur tillögu Svíþjóðar, Mexíkó o.fl. ríkja til for- áttu að í henni væri aðeins almennt orðað og alls ófullnægjandi orðalag um eftirlit. „Það verður aldrei of oft lögð áhersla á mikilvægi þess að eftirlitið sé fullnægjandi og þannig að aðilamir geti unað við það og treyst," sagði hann. Loks sagði utanríkisráðherra, að á undanfömum vikum og mánuðum hefðu afyopnunarmálin tekið nýja stefnu. Á fundi leiðtoga risaveld- anna í Reykjavík hefði verið fjallað um stórfelldan niðurskurð á birgð- um kjamorkuvopna og bæði ríkin hefðu þar sýnt vilja til að skera niður birgðir þessara vopna, en ekki aðeins að „frysta" núverandi ástand. Þessar viðræður væm enn í gangi og það væri undir þessum ríkjum komið hvort árangur næðist eða ekki. „Það er ankannalegt að á sama tíma og risaveldin em að ræða sín á milli um niðurskurð skuli önnur ríki halda fast við hugmynd- ir um „frystingu". „Frysting" kemur meira að segja varla til greina lengur sem fyrsta skref í viðræðum risaveldanna í átt til af- vopnunar," sagði ráðherrann. Hann benti á að Sovétmenn hefðu t.d. aðeins talað um „frystingu" þegar þeir hefðu haft greinilega yfírburði á sviði meðaldrægra kjamorku- vopna í Evrópu fyrir fjórum ámm. Það kom fram í máli utanríkis- ráðherra að tvö vestræn ríki, sem í fyrra sátu hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna, hefðu nú greitt at- kvæði gegn henni í fyrstu nefndinni. Hér er Lúxemborg og Vestur- Þýskaland að ræða. Af ríkjum Atlantshafsbandalagsins vom það aðeins Danir, Norðmenn og Grikkir sem greiddu tillögunni atkvæði. Þijú ríki, ísland, Spánn og Holland, sátu hjá, en önnur NATO-ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni. Kosið 1 bankaráð Seðlabankans: Þrír úr sljórnarliðinu o g tveir stjórnarandstæðing'ar Haraldur Ólafsson náði ekki endurkjöri „Óheppilegt að þarna skyldi myndast við- reisnarmeirihluti,“ segir Páll Pétursson RAGNHILDUR Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, sagði á Alþingi í gær, að samningaviðræður milli Tann- læknafélags íslands og Trygg- ingastofnunar ríkisins færu aftur af stað á næstu dögum. Viðræðumar hafa legið niðri um nokkurt skeið. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspum frá Kolbrúnu Jóns- dóttur (A.-Nv.). Ragnhildur Helgadóttir minnti á, að tannlækn- ar hefðu sett sér einhliða nýja gjaldskrá frá og með 1. ágúst s.l. eftir að slitnaði upp úr viðræðum þeirra við Tryggingastofnun ríkis- ins. Eftir það hefði verið sett sérstök gjaldskrá á vegum ráðuneytisins, en jafnframt kvaðst ráðherra hafa beitt sér fyrir því að samningavið- ræður hæfust á ný. Ráðherra sagði, að fulltrúar Tannlæknafélagsins og Trygginga- stofnunarinnar hefðu farið til Norðurlanda til að kynna sér tann- iæknaþjónustu þar og gjaldskrár- mál, ennfremur hefðu embættis- menn kannað hvaða þýðingu niðurfelling tolla og gjalda á rekstr- arvömm og tækjum hefði til lækkunar á tannlæknakostnaði. Þeir aðilar sem farið hefðu til Norð- urlanda hefðu þegar skilað skýrslu um ferðina og nefndin um niðurfell- ingu tolla og gjalda hefði skilað tillögum í síðustu viku. Þessi gögn hefðu verið send hlutaðeigandi aðil- um og í framhaldi af því hæfust samningaviðræður nú á ný. fluwnci SAMEINAÐ þing kaus í gær fimm menn og jafnmarga vara- menn í bankaráð Seðlabankans til næstu fjögurra ára. Einnig voru kosnir tveir skoðunarmenn bankans til sama tíma. Fram komu tveir. listar, A-listi sem studdur var af Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokknum og B-listi sem studdur var Alþýðu- bandalaginu og Alþýðuflokknum. Þingkonur Kvennalistans tóku ekki þátt í kosningunni. Af A-lista vom bomir fram sem aðalmenn Ólafur B. Thors forstjóri, Davíð Aðalsteinsson, alþingismað- ur, Guðmundur Magnússon prófess- or og Haraldur Ólafsson, alþingis- maður. Af B-lista vom bomir fram sem aðalmenn Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri og Bjöm Bjöms- son hagfræðingur. Af A-lista vom bomir fram sem varamenn Davíð Sch. Thorsteinsson framkvæmda- stjóri, Leó Löve framkvæmdastjóri, Halldór Ibsen framkvæmdastjóri og Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Af B-lista vom bomir fram sem varamenn Birgir Bjöm Siguijóns- son hagfræðingur og Davíð Björns- son hagfræðingur. Þingsalurinn var þéttskipaður er kosning, sem var skrifleg, fór fram. Aðeins ei.in þingmaður, Pétur Sig- urðsson (S.-Rvk.), var fjarstaddur og hafði forseti tilkynnt um fjar- vem hans í upphafi fundar. Einnig hafði verið tilkynnt um fjarvem Þórarins Siguijónssonar (F.-SI.), en hann kom á þingfundinn og greiddi atkvæði. Samtals vom því 59 viðstaddir kosninguna. A-listi fékk 37 atkvæði og þijá menn kjöma, B-listi 19 atkvæði og tvo menn kjöma. Þrír skiluðu auðu og má ætla að það hafí verið þing- konur Kvennalistans, sem áður höfðu upplýst um þá fyrirætlun sína. Samkvæmt þessu sitja nú sem aðalmenn í bankaráði Seðlabankans þeir Ólafur B. Thors, Davíð Aðal- steinsson, Guðmundur Magnússon, Þröstur Olafsson og Bjöm Bjöms- son. Varamenn em Davíð Sch. Thorsteinsson, Leó Löve, Halldór Ibsen, Birgir Bjöm Siguijónsson og Davíð Bjömsson. Skoðunarmenn vom kjömir end- urskoðendumir Ema Hauksdóttir af A-lista og Gunnar R. Magnússon af B-lista. Ef A-listi stjómarflokkanna hefði fengið einu atkvæði fleira en raun varð á (þ.e. ef Pétur Sigurðsson hefði mætt á þingfund og greitt list- anum atkvæði) hefði orðið að varpa hlutkesti um flórða mann listans og annan mann B-listans. í Seðla- bankaráði því, sem nú lætur af störfum, sátu flórir fulltrúar kosnir af stjómarliðum á Alþingi og einn fulltrúi kosinn af stjómarandstöð- unni. Það er Haraldur Ólafsson (F.-Rvk.) sem víkur með þessum hætti úr bankaráðinu. Jónas Rafn- ar, fyrrverandi formaður bankar- áðs, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og í stað hans kemur Guðmundur Magnússon prófessor inn í ráðið. Framsóknarmenn vom ekki án- ægðir með kosninguna í bankaráð Seðlabankans. Þeir bentu á, að ef hlutkesti hefði farið fram hefðu verið jafnar líkur á kjöri Haraldar Ólafssonar og fulltrúa stjómarand- stöðunnar, en vegna fjarvem eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins hefðu sá möguleiki verið útilokaður. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann væri óánægður með kosninguna og úrslit málsins hefðu komið framsóknarmönnum mjög á óvart. „Ég lét sækja Þórarinn Sig- uijónsson út í bæ, þegar ég frétti um fjarveru hans í upphafí fund- ar,“ sagði Páll. Taldi hann að Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, hefði á sama hátt átt að láta ná í Pétur Sigurðsson. „Ég er ekki að gera að því skóna að hér sé um ásetning að ræða hjá sjálfstæðis- mönnum," sagði Páll, „heldur er þetta fyrst og fremst klaufaskapur hjá þeim. Ég tel óheppilegt að þama skyldi hafa myndast viðreisnar- meirihluti." Ríki og ríkis- stofnanir: Ekkert tóbak „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að afnema tób- aksveitingar á vegum ríkisins og opinberra stofnana". Þannig hljóðar tillaga til þingályktunar sem Páll Péturs- son (F;-Nv.) hefur lagt fram á þingi. í greinargerð er vitnað til laga um tóbaksvamir frá 1984, sem gefíð hafi góða raun. „Það er óviðeigandi", segir og í grein- argerðinni, „að ríki eða ríkis- stofnanir veiti lengur tóbak á fundum eða í samkvæmum, þótt hér sé ekki lagt til algjört reykingabann".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.