Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 50
I I > ( I 50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 tteCAAIlll Með morgunkaffinu Auðvitað veit ég hvernig ég get orðið vinsæll með- al strákanna vina, en mamma bannar mér það. HÖGNI HREKKVÍSI Tölvubankar í Reykjavík Mælirinn er fullur Katrín S. Theodórsdóttir skrifar Mig langar að vekja athygli á þessum fullkomnu tölvubönkum hér. Yfirmenn bankanna segja að það eigi ekki að vera hægt að gera neina vitleysu. En þann 3. október kl. 1.07 e.h. henti mig það óhapp í Grensásútibúi Iðnaðarbankans að setja umslag með innleggspening- um, kr. 11.000, á vitlausan stað í tölvubankann. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði viðskipti á þenn- an hátt. Eg setti umslagið inn fyrir ofan innleggshólfíð í gegnum örlitla rifu vegna vankunnáttu. Nokkrum dögum seinna skeður það að ávísanareikningur minn er kominn yfír og það sem skeði var að þessar 11.000 krónur höfðu ekki fundist í tölvubankanum og þar af leiðandi ekki lagst inn á minn reikn- ing. Þegar farið var að kanna þetta mál var tölvubankinn tekinn í sund- ur og athugaður en ekkert fannst. Mér var sagt af útibússtjóranum að þar sem ég hafði sett umslagið með peningunum inn um ranga rifu væri skaðinn alfarið minn. Það sem hins vegar gerist svo hugsanlega er að umslagið fer inn á hillu fyrir ofan innleggshólf og einhver við- skiptavinur bankans sem kemur á eftir mér hefur fengið það í hend- ur. Ég hef ekkert í höndunum til að sanna mál mitt og þar sem ein- hver mætur viðskiptavinur Iðnaðar- bankans hefur haft geð í sér til þess að hirða þennan pening í stað- inn fyrir að skila bankanum þá vil ég vara fólk við sem er að skipta við tölvubankann í fyrsta sinn; hið ómögulega er vel mögulegt og bankinn fírrir sig allri ábyrgð. Mig langar að láta í ljós skoðun mína á fréttaflutningi af málefnum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ég er starfsmaður innan BSRB og launin eftir því. Ég get ekki samþykkt að laun starfsmanna Hjálparstofnunarinnar séu sett upp með ferðakostnaði, feijukostnaði og dagpeningum og sett samasem merki á milli þessara liða og launa þeirra. Ég veit sem starfsmaður innan BSRB hve algengt það er að menn fari erlendis, fái kostnað greiddan og dagpeninga og þetta er ekki greitt sem laun. Ég skora á fólk að kynna sér þetta betur áður en það dæmir og ég vil undirstrika að mér fínnst ómaklega að starfsfólki Hjálparstofnunar kirkjunnar vegið. Eru allir búnir að gleyma öllu mold- rokinu, hvað með Islendingana sem fóru til Eþiópíu á vegum stofnunar- innar og tóku þátt í að bjarga fjölmörgum mannslífum. Ég lýsi furðu minni á fréttaflutningi manna sem undir skjóli þess að vera frétta- menn rakka niður fólk og stofnanir og með sefjun fá fólk til að trúa hræðilegum hlutum sem ekki eru til, Jjetta er sefjun. Ég vil taka undir orð ritstjóra Morgunblaðsins er hann segir að blöð eigi ekki að vera dómur en hins vegar geti skrif þeirra vegið þyngra en dómur. Starfsmaður innan BSRB Víkverji skrifar * Ahugavert var að sjá viðtöl við fulltrúa á Kirkjuþingi í sjón- varpi um helgina. Á þinginu var rætt mikið um þjóðfélagsmál og hvort kirkjan eigi að taka beinan þátt í dægurmálum eða ekki. Greinilegt er að þar sýnist sitt hveij- um, t.d. kom þar fram í áðumefnd- um viðtölum að sumir hveijir vilja að kirkjan skipti sér af dægurmál- um, en aðrir segja, að kirkjan eigi að gegna sínu uppeldishlutverki og hafa þannig óbein áhrif á dægur- málin — í gegnum stjómmálamenn- ina. Dægurmál geta oft og tíðum verið mikil hitamál og víst getur það skaðað kirkjuna, að vasast um of í slíkum málum, því að ljóst er að þótt menn séu geistlegir eins og kallað er, þurfa sóknarbömin ekki endilega að vera klerki sínum sam- mála. Og fari hann að skipta sér um of af heitum dægurmálum — þá færist deilan aðeins inn fyrir kirkjudyrnar og spuming er hvort það sé kristni til framdráttar. Spurning er hvort kirkjan á ekki aðeins að einbeita sér að boðun fagnaðarerindisins, en láta dægur- málin liggja milli hluta. XXX á em „Hvalirnir“ farnir að fljóta á nýjan leik í Reykjavík- urhöfn. í fyrrinótt tókst að ná síðari „Hvalnum" upp, en hinn fyrri flaut upp á mánudag. En þar með er ekki öll sagan sögð. Nauðsynlegt verður að gæta þessara skipa, því að þeir erlendu hermdarverkamenn, sem sökktu þeim um næstsíðustu helgi, ganga enn lausir og eru til alls vísir á nýjan leik. Höfuðpaurinn, Paul Watson, er meira að segja fram- bjóðandi við sveitarstjórnarkosn- ingar í Vancouver í Kanada, þótt hann hafí kolfallið þar í kosningum um helgjna. Hann hlaut þó 15.063 atkvæði, en hann var þar frambjóð- andi Græna flokksins, sem svo er kallaður. Talsmaður flokksins, sem ber íslenzkt ættamafn og heitir Murray Gudmundsson, sagði í sam- tali við fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum, að ekki hafí verið vitað um fyrirætlanir Watsons á íslandi, þegar hann var valinn til frambjóðanda. Flokkurinn hafí ekki tekið afstöðu til skemmdarverk- anna á íslandi. XXX Um helgina gerðist sá dularfulli atburður að allar símalínur lögreglunnar urðu uppteknar í einu og sama vetfangi. Þetta gerðist um klukkan 20 og stóð meira og minna fram til klukkan 03 um nóttina. í fyrstu var talið að um bilun væri að ræða og því var ekkert gert í því að reyna að finna hveijir að þessu stæðu. Þó munu símar lög- reglunnar vera með þeim útbúnaði að unnt er að fínna þann, sem í þá hringir. Því var ekki unnt að hafa upp á þeim, sem að þessu ati stóðu. Þegar menn svo áttuðu sig á því, að um samtök var að ræða, var engin vakt hjá Landsímanum og því ekki unnt að rekja hvaðan símtölin komu. Þetta vekur umræðu um það, hvort öryggismálum í þessu þjóð- félagi okkar sé nægilega sinnt. Fyrir rúmri viku var hvalbátunum sökkt eins og fyrr er vikið að og nú eru símar lögreglunnar gerðir óvirkir í einu vetvangi, þar sem samtök eru um að hringja skipulega í síma lögreglunnar. Þessi tvö at- vik, sem gerast með viku millibili hljóta að vekja yfirvöld til um- hugsunar um það, hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að auka öryggis- gæzlu á sem flestum sviðum í þessu þjóðfélagi okkar. Annað er ekki hægt eigi öryggi borgaranna að vera tryggt. XXX Varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, Bessý Jóhannsdótt- ir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að gefa fijálsa sölu á áfengi, þ.e.a.s. hún vill fírra ríkis- valdið því að þurfa að sitja uppi með miklar birgðir áfengis, en vill að umboðsmennimir sjálfir annist birgðahald það, sem ÁTVR hefur með höndum nú. Hún hefur lýst því að þetta sé aðeins angi af stærra máli, þ.e. að ríkið sé ekki að vasast í því, sem einkaaðilar geti eins vel leyst af hendi. Innflytj- endumir setji síðan á fót áfengis- verzlanir í stað verzlana ÁTVR og telur hún að ríkisvaldið geti með þessu sparað sér um 300 milljónir króna. Með öðmm orðum, Bessý vill að ríkið afsali sér einokun á sölu áfengis eins og gert hefur ver- ið hvað tóbak varðar, enda telur hún óafsakanlegt að ríkisvaldið selji vímuefni og hafí á því einkaleyfí. Þótt þessi háttur sé hafður á vill varaþingmaðurinn ekki að áfengi lækki í verði — nota eigi það eftir sem áður sem tekjulind fyrir ríkis- sjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.