Morgunblaðið - 19.11.1986, Page 20

Morgunblaðið - 19.11.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Endurskoðandi Hafskips segir frá _________Bækur Björn Bjarnason Hafskip gjörningar og gæslu- varðhald eftir Helga Magnússon útg. Frjálst framtak 1986 272 blaðsíður, myndir, nafna- skrá. Helgi Magnússon var endurskoð- andi Hafskips hf. í fjórtán ár, fyrst í þjónustu annarra en síðan á eigin vegum. Hann hefur nú ritað bók, er skiptist í þijá hluta: 1) lýst er 3ja vikna gæsluvarðhaldi hans í fangelsinu í Síðumúla síðastliðið vor; 2) rætt er um málatilbúnað skiptaréttar og ágreiningsatriði vegna reikningsfærslu fyrir Haf- skip; og 3) saga Hafskips er rakin. Höfundur telur tilgangi sínum með ritun bókarinnar náð, ef honum tekst að draga upp heillega mynd af rekstri Hafskips og vekja al- menning og yfírvöld til umhugsunar og aðgerða vegna þess „réttarfars- hneykslis", sem hann segir að hafi átt sér stað í meðferð gjaldþrota- málsins. Þá andæfir hann umfjöllun fjölmiðla. Hafskipsmálinu er alls ekki lokið. I sama mund og þessi bók endur- skoðanda fyrirtækisins er kynnt, skilar nefnd, sem rannsakað hefur samskipti Hafskips og Útvegs- bankans á vegum Alþingis sam- kvæmt tilefningu Hæstaréttar, skýrslu sinni. Þeir, sem bera bókina og þá skýrslu saman, sjá, að álita- málin eru mörg, ekki síst að því er varðar uppgjör á eignum fyrirtækis- ins. í ljós kemur, að bankinn hefur í einu og öllu treyst á upplýsingar frá fyrirtækinu, þegar hann mat tryggingar fyrir skuldum þess. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur sérstaklega kannað þennan þátt málsins. Þeir, sem telja sig hafa verið misrétti beitta, hvort heldur með gæsluvarðhaldi eða öðru, geta leitað réttar síns fyrir dómstólun- um. Hitt er þó eins víst, að það sár grói aldrei, sem handtökumar ollu. Spumingu um „réttarfars- hneyksli" er hvorki svarað í bók Heiga Magnússonar né í skýrslunni um viðskipti Hafskips og Útvegs- bankans. Hitt er ljóst, að þeir, sem vinna að rannsókn og úrvinnslu málsins á opinbemm vettvangi, hafa gengið markvisst fram við öflun upplýsinga. Það blasir einnig við, að síður en svo em allir á einu máli um framgöngu skiptaréttar og Rannsóknarlögreglu ríkisins og þar ber að sjálfsögðu hæst þá ákvörðun VÖRU' BllSQÚRAR! H.M.F. og NUMMI sturtutjakkar. SUNFAB stimpildælur. HAMWORTHY tannhjóladælur. NORDHYDRAUUK og HAM- WORTHY stjórnlokar. Loft- og rafmagnsstjórnbúnaður. Drifsköft - margar gerðir. Viðgerðar- og varahlutaþjónusta. LANDVElAfíHF SMIEUU/EGI66. KÓPAVOGI. S. 9176600 að setja sex forsvarsmenn Hafskips í gæsluvarðhald. Helgi Magnússon staldrar svo sérstaklega við það, sem fréttist af yfirheyrslum úr fangelsinu, og hann fullyrðir á ein- um stað, að „talsmenn rannsóknar- lögreglunnar" hafi „fóðrað fjölmiðla á röngum upplýsingum". Þessi hlið málsins er enn óljós og er nauðsyn- legt, að hún skýrist eins og annað. Þegar lesin er lýsing Helga Magnússonar á viðbrögðum hans eftir handtökuna, hlýtur lesandinn að álykta sem svo, að höfundur hafí góða stjóm á sér og eigi auð- velt með að laga sig að hinum erfíðustu aðstæðum. Sú ákvörðun að rita og gefa út þessa bók sýnir eindreginn vilja til að berjast til þrautar fyrir eigin málstað og rétti. Er það í góðu samræmi við það kapp, sem höfundur lagði til dæmis á að fá að neyta atkvæðisréttar síns í sveitarstjómarkosningunum á liðnu vori, þótt hann sæti í varð- haldi. Fékk hann sínu framgengt þar, greiddi atkvæði utan kjörstað- ar og fór sjálfur með seðilinn á flokksskrifstofu í fylgd lögreglu- manns. Og hann segist hafa gengið út úr fangelsinu að lokum „harðá- kveðinn í því að ná rétti mínum og því mannorði sem ég hafði verið rændur með svo svívirðilegum hætti." Höfundur lýsir eigin hugleiðing- um um tilgang gæsluvarðhalds, sem hann segist hafa litið á sem „sálarlega þvingunaraðferð til að láta menn játa“. Og enn fremun „Þetta varð auðvelt að setja í bún- ing og kalla einhvetjum laganöfn- um. Þannig var stundum rætt um að koma þyrfti í veg fyrir að menn kæmu sönnunargögnum (t.d. morð- vopnum, líkum) fyrir kattamef, samræmdu framburð eða væru umhverfínu hættulegir vegna of- beldis." Segist höfundur ekki hafa orð á sér sem ofbeldismaður. Tæp- lega hafi hann getað spillt gögnum, þar sem lögreglan hefði tekið allt, er varðaði Hafskip, úr fórum hans. Og þá segir: „Og ef menn veltu fyrir sér mögulegri samræmingu framburða — þá hafði alla vega verið hálft ár til þess og aðgerðin af þeirri ástæðu fáránleg!" Því miður upplýsir höfundur ekki lesendur sína skipulega um það, hvað gerðist í yfírheyrslunum. Ná- kvæm frásögn af því hefði gert þeim fært að meta, hvort lögreglan hefði verið að leita af sér allan grun um samræmdan framburð. I bókum manna um óréttmæta fangavist er oftast skýrt í smáatriðum frá því, sem fór á milli þeirra og yfirheyrslu- manna. Helgi Magnússon segir aðeins frá orðaskiptum sínum við lögregluna daginn, sem hann var handtekinn, það er áður en hann vissi, að hann yrði lokaður inni í fangelsi. Síðan lýsir hann því, að á tíunda degi gæsluvarhaldsins hafí réttargæslumaður hans kvartað undan aðgerðarleysi við yfírheyrsl- umar, þar sem Helgi hafði aðeins einu sinni verið kallaður fyrir. Þá hófst þriggja daga lota. Og segist Helgi þá hafa talið „dagskrána tæmda“ eins og hann orðar það og vildi komast út, en honum var enn haldið í níu daga og var þá „hjakk- að í sama farinu" að hans sögn. Lesandanum er á hinn bóginn ekk- ert sagt um það, hver þessi „dag- skrá“ var. „Þetta var orðið hallærislegt,“ segir Helgi aðeins „því dagskráin var löngu tæmd og útilokað að fínna minnstu rök fyrir gæsluvarðhaldi". Höfundur ber þyngstan hug til þriggja manna, þeirra Markúsar Sigurbjömssonar og Ragnars Halldórs Hall, skiptaráðenda, og Valdimars Guðnasonar, endurskoð- anda: „Þessa þijá menn hef ég leyft mér að kalla krossfara málsins og geri þá ábyrga fyrir því offorsi sem einkennt hefur máltilbúnað allan með kunnum afleiðingum og réttar- farshneyksli.“ Skýring höfundar á því, hvers vegna Valdimar Guðna- son tók á málinu með þeim hætti, sem hann kallar „algert hneyksli", er ekki beinlínis sannfærandi, að minnsta kosti ekki fyrir þá, sem standa utan við samkeppni milli löggiltra endurskoðenda. Telur Helgi, að fyrir Endurskoðunarmið- stöðinni N. Mancher hf. með Valdimar Guðnason í fararbroddi hafí vakað að nota gjaldþrot Haf- skips til að ná forskoti í samkeppni við fyrirtækið Endurskoðun hf. Á hinn bóginn má taka undir það með höfundi, að hlutur Valdimars Guðnasonar við rannsókn málsins er óeðlilega mikill, þar sem hann er bæði kallaður til af skiptarétti og Rannsóknarlögreglu ríkisins; hann vann sem sé bæði að málatil- búnaði og rannsókn málsins. Helgi Magnússon er þeirrar skoð- unar, að það hafí vegið þyngst í ákvörðun yfírvalda að láta hann sæta gæsluvarðhaldi, að bókfært verð skipa Hafskips hafi verið of hátt í ársreikningi félagsins 1984. Telur Valdimar Guðnason, að hið bókfærða verð hafi verið 130 millj- ón krónum of hátt og Helgi hafi sýnt ámælisverð vinnubrögð með því að afla sér ekki sjálfur upplýs- inga um markaðsverð skipanna. Helgi mótmælir þessu eindregið. Hann hafi byggt á mati erlends skipasölumiðlara og röksemda- færsla Valdimars um verð skipanna sé þannig vaxin, að við frágang efnahagsreiknings Hafskips 31.12 1984 vorið 1985 hafi átt að taka mið af söluverði úr þrotabúi í jan- úar 1986. Nefndin, sem kannaði samskipti Hafskips og Útvegs- bankans, bendir á, að á yfirlits- blöðum um tryggingar að baki skuldum Hafskips við bankann hafí Rangá jafnan verið ofmetin eða um 61 milljón króna á síðasta blaðinu, sé miðað við 85% matsreglu bank- ans. Segir nefndin, að leiðréttingar á „augljósum skekkjum" lækki verðmæti greiðslutrygginga um 173 milljónir króna. Snerta þessar leiðréttingar ágreining þeirra end- urskoðendanna Helga Magnússon- ar og Valdimars Guðnasonar, en nefndin tekur ekki afstöðu til hans og minnir á, að mat skipanna sé til rannsóknar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Gagnrýnir nefndin, að bankinn aflaði sér ekki hlut- lausra upplýsinga um matsverð skipanna hjá öðrum en þeim sem gáfu Hafskipi upplýsingar. „Á sama hátt má ætla að endurskoðandi reikninga félagsins hefði átt að afla sér sjálfstæðra upplýsinga, ekki síst með tilliti til þess hversu mikilvæg- ar slíkar upplýsingar í ársreikningi eru, bæði fyrir lánveitendur og aðra notendur," segir einnig í skýrslu nefndarinnar. í þessum þætti bókar sinnar um málatilbúnað og málsmeðferð styðst Helgi Magnússon að veru- legu leyti við greinargerð, sem Ragnar Kjartansson, fyrrum for- Helgi Magnússon. stjóri og stjómarformaður Haf- skips, ritaði í sumar og dagsett er 30. september og birtist í Morgun- blaðinu í heild 1. október. Í síðasta þætti bókarinnar, þar sem stiklað er á stóru í 27 ára sögu Hafskips og greint frá endalokum félagsins, tekur Helgi einnig undir málflutn- ing Ragnars. Hefur hann greinilega hom í síðu Björgólfs Guðmundsson- ar, forstjóra Hafskips, og þeirra manna, sem honum vom hand- gengnir, en þá kallar Helgi „gull- drengi" Björgólfs. Þegar Helgi skýrir ástæðumar fyrir falli fyrir- tækisins segir hann á einum stað: „Það var búið að draga mátt úr fyrirtækinu um langt skeið með dekri við stórveldadrauma og út- þenslustefnu sem Hafskip hafði engan fjárhagslegan styrk til að sinna.“ I þessum orðum felst gagn- rýni á sóknina í útlöndum og - Átlantshafssiglingamar, sem Björ- gólfur hafði forystu um, ef marka má það, sem í bókinni segir. Athyglisvert er að kynnast því í þessum síðasta þætti bókarinnar, hve þungan hug margir forvígis- manna og aðstandenda Hafskips bám og bera til Eimskipafélags Islands. Frásögnin ber það með sér, að Ragnar Kjartansson hafi leynt og ljóst unnið að því að koma á einhvers konar samvinnu við Eim- skip, eftir að honum varð það Ijóst á árinu 1982, að Hafskip stæðist Eimskip ekki snúning í samkeppn- inni. Hins vegar segir á einum stað, að Björgólfur hafi alltaf átt erfitt með að dylja þá skoðun sína „að Eimskip væri verst af öllu vondu“. 1983 stofnuðu félögin fyrirtækið Farskip til reksturs á feiju og töp- uðu sameiginlega 40 milljónum króna. En talsmenn samvinnu við Eimskip áttu ekki upp á pallborðið innan vébanda Hafskips eins og þessi lýsing Helga á áhrifum feiju- samstarfsins við Eimskip sýnir: „En það versta fyrir Hafskip var þó að samstarfíð við Eimskip var víða út á við túlkað þannig að menn væm hættir að beijast við höfuðkeppi- nautinn en tækju þess í stað höndum saman við hann. Þetta mæltist illa fyrir og ég er viss um að Hafskip tapaði mikilli samúð á markaðnum út af Farskipsmálinu." Segir Helgi, að sumir Hafskips- menn hafí haldið því fram „að Farskipsdæmið hefði verið gildra Eimskipsmanna, sem Hafskip hefði dottið í. Þeir áttu að hafa gert sér ljóst að Hafskip tapaði samúð og sérstöðu á slíku samstarfí við Eim- skip“. Helgi segist ekki sammála þessari skoðun. I greinargerð, sem hann sendi forráðamönnum Haf- skips 12. október 1984, og kallar „alvarlegar hugleiðingar um stöðu félagsins og framtíðarhorfur" segir hann meðal annars, að vegna bata hjá Eimskip hafi „menn misst mikla Grýlu sem ávallt er þörf á við að ná upp samstöðu." Helgi segir frá því, að Ragnar Kjartansson hafí rætt við Hörð Sig- urgestsson, forstjóra Eimskips, um sameiningu, samstarf og yfírtöku frá því í nóvember 1984 til ára- móta. Fyrir jól hafí Björgólfur komið heim og menn þá orðið fullir bjartsýni vegna Atlantshafsflutn- inganna. „Sterkir einstaklingar innan stjórnarinnar fóru í vaxandi mæli að lýsa þeim skoðunum sínum að tilhugsunin um að láta Eimskip gleypa Hafskip væri skelfíleg." 3. janúar 1985 tilkynnti Eimskip að viðræðum væri slitið; 9. febrúar var hluthafafundur í Hafskipi og sam- þykkt að auka hlutafé um 80 milljónir króna ekki síst vegna þeirra vona, sem bundnar voru við Atlantshafssiglingarnar; í júlí 1985 lá fyrir að fyrstu fjóra mánuði árs- ins tapaði félagið 90 milljónum króna og var stórtap á Atlants- hafssiglingunum. Þá óskaði Ragnar Kjartansson á ný eftir leynilegum trúnaðarviðræðum við Hörð Sigur- gestsson. Þessar viðræður leiddu ekki til samkomulags um að Eim- skip bjargaði Hafskipi frá gjald- þroti. Að lokum sendir Helgi Eimskipsmönnum kaldar kveðjur. Hann telur annað en eðlileg við- skiptasjónarmið hafa ráðið gjörðum forráðamanna Eimskips. „Augljóst var að Eimskip vildi ekki ganga til raunverulegra samninga við Haf- skip. Freistingin að niðurlægja viðsemjandann varð öðru yfírsterk- ari,“ segir hann á einum stað. Sú spuming vaknar í huga lesandans, hvort Hafskipsmenn hafí verið ein- huga um viðræðumar við Eimskip. Tilraun þeirra til að ná samkomu- lagi við SÍS bendir ekki til þess. Ég rek þennan þátt bókarinnar svo nákvæmlega hér vegna þess, að í honum er líklega að fínna helstu skýringuna á því, hvers vegna rekstri Hafskips var haldið jafn lengi áfram og raun bar vitni. Fyrirtækið var á barmi gjaldþrots 1973 og í raun gjaldþrota 1977 að sögn Helga Magnússonar. Engu að síður var alltaf barist áfram. Eig- endur höfðu engan beinan ávinning af því fé, sem þeir lögðu í fyrirtæk- ið, en á hinn bóginn þurftu þeir ekki að eiga viðskipti við Eimskip á meðan Hafskip starfaði. Rekstur Hafskips var að öðmm þræði upp- reisn gegn the Establishment í viðskipta- og þjóðlífinu, svo að not- að sé orð eins áhrifamesta stjómar- manns í Hafskipi, sem Helgi vitnar til. I hinum „alvarlegu hugleiðing- um“ Helga Magnússonar frá 12. október 1984 segir hann meðal annars: „Með stækkun og auknum umsvifum, samhliða því að félagið hefur borið sig mjög „mannalega" út á við eru menn hættir að vor- kenna fyrirtækinu og líta á það sem „litla bróður". Þetta getur verið bæði kostur og galli." Og þegar hann ræðir um leiðir út úr vanda félagsins í sama plaggi segir hann: „Á að breyta um yfirbragð og höfða til samúðar og samstöðu vissra hópa? Verður unnt að fara í föt „litla bróður“ á ný?“ Af þessum orðum verður ráðið, að það hafí verið talinn nauðsynlegur hluti af ímynd fyrirtækisins út á við, að það ætti undir högg að sækja. Svipuð viðhorf hafa sett svip á stjóm- málabaráttu Alberts Guðmundsson- ar, þegar hann lýsir sér sem fulltrúa „litla mannsins". Forvitnilegt er að bera þessar hugleiðingar endurskoðanda Haf- skips um „litla bróður" saman við það, sem kemur fram í greinargerð frá forstöðumanni hagdeildar Út- vegsbankans til bankastjómar bankans 1. apríl 1981. Þar segir meðal annars um Hafskip: „For- svarsmenn fyrirtækisins em dug- legir og hæfir stjómendur, sem hafa sterkt afl á bak við sig.“ Nefndin, sem samdi skýrsluna til Alþingis, segir, að með „sterku afli“ sé átt við hluthafa og stjómarmenn Hafskips. í þeirra hópi hafí verið margir landskunnir athafnamenn úr atvinnu- og viðskiptalffínu. Þar hafí einnig verið að fínna áhrifa- menn í stjómmálum.' Segir nefndin, að sterkar líkur bendi til þess, að bankastjóm Útvegsbankans hafi alla tíð haft það sjónarmið um við- skipti sín við Hafskip, að hið sterka afl væri trygging fyrir því að hags- munum bankans væri nægjanlega gætt í viðskiptunum við félagið. Bók Helga Magnússonar er rituð á skömmum tíma og ber hún| þess nokkur merki. Prentvillur em nokk- uð margar, flaustur einkennir oft textann og efninu hefði mátt skipa betur niður. Það er ekki ætlun höf- undar að lýsa öllum hliðum Haf- skipsmálsins heldur veija sinn málstað. Hann veitir upplýsingar, sem eiga erindi við þá, er vilja kynna sér allar hliðar þessa mikla gjald- þrotamáls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.