Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 RagnheiðurH. Baeh- mann — Kveðjuorð Með fáeinum orðum langar mig til að minnast einstakrar konu, Ragnheiðar Bachmann, sem lést fyrir aldur fram í Chicago í Banda- ríkjunum í september síðastliðnum. Krabbamein réði hennar örlögum, en þann sjúkdóm barðist hún við af miklu hugrekki. Ragga fluttist ung að árum með eiginmanni sínum, Einari Back- mann, til Chicago. Þar gengu þau saman í gegnum súrt og sætt, komu sér upp fallegu heimili og eignuðust * tvo syni Brian og Eric. Heimilið bjó hún af mikilli smekkvísi með eigin hannyrðum og listaverkum eftir Eric, jmgri soninn. Ragna var fyrir- mjmd kvenna sinnar kjmslóðar sem kusu að helga sig heimilinu og upp- eldi bamanna á óeigingjaman máta. Avöxturinn var einnig ríku- legur, hamingjusöm fjölskylda. Ragga og Einar bám velgengni og menntun sonanna beggja fyrir brjósti. Þeir hafa nú báðir haslað sér völl á sínu sviði, Brían sem iðn- aðarmaður og Eric sem listamaður. Þeir voru því báðir stolt Röggu og Einars. Það er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur að koma tveimur ungum mönnum á rétta leið í lífínu * í stóm þjóðfélagi þar sem freisting- ar er að fínna á hveiju götuhomi. Við því er hins vegar að búast þeg- ar ástrík móðir er ætíð heima þegar þörf er á og foreldramir em ekki einungis uppalendur heldur einnig vinir og trúnaðarmenn bama sinna. Ragga var stoð og stytta Einars við uppbyggingu og rekstur fyrir- tækis hans. Ég kynntist Röggu og Einari fljótlega eftir að ég fór til Chicago til náms í lok síðasta áratugar. Við vorum á tímabili saman í stjóm Islendingafélagsins í Chicago. Þau hjónin vom formaður og varafor- maður félagsins um árabil og bám það á eigin herðum, bæði fj'ár- hagslega og skipulagslega á þeim tíma. Þau áttu því óeigingjaman þátt í að halda starfsemi félagsins gangandi. Þær vom til dæmis ófáar stundimar sem Ragga lagði á sig til undirbúnings þorrablóta og ann- arra mannamóta félagsins. Hjá Röggu og Einari átti ég, sem og margir aðrir námsmenn, ætíð griðastað. Ég leitaði yfírleitt til þeirra þegar eitthvað bjátaði á. Heimili Röggu geislaði frá sér ein- stakri ástúð og glaðværð og mér leið alltaf betur um leið og ég kom inn fyrir dyrastafínn. Eftir að hafa gætt mér á frábæmm máltíðum Röggu og notið uppörvunar þeirra beggja var ég ætíð til í slaginn aft- ur. Þessar heimsóknir vom mér mikils virði. Ég hafði eignast sanna vini, þrátt fyrir kynslóðabilið. Ég sótti þau hjónin einnig heim á gleðistundum og þá var rabbað um lífíð og tilvemna. Mér er sér- staklega minnisstæð skilgreining Röggu á ástinni sem við töluðum um þegar ég kjmnti þau fyrir tilvon- andi eiginmanni mínum. Ragga og Einar bára gæfu til að vera ham- ingjusöm alla tíð, sem er gleðilegt en sjaldgæft að sjá hjá hjónum eft- ir meira en þijátíu ára hjónaband. Þess vegna mat ég ráðleggingar hennar um hjónabandið mikils. Raunsæi hennar um vegi ástarinnar rejmdust mér heillavænlegt vega- nesti. Ég votta Einari, Brian og Eric mína dýpstu samúð. Þeirra missir er mikill, en minningin um ástríka eiginkonu og móður mun ylja þeim um hjartaræturnar um ókomna framtíð. Kristín Vala Ragnarsdóttir Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins: ' Lýsir yfir þungum áhyggjum vegna forvals í Reykjavík „ Aðf örin að Guðrúnu Helgadóttur til háborinnar skammar“ Reykjavíkurdeild Æskulýðs- fylkingar Alþýðubandalagsins hefur lýst yfir „þungum áhyggj- um vegna komandi forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík," að því er segir í yfir- lýsingu, sem Morgunblaðinu hefur borist frá Æskulýðsfylk- ingunni. í yfírlýsingunni, sem samþykkt var á aðalfundi Reykjavíkurdeildar Fylkingarinnar segir ennfremur: „Til að forval nái tilgangi sínum, verða allir frambjóðendur að hafa það hugfast að um er að ræða mat flokksmanna á störfum þeirra í þágu flokksins. Það er fyrst að for- vali loknu, að kosningabaráttan hefst, og þá gegn íhaldinu en ekki flokkssystkinum sínum. Öll forvals- bandalög, skipulögð af flokksfor- ystunni eða frambjóðendum, em sigur skammýnna einkahagsmuna jrfír hagsmunum flokksins. Sú ákvörðun uppstillinganefndar að meina Páli Valdimarssyni verka- manni í Dagsbrún og Guðna Jóhannessjmi, formanni Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, þáttöku í forvalinu er siðlaus þó hún sé ef til vill lögleg. Hún er enn eitt dæmi um að ákveðnir aðilar innan flokks- ins svífíst einskis til að tryggja þá niðurstöðu sem þeir óska.“ Síðan segir í jrfírlýsingunni: „Yfirstandandi ófræingarherferð ýmissa áhrifamanna í flokknum á hendur Guðrúnu Helgadóttur er þeim og flokknum til háborinnar skammar, og krefst aðalfundurinn þess, að henni verði hætt þegar í stað. Burtséð frá afstöðu þing- mannsins í einstökum málum er Guðrún ærlegur og atorkusamur málsvari sósíalismans. Hún nýtur vfðtæks stuðnings almennra flokks- félaga og stuðningsmanna flokks- ins og beri aðförin að henni tilætlaðan árangur, verða afleiðing- amar stærsti rasskellur í þing- kosningum í sögu flokksins. Verði aðförinni hnekkt og Guð- rúnu tryggt fyrsta eða annað sætið á framboðslista Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, á flokkurinn hins vegar góða möguleika að fylkja meginþorra félagshyggjufólks um lista sinn í komandi kosningum. Því skorar aðalfundurinn á Alþýðu- bandalagsfólk að fylkja sér um Guðrúnu Helgadóttur í forvalinu 29. til 30. nóbember." Hótel Loftleiðir: Námsstefna um þvagleka Á MORGUN verður haldin náms- stefna um þvagleka á vegum Öldrunarfélags Islands þar sem m.a. verður fjaliað um rannsókn- ir og meðferð sjúklinga. Námsstefnan er einkum ætluð læknum, hjúkmnarfólki og öðm starfsfólki í öldmnarþjónustu. Dag- skráin hefst klukkan 13, en klukkan 13.30 flytur Ársæll Jónsson erindi um stjómun þvagláta og öldmn. Klukkan 14 fljitur Guðmundur Vik- ar Einarsson erindi um rannsóknir og aðgerðir og klukkan 14.30 fjall- ar Magnús Jóhannsson um lyfja- meðferð. Að því loknu verður gert kaffíhlé, en klukkan 15.30 verður fjallað um hjúkmnarmeðferð. Þau Ágústa B. Herbertsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Eva Österby, Ingi- björg Hjaltadóttir, Margrét Gú- stafsdóttir og Sigríður Olafsdóttir fjalla um sjálfsmynd sjúklinga, lífshætti þeirra, blöðmþjálfun, sýk- ingarvamir, húðhirðingu og hjálp- argögn. Ráðstefnan er haldin í kristalssal Hótel Loftleiða, en fundarstjóri er Vilborg Ingólfsdóttir hjúkmn- arframkvæmdarstjóri. Þátttaka tilkynnist í síma 18331 og 18660. (Úr fréttatilkynningu) Fundur um í DAG, miðvikudaginn 19. nóv- ember, verður haldinn fræða- fundur á vegum Félags áhugamanna um réttarsögu. Fundurinn verður haldinn í stofu 423 í Ámagarði og hefst kl. 17.15. réttarsögu Á fundinum fljtur dr. Amór Hannibalsson erindi er hann nefnir: Eign, réttur og frelsi í riti Aristótel- esar um stjórnmálin. Að loknu erindi verða umræður. Fundurinn er öllum opinn. Tónleikar Húsavik. TÓNLEIKAR í Húsavíkurkirkju héldu sl. laugardag, Hólmfríður S. Benediktsdóttir, sópransöng- kona, með aðstoð Juliet Faulkn- er, píanóleikara, sem er tónlistakennari við Hafralækjar- skóla. á Hósavík Á söngskránni vom íslensk, þýsk og frönsk ljóðalög og lög úr amerískum söngleikum. Aðsókn var sæmileg og undir- tektir áheyranda góðar. Fréttaritari. Dópstríðið í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ frumsýnir í dag bandarisku myndina Quiet Cool, eða Dópstríðið sem hún nefnist á íslensku. Mynd þessi er gerð af New Line Cinema, þeim sömu og gerðu mynd- imar Nightmare on Elm Street I og II. Leikstjóri er Clay Borris. í frétt frá Laugarásbíói segir að myndin gerist í Norðvestanverðum Bandaríkjunum. „Geerfjöldskyldan lifir sönnu náttúmlífí í skógunum þar. En þar em líka fleiri á ferli, misjmdismenn sem rækta marihuana í stómm stíl. Mannslífið er þessum mönnum lítils virði og hika þeir ekki við að drepa þá sem nálægt ekmm þeirra koma. Geerhjónin em myrt af þessum misyndismönnum, en sonur þeirra og lögregluforingi frá New York gera bandalag með sér og he§a markvissa sókn til að uppræta þessa glæpaklíku." Mynd þessi er stranglega bönnuð bömum yngri en 16 ára. * raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar MF.IMmLI.UR Ræðunámskeið Heimdallur FUS heldur ræðunámskeið fyrir byrjendur miðvikudaginn 19. nóv. og fimmtudaginn 20. nóv. kl. 20.00. Leiðbeinandi: Jón Magnússon. Áhugasamir tilkynni þátttöku í sima 82900. Árbæjar- og Seláshverfi Aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna i Árbæjar- og Seláshverfi verð- ur haldinn fimmtudaginn 27. nóvember nk. kl. 20.30 i félagsheimilinu að Hraunbæ 102 b. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Grafarvogshverfi Aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna i Grafarvogi verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember nk. kl. 18.30 í félagsheimilinu að Hraun- bæ 102 b. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Aðalfundur Félags sjálfstæðis- manna t Smáíbúða-, Bústaða- og Foss- vogshverfi verður haldinn laugardag- inn 22. nóvember nk. kl. 14.00 i sjálf- stæðishúsinu Val- höll, kjallarasal. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Gestir fundarins eru Friðriks Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur. 3. Önnur mál. Stjórnin. Heimdallur. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.