Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 54

Morgunblaðið - 19.11.1986, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Lárus Guðmundsson: Ég fer vonandi að fá tækifæri „Ég er búinn að æfa með liðinu í tvær vikur og er allur að koma til. En núna eru liðnir sex mánuð- ir frá því ég spilaði sfðasta leikinn minn í deildinni og svona langt hlé tekur náttúrulega sinn toll. En ég fæ vonandi tækifæri með liðinu núna f næstu leikjumu, sagði Lárus Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Bayer Uerdingen, f samtali við Morgun- blaðið, en hann meiddist sem kunnugt er illa í aprfl síðastliðn- um. „Frá því ég lék minn síðasta leik hefur Uerdingen keypt marka- hæsta leikmann Bundesligunnar f fyrra, Kuntz, og tvo unglingalands- liðsmenn að auki. Ég hleyp því ekkert inn í liðið. En framlínan hefur reyndar ekki verið alltof góð í vetur og í þessi ár sem óg hef verið í atvinnumennsku hefur mér alltaf tekist að komast í lið, þó ég hafi þurft að berjast fyrir því“. Uerdingen á mjög erfiða leiki framundan, Köln í bikarnum á mið- vikudaginn, Bayern Munchen um næstu helgi í deildinni og síðan Barcelona á næsta miðvikudag. Kvennahandbolti — 1. deild: Stórsigur FH á Fram — auðvelt hjá Stjörnunni í Eyjum NUNA um helgina kláraðist 4. umferð f fyrstu deild kvenna. Á föstudagskvöldið heimsóttu Stjörnustelpur Vestmannaeyjar og báru sigurorð af liði ÍBV. Á sunnudagskvöldið áttust svo við tvö af toppliðum deildarinnar og unnu FH-stúlkur lið Fram án erfileika. 'ÍBV — Stjarnan 16:27 Stjarnan vann stóran sigur á liði ÍBV er þær heimsóttu þær til Eyja. Að sögn Margrétar Theodórsdótt- ur þjálfara og leikmanni Stjörnunn- ar þá hefði sigurinn getað orðið mun stærri. ÍBV-stúlkur tóku Erlu Rafnsdóttur úr umferð strax í upp- hafi leiks og um miðjan fyrir hálfleik var Margrét einnig tekin úr um- ferð. Við þetta opnaðist vörnin hjá ÍBV mikið og eftirleikurinn var auð- veldur fyrir ungu stúlkurnar í Stjörnuliðinu. Staðan í hálfleik var 13—5 Stjörnunni í hag. í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn aðeins og lokatölur urðu 27—16 fyrir Stjörnunni. Mörk Stjörnunnar: Margrót Theodórsdóttir 12/5, Guðný Gunnsteinsdóttir 7, Erla Ratns- dóttir 2, Hrund Grétarsdóttir, Drífa Gunnars- dóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Anna Guðjónsdóttir og Eyrún Sigþórsdóttir allar eitt mark hver. Mörk ÍBV: Ragna Birgisdóttir 6/4, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Anna Dóra Jóhannsdóttir 3 og Ásta Kristjánsdóttir 3. FH — Fram 23:16 Þeir áhorfendur sem lögðu leið sína í Fjörðinn síðasta sunnudag, til þess að sjá spennandi leik urðu fyrir vonbrigðum. Spil Fram-liðsins var ekki svipur hjá sjón og áttu frískar FH-stúlkur ekki í erfiðleikum með þær. Staða í hálfleik var 12:5 fyrir FH og var helmingur marka FH skor- aður úr hraðaupphlaupum. Meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, en hvort lið skoraði þá 11 mörk. FH-liðið virkaði mjög sannfær- andi f þessum leik og er greinilega í góðri samæfingu. Þess má geta að FH er hið eina af efstu liðum deildarinnar sem ekki missti spil- ara í erfiða landsliðsferð vegna nýafstaðinnar heimsmeistara- keppni. í heild átti FH-liðið góðan dag, en bestar voru þær Sigur- borg, sem átti sinn besta leik í langan tíma, og Halla markmaður. Fram-liðið var slakt í þessum leik eins og tölur bera með sér. Evrópukeppnin íhandknattleik: Þýsku liðin unnu öll Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni ÞÝSKU liðin Essen, Gummers- bach og Schwabing unnu öll nokkuð örugga sigra í Evrópu- keppninni í handknattleik á sunnudaginn. Liðin ættu því að eiga góða möguleika á að komast áfram. Essen sigraði franska liðið Gagny Paris, 21:12, í Evrópu- keppni meistaraliða. Staðan í hálfleik var 8:6. Hecker, markvörð- ur, var besti maður Essen í þessum leik. Fraatz og Alfreð náðu sér ekki vel á strik, Fraatz gerði 4 mörk og Alfreð 2. Gummersbach lið Kristjáns Ara- sonar sigraði austurríska liðið Graz, 28:20, á útivelli og skoraði Kristján 4 mörk. Frank Dammann var markahæstur með 7 mörk. Morgunblaðsins f V-Þýskalandi. Schwabing sigraði Sofia frá Búlgaríu, 25:17, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11:6. Firma- keppni HK FYRIRTÆKJA og félalgahópa- keppni HK í innanhússknatt- spymu verður haldin í Digranesi og hefst föstudaginn 21. október. Þátttaka tiikynnist til Margrétar í síma 42018 frá kl. 10 til 12 og ki. 14 til 16, til fimmtudags. Fróttatilkynnlng frá Hk. Trúlegt er þó að einhver þreyta hafi setið í hinum 4 landsliðskon- um Fram, enda virkuðu þær allar frekar þungar. Það var þá helst Guðríður þjálfari sem átti ágæta spretti inn á milli, en hún var þó langt frá sínu besta eins og raunar liðið í heild. Mörk FH: Sigurborg Eyjólfsdóttir 6, Rut Baldursdóttir 6/4, Eva Baldursdóttir 3, María Siguröardóttir og Arndís Aradóttir 2 mörk hvor og Inga Einarsdóttir, Hildur Harðardótt- ir, Heiða Einarsdóttir og Kristin Pétursdóttir eitt mark hver. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 8/4, Ingunn Bernódusdóttir, Arna Steinsen og Margrét Blöndal 2 mörk hver og Hafdis Guð- jónsdóttir og Ragnheiður Júliusdóttir eitt mark hvor. AS/KF Staðan STAÐAN í 1. deild kvenna: FH 4 3 0 1 93:57 6 Stjarnan 4 3 0 1 98:69 6 Fram 4 3 0 1 83:71 6 Valur 4 2 0 2 88:70 4 KR 4 2 0 2 69:88 4 Víkingur 3 1 0 2 52:53 2 ÍBV 4 1 0 3 58:89 2 Ármann 3 0 0 3 37:81 0 Markahæstu leikmenn 1. deildar: Margrót Theodórsdóttir Stjarnan 33 Guöríöur Guöjónsdóttir Fram 28 Erla Rafnsdóttir Stjarnan 23 Sigurbjörg Sigþórsdóttir KR 22 Katrín Friöriksen Valur 22 Næsti leikur í 1. deild er 19. nóvember. Leika þá Ármann — ÍBV í Laugardalshöll. • Franska landslið leikur f kvöld þriðja leik sinn í Evrópukeppni lands- liða. Þeir fara til A-Þýskalands og leika við heimamenn. Frakkar verða að ná stigi úr leiknum ef þeir ætla sér að eiga möguleika í riðlinum. Hér eru nokkrir leikmenn þeirra á Laugardalsvelli fyrir leikinn gegn íslendingum í haust. Evrópukeppni landsliða: Jafntefli hagstæð úrslit - segir Henri Michel, þjálfari Frakka Frá Bemharöi Valssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Frakklandi. FRANSKA landsliðið í knatt- spyrnu, sem ekki hefur átt góðu gengi að fagna síðan á HM í Mexfkó, leikur gegn landsliði Austur-Þjóðverja í Leipzig í kvöld í Evrópukeppni landsliða. Frakkar hafa undirbúið sig mjög vel fyrir þessa viðureign og tefla fram sínu sterkasta liði nema hvað Luis Fernandez er meiddur. Eitt helsta vandamál Henri Michel, landsliðsþjálfara, er hvernig best megi virkja Michel Platini, en frammistaða hans í 2:0 tapleiknum gegn Sovétríkjunum 11. október olli talsverðum vonbrigðum. Til að létta á varnarhlutverki Platinis er líklegt að Michel láti varnarmann- inn frá Nantes, Yvon le Roux, leika á miðjunni með Platini, Tigana og Poullain, og þannig verði Platini frjálsari í sókninni. Þetta þýðir samt ekki að Frakkar ætli að leika sóknarleik í kvöld. Michel hefur sagt í blaðaviðtölum að jafntefli séu hagstæð úrslit og með því móti megi enn halda í vonina um að leika í úrslitum keppninnar, en tapi Frakkar geti þeir gleymt titilvörninni. Þjóðirnar léku síðast fyrir rúmu ári og þá vann Austur-Þýskaland 2:0. Þjóðverjarnir eru með þrjú stig í keppninni eftir sigur gegn íslendingum og jafntefli gegn Norðmönnum, en Evrópumeistar- ar Frakka hafa aðeins eitt stig, sem þeir fengu á íslandi í september. Liðin veröa að öllum líkindum þannig skipuð: Austur-Þýskaland: Rene Múller, Detlef Schössler, Frank Rohde, Dirk Stahmann, Matthias Döchner, Jörg Stúbner, Matthi- as Liebers, Andreas Thom, Rico Stein- mann, Ulf Kirsten og Frank Pastor. Frakkland: Joel Bats, William Ayache, Basile Boli, Patrick Battiston, Manual Amoros, Yvon le Roux, Jean Tigana, Fabrice Poullain, Michel Platini, Jean- Pierre Papin og Yannick Stopyra. 1X2 •o 2 (0 2 c 3 2» o 5 > o c c E l- c c f* 1 Dagur Ríkisútvarpiö Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Uerdingen — B. Múnchen 2 2 X 1 1 1 X - - - - — 3 2 2 Charlton — Southampton 1 1 1 2 1 X 1 1 X 2 1 1 8 2 2 Chelsea — Newcastle 1 1 X 1 1 1 1 i 1 1 1 X 10 2 0 Coventry — Norwich X X 1 X 1 X X X X 1 X 1 5 7 0 Everton — Uverpool (sd) 1 X 2 2 1 2 X — — — — — 2 2 3 Man. Unrted — QPR 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 11 1 0 Nott. For. — Wimbledon 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 Oxford — Tottenham X 2 1 X 1 X 2 1 X X 1 X 4 6 2 Sheffield Wed. - Luton 1 1 1 X 1 1 1 1 2 X 1 2 8 2 2 Watford — Leicester 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 11 1 0 West Ham — Aston VHia 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 Derby — Sheffield United 2 1 1 1 1 2 X 1 1 1 X X 8 2 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.