Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 28
2S MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1973 Eliszabet Ferrars: Ssfnísríis i dauiknn var í rifinni rauðri kápu, sem var alltof lítil á hana. Þykka hárið var hnýtt í hrosstagl með óhreinu grænu bandi. Kinnarn- ar voru kafrjóðar af kuldanum. — Ég var að sækja flöskurn- ar, sagði hún. — Hvaða flöskur ? — Flöskurnar, sem ég fer með til Waggoners fyrir frúna. Stundum borgar hún okkur fyr- ir. — Geymir hún flöskurnar þama í skúrnum? Bernice hikaði andartak, en svaraði svo: — Stundum! Paul trúði ekki þessu fremur en hinu, að Margot Dalziel borg aði börnunum fyrir að skila tóm um flöskum, en hann gekk að skúrdyrunum og tók í lásinn. Þær voru læstar. gera núna, sagði hann — svo að þið ættuð að fara heim og reyna þetta ekki aftur, hvað sem það nú hefur verið, sagði hann. — Nei, hr. Hardwicke, sagði Bernice auðmjúk. Honum sýndist einhver hæðnislegur ánægjuglampi í augum hennar. Hún hélt víst, að hann hefði trú að henni, fyrst hann sagði þeim að fara heim, þegar hann hafði reynt læsinguna, án þess að gera neitt frekar. O, þessi dæmalausa heimska, hugsaði Paul, þessi fár ánlega grjótheimska. Fyrst hann hafði ekki hótað henni neinu, þá hafði hún blekkt hann — þann- ig skildi hún þetta. — Jæja, eftir hverju eruð þið að bíða? spurði hann óþolinmóð ur, þegar krakkarnir stóðu og gláptu á hann, með hálfduldri fyrirlitningu bak við svipleysið á andlitunum. — Getið þér sagt okkur, hvað klukkan er? sagði Bernice. — Hún er kortér yfir ellefu, en næst skuluð þið líta á kirkju- klukkuna og ónáða ekki ungfrú Dalziel, sagði hann. — Já, þakka yður fyrir, sögðu þau öll í kór. Bernice tók í hendurnar á hin um tveimur og þau lögðu af stað eftir stignum. En þau gátu ekki einu sinni beðið þess að komast út úr garðinum, áður en þau fóru öll að skeilihlæja. Það orkaði næstum jafnilla á Paul og lygin, að Margot Dal- ziel skyldi vera svona mikið að heiman og húsið þá forstöðu- laust. Hann yrði sjálfur að sjá betur um, að krakkarnir væru ekki alltaf að flækjast þarna. Að minnsta kosti yrði hann að segja henni frá því, þegar hún kæmi heim. Og ef hún óskaði, skyldi hann tala við Applinhjónin um þetta. Þegar hann lagði af stað á eftir krökkunum, áleiðis að hliðinu, tók hann að ráða það með sér, hvað hann ætti að segja við foreldra þeirra. Hann gæti lýst hinum hörmulegu afleiðing- um, sem gætu hlotizt af svona vanrækslu. Hann gæti spurt þau, hvort þau langaði til, að eins færi fyrir þeim og vesalings Ke- vin. GaUinn var bara sá, að Applinhjónunum mundi senni lega vera nákvæmlega sama, þótt svo færi. Líklega litu þau á það sem óumflýjanleg örlög barna sinna. Og svo var annað áhyggju- efni. Paul var rétt kominn fram fyr ir húsið, er hann tók eftir því, að mjólkurpósturinn hafði skii- ið eftir flösku og hafði ekki hirt um að hvolfa yfir hana gamla skörðótta bollanum, sem hafði verið skilinn eftir á tröppunum í þeim tilgangi. Það var komið gat á blikkhettuna eftir fuglana, sem höfðu reynt að kom ast i rjómann. Þetta æsti upp skapið í Paul. Hann vissi, að Rakel átti í stríði við mjólkurpóstinn út af þessu sama, því að hann nennti ekki að gera þetta litla handarvik, sem þurfti tU að verjast fuglun- um. Þegar hann kom heim og sagði henni ofsareiður frá flösk unni á tröppunum hjá ungfrú Dalziel og heimtaði, að Rakel léti hann heyra, að þetta væri vottur um vaxandi trassaskap. Rakel sat við gluggann í setu stofunni og var að gera við rifu á gömlu pilsi, sem hún notaði i garðinum og innanhúss. — Við höfum afgangsmjólk í dag, sagði hún. — Ég get farið með flösku yfir til ungfrú Dal- ziel, þegar ég fer í búðina. — Gott, sagði Paul. — Já, gerðu það. Og ef þú hittir hana, geturðu sagt henni, að ég hafi séð Applinkrakkana vera að flækjast við verkfæraskúrinn, og hafi rekið þau birrt. Hann kióraði sér í hárinu og hleypti brúnum. — Ég hefði nú kannski átt að gera eitthvað rækilegra, en fjandinn hafi að ég viti, hvað það hefði átt að vera. Ég vona bara, að þau hafi ekki verið bú- in að hnupla neinu, áður en ég kom að þeim. — Það er ekki víst, að þau hafi ætlað að stela neinu, sagði Rakel. — Ég hef oft komið að þeim i garðinum, en aldrei sakn- að neins, nema ef vera skyldi fá einna epla, og þau geta krakk- arnir úr þorpinu alveg eins hafa tekið. Ég held þetta sé fyrst og fremst forvitni hjá þeim, þar sem þau hafa ekkert annað fyrir stafni. — Það getur vel verið, að enn sé það svo, en hvað gæti það orð ið eftir svo sem tvö — þrjú ár? sagði Paul. — Bernice er þegar orðin útfarinn lygari. — En það er nú samt sitthvað gott um hana. Hefurðu ekki tek- ið eftir þvi? — Þú ættir bara að sjá, hvað vel hún hugsar um þau litlu. — Já, af þvi að þau eru henn- ar óaldarflokkur og hún foring- inn. í þýóingu Páls Skúlasonar. — En ekki af því að hún sé góðhjörtuð að eðlisfari, eða hvað? — Æ, góða min, hún getur ver- ið góðhjörtuð eins og engill, en hvaða von getur hún átt án al- mennilegs heimilis og sæmilegr- ar greindar? Jæja, ég ætti held- ur að fara að gera eitthvað. Paul labbaði út og honum datt i hug, að bezta aðferðin til þess að losna við þessar óþægilegu hugsanir um Applinkrakkana væri að snúa sér aftur að vanda málinu, hvemig kenna ætti böm- um frá góðum, viðkunnanlegum heimilum frumatriði líffræð- innar, þvi að það var nú þrátt fyrir allt, mikilvægt, ef börnin ættu að vaxa upp og verða góð- ir borgarar í nútíma þjóðfélagi. Rakel lauk við viðgerðir sín- ar, fór síðan í þykka kápu, tók mjólkurflösku úr kæliskápnum og hjólið sitt úr skúmum og lagði af stað til húss ungfrú Dalziel og þorpsins. En þegar tii kom, hætti hún við að skilja mjólkurflöskuna eft ir á tröppunum hjá ungfrú Dal- ziel. Þegar hún kom þangað, sá hún, að flaskan með gatinu á lok inu var horfin, og það þýddi, að ungfrú Dalziel hafði komið með lestinni kl. 11.45 — hélt hún. En það var lestin, sem hún kom oftast með á helgarferðum sínum hingað. — Það er ekkert fyrir ykkur að Fntahreinsun Hainarijnrðnr ER að Reykjavíkurvegi 16 Rúskinnshreinsun Hraðhreinsun Kemiskhreinsun Þurrhreinsun Kílóhreinsun Dry Clean Gufupressun. Móttaka fyrir allan þvott fyrir þvottahúsið FÖNN. Opnað kl. 9 á morgnana. Opið í hádeginu. Opið til kl. 19 á föstudögum. Opið til kl. 12 á laugardögum. — Næg bílastæði. — velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. lýsingar og mér var þannig svarað í viðurvist márgra í afgreiðslusal, að litið gat út fyr ir að hér væri alræmdur ávís- anafalsari á ferð.“ 0 Ávísanir — kaup og sala Fyrir nokkru bar Elín Torfa- dóttir, Fremristekk 2, fram epurningu um reglur um ávis- anakaup í apótekum, mjólkur- búðum o.fl. verziunum í Les- endaþjónustu Mbl. — Spurt og svarað: „Hver setur reglur um, að mjólkurbúðir megi ekki taka við hærri ávisunum en 1000 kr., fiskverzlanir ekki hærri ávísun um en 200 kr. og apótek ekki hærri en 2000 kr.? Ég kom á dögunum í apótek og hafði ekki annað fé en 4.500 kr. ávisun. Fékk ég þá áðurnefndar upp- 0 Svar bankans Reynir Jónasson, skrifstofu- stofustjóri útvegsbankans, veitti eftirfarandi svar: „Hér eru því miður rótgróin vandkvæði á að selja ávis- anir, þótt menn éigi vel fyrir þeim í banka sínum. Þrátt fyr- ir margra ára baráttu bank- anna fyrir því að gera ávisanir áreiðaniegan gjaldmið- il, hefur það ekki tekizt sem skyldi enn. Flest fyrirtæki taka þó ávísun sem greiðslu, sé fjárhæðin sú sama og keypt er fyrir. Reglur þær, sem mjölk urbúðir, fiskverzlanir og apó- tek hafa sett þessu viðvikjandi, eru bönkum og sparisjóðuim Siðasto útsöluvika tJrval af alls konar barnafatnaði. — Stærðir allt til nr. 12. — — Leikföng. — 10% afsláttur af öðrum vörum verzlunarinnar. HANS OG GRÉTA Laugavegi 32. ókunnar og eru settar einhliða af forráðamönnum þessara fyr- irtækja." 0 Álit þriðja aðila í framhaldi af þessu hringdi Símon Guðjónsson, Barónsstíg 24, og hann hafði þetta að segja: ,-,Ég spyr Elínu Torfadóttur Fremristekk 2: Ætlar frúin eða getur hún sett viðhlítandi trygg ingu fyrir öllum þeim innstæðu lausu ávísunum, sem gefnar eru út á íslandi? Frúin er ennfremur beðin að benda á ráð, sem duga myndi þeim, sem boðið er upp á ávís- anakaup, hvernig varast beri hina svörtu sauði. Reyni Jónassyni skrifstofu- stjóra Útvegsbankans, get ég aftur á móti hjálpað með gott ráð: Það er á þann veg, að t.d. Útvegsbankinn borgi skilyrðis- laust allar þær ávísanir, sem til bankans berast, svo fremi að þær séu útfylltar á eyðublöð útgefin af bankanum, fram- selijanda að ábyrgðarlausu. Að lokum þetta: Það er ákaf- lega einkennilegt framferði af hálfu bankanna, að þeir skuli leyfa sér að gefa út og dreifa ávísanablöðum í milljónatali, án þess, að því er virðist, að bera minnstu ábyrgð á því, þótt al- saklaust fólk verði fyrir stór- tjóni við að kaupa slíka papp- íra." 0 Veðurspá í vísum Þórður Jónsson, bóndi á Látr- um, sá margfróði garpur, skrif- ar eftirfarandi: „Velvakandi. í vasabók fyrir árið 1973, eru þrjár veðurspár vísur gamal- kunnar. Gaman er að hafa þær þar, og mættu fleiri vers en ég f HJÚKRUNARKONUR Hjúkrunarkonur óskast á næturvakt á Gjörgæzludeild Borgar- spítalans. Fullt starf eða hluti úr starfi kemur til greina. (Avallt 2 hjúkrunarkonur á vakt). Fyrirlestrar fyrir hjúkrunarkonur, sem starfa á gjörgæzludeild standa nú yfir. — Barnagæzla á staðnum. Upplýsingar gefur forstöðukonan i síma 81200. Reykjavík, 12. marz 1973. BORGARSPÍT ALINN. held að ein þeirra sé ekki rétt með farin. Hún er svona: „Ef í heiði sólin sezt, á sjálfa kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest maður uppfrá þessu.“ Ég lærði hana svona: „Ef í heiði sólin sést á sjálfa kyndilmessu frosta og snjóa máttu mest maður vænta úr þessu." Vinsamlegast leitaðu eftir hvor er réttari." ★ Vilja nú ekki einhverjir veð- urspakir og vísnafróðir lesend- ur koma Velvakanda til lið- sinnis? Ölltim ætJtimgjum mínum, vin- um og kumnimigjum, sem á ýmsam hábt glöddu mig á átt- ræðiisafmæii mimu 3. þ.m., sendi ég imnilegar þakkir og beztu kveðjur. Nlls fsaksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.