Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastióri Árni Garðar Kristínsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasólu 18,00 kr. eintakið. rillum ríkisstjórnum er það ^ sammerkt, að þær verða að hafa í sínum höndum frumkvæðið í stjórnmálabar- átfunni, innan Alþingis sem utan. Styrkur Viðreisnar- stjórnarinnar lá einmitt í því, að þetta frumkvæði missti hún aldrei, ekki einu sinni þegar erfiðleikarnir steðjuðu að. Þegar vandamál komu upp hafði hún forystu um að leysa þau og öll stjórnmála- umræðan í landinu mótaðist af þeirri staðreynd, að frum- kvæðið var í höndum Við- reisnarstjórnarinnar. Framan af hafði vinstri stjórnin að vonum frum- kvæðið í sínum höndum. Tveir stjórnarflokkanna höfðu unnið myndarlegan kosningasigur, alger umskipti höfðu orðið í stjórnarráðinu, málefnasamningurinn gaf fögur loforð og fólk var for- vitið að sjá hvernig nýir ráða- menn mundu stjórna. Út- færsla landhelginnar í 50 sjó- mílur stuðlaði einnig að því, að vinstri stjórnin hélt þessu frumkvæði. En nú er svo komið, að ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar hefur gersamlega misst þetta frumkvæði í stjórn- málabaráttunni, sem hverri ríkisstjórn er svo mikilvægt. Þetta hefur gerzt á síðustu þremur mánuðum. Hinar harðvítugu deilur, sem urðu í ríkisstjórninni í desember um ráðstafanir í efnahags- málum, mörkuðu tímamót í sögu þessarar vinstri stjórn- ar. Þá reyndi í fyrsta skipti verulega á samstarf flokk- anna þriggja og það kom í ljós, að það stóðst ekki þessa þolraun. Síðan gengislækkun- in var að lokum samþykkt í ríkisstjórninni, hefur hún jafnt og þétt verið að missa allt frumkvæði úr sínum höndum. Berlegast kom það fram, þegar Alþingi tók ráðin af ríkisstjóminni í Vest- mannaeyjamálinu, hafnaði tillögum ríkisstjórnarinnar og samþykkti sjálft, með al- gerri samstöðu, tillögur, sem þingmannanefnd hafði samið. í kjölfar þeirrar niðurlæging- ar lagði ríkisstjórnin fram í þinginu mikilvægt stjórnar- frumvarp, sem áhrifamiklir þingmenn í stjórnariiðinu snerust harkalega gegn með þeim afleiðingum, að það mun sofna í nefnd. Ríkis- stjóm Ólafs Jóhannessonar hefur ekki borið sitt barr eftir J essi áföll. Hún hefur gersamlega misst frumkvæð- ið í stjórnmálabaráttunni úr höndum sér. Ráðherrarnir sitja að ví.su enn í skrifstof- um sínum í ráðunevtunum og afgreiða mál. En enginn trúir því lengur, að þeir geti stjórnað landinu af þeirri festu sem þarf. Þetta gera stuðningsmenn stjórnarinnar sér ljóst. Þeir gera sér grein fyrir því, að stjórnin ræður ekki við vandann og að hún hefur enga stjórn á efnahags- málunum. Samt væru marg- ir af heitustu stuðningsmönn- um þessarar stjórnar reiðu- búnir að fyrirgefa henni mis- tökin í efnahagsmálum, ef hún hefði af einhverju öðru að státa. Hvar eru félagslegar um- bætur þessarar stjórnar? Hvað hefur Magnús Kjart- ansson gert á sviði trygginga- mála og heilbrigðismála, sem markað hefur tímamót? Ekkert. Auvitað hafa bætur almannatrygginga hækkað, en það er ekkert til að státa sig af. Og auðvitað hefur ver- ið unnið áfram að hefðbundn- um verkefnum í heilbrigðis- málum. En það er heldur ekk- ert til að státa sig af. Hvar eru allar hinar merku félags- legu umbætur á þessum vett- vangi, sem ætla mætti að Magnús Kjartansson mundi beita sér fyrir, eftir öll stóru orðin? Þær eru ekki til. Og hvað hefur Hannibal Valdi- marsson gert í húsnæðis- málum. Auðvitað hefur hann hækkað húsnæðislánin eitt- hvað, en það er ekki sérlega hrósvert. Hvar eru hinar félagslegu umbætur á ’-essu sviði? Þær eru ekki tii. Og hvað um menntamálin? Magnús Torfi Ólafsson tók við grunnskólafrumvarpinu úr hendi Viðreisnarstjórnar og gerði ýmsar lagfæringar á því, en fylgdi meginstefn- unni. Hvar eru hinar stór- brotnu umbætur í heilbrigðis- málum, tryggingamálum, hús næðismálum og menntamál- um, sem stjórnin lofaði og heitustu stuðningsmenn henn ar bundu svo miklar vonir við? Svarið er einfaldlega, að þessar félagslegu umbætur hafa enn ekki séð dagsins ljós og munu ekki gera það úr þessu. Þetta tvennt, að stjórnin hefur misst frumkvæðið í stjórnmálabaráttunni, og að hún hefur ekki uppfvllt von- ir stuðningsmannanna um félagslegar umbætur í anda vinstri manna gerir það að verkum, ásamt stjórnleysinu í efnahagsmálum, að þessi ríkiscfjóm er búin að vera. t rauninni er ljótt að sparka í hana þar sem hún liggor. En ríkisstjóm, sem bv'iin er að missa tökin á stjórn landsins, á ekki að sitja öllum til ama. Hún á að segja af sér og gefa fólkinu kost á að kveða upp sinn dóm í almennum kosn- ingum. STJÓRNIN HEFUR MISST FRUMKVÆÐIÐ Samningahetja N or ður-V íetnama PARfS — Ráðamennirnir í Hanoi voru ekki lengi að velja samninga- mann þegar þeir ákváðu að taka boði Lyndon B. Johnsons for- seta um samningaviðræður er hann ákvað að hætta loftárásum fyr- ir norðan 20. breiddarbaug í Víet- nam og gefa ekki kost á sér í for- setakosningunum 1968. Þeir hafa heldur ekki fundið ástæðu til þess að skipta um samn- ingamann á þeim árum sem eru liðin siðan. „Le Duc Tho,“ sagði víetnamskur útlagi, sem þekkti hann á yngri árum hans, „var valinn samningahetja eins og Nguyen Vo Giap var valinn striðshetja. Þeir völdu Tho af því hann er rólegur og fer ekki úr jafnvægi, hann er rómantískur byltingarmaður i aðra röndina svo að það er skemmtilegra og hægara að eiga skipti við hann en Giap sem er upp6tökkur.“ Þetta hafa þeir Bandaríkjamenn, sem hafa þurft að semja við Tho, komizt að raun um. Þeir hafa einnig komizt að raun um, að hann er harð- ur í horn að taka, dulur, stundum óþolandi — „erfiður að komast að samkomulagi við,“ eins og Henry A. Kissinger hefur komizt að orði. En hvort sem Tho hefur sýnt töfra hins fágaða og veraldarvana stjórnarfulltrúa eða stífni og kergju hins ofstækisfulla hugsjónafræðings, hefur þeim öllum fundizt að hjá hon um fari saman á eftirtektarverðan hátt myndugleiki og kurteisi. Hann vakti djúpa virðingu. Bandaríkjamenn, sem hafa hitt Tho að máli í öðrum erindagerðum en opinberum, hafa næstum því sömu sögu að segja og benda á kurteisi hans, alúð og greinileg- an myndugleika. Fáir gerðu sér grein fyrir þvi, að hann var býsna dularfullur maður. Litið er til af upplýsingum um hann hann i frönskum og bandarískum skjalasöfnum, ekki einu sinni að því er virðist sú staðreynd að Le Duc Tho borið fram lei-dúkk-tó — er ekki hans raunverulega nafn. Við- semjendur hans vissu, að hann hafði setið í frönskum fangelsum, en um þetta virðast engar upplýsingar til i skjölum. Hann er tregur að ræða fortíð sína meðal annars vegna þess að hann neyddist til þess eins og aðrir víetnamskir byltingarmenn að lifa tvöföldu lífi árum saman og varð að leyna byltingarstarfsemi sinni En tregða hans stafar vafalaust einnig af því, að vietnamskir kommúnistar, að Ho Chi Minh undanskild- um, fylgja ströngum reglum, sem eiga að koma í veg fyrir „persónu- dýrkun“. „Við dæmum ekki mann af því hver hann er heldur af verkum hans,“ hefur Tho sagt. „Persónuleg smáatriði skipta ekki máli.“ í fyrsta skipti hafa norður-víet- namskir embættismenn fallizt á að útvega The New York Times nokkr- ar harðar staðreyndir um fyrri feril Thos í tilefni af því að nú er giftu- samlega lokið þeim samningaviðræð- um, sem hann átti drjúgan þátt i sjálfur. Hinu opinbera æviágripi og gögn- um, sem vestrænir sérfræðingar hafa Le Due Tho. notað, ber ekki saman um fæðingar stað og fæðingarár Thos, en senni- lega er opinbera æviágripið rétt. En lítið er á æviágripinu að græða, og þar er aðeins minnzt á byltingarstarfsemi hans. Hér er fyllt i eyðurnar með upplýsingum frá vini Thos frá árunum fyrir síðari heims- styrjöldina og upplýsingum úr vest- rænum skýrslum, sem virðast áreið- anlegar. Samkvæmt opinbera æviágripinu er hann fæddur 14. október 1911 í þorpinu Dich Le í fylkinu Nam Ha suður af Haiphong. Vinur hans segir, að hann hafi heitið Phan Dink Khai og sé kom- inn af „góðri, menntaðri og heiðar- legri fjölskyldu." Le Duc Tho gekk í Byltingar- æskulýðshreyfinguna 1928 og hinn nýstofnaða Kommúnistaflokk Indó- kína 1929. Hann hlaut símritara- menntun, fékk atvinnu i pósthúsinu og hjálpaði vinum sinum í kommún istahreyfingunni að skipuleggja óeirðir. Frakkar höfðu fljótlega hendur í hári hans. Árið 1930 var Tho dæmd ur í tíu ára nauðungarvinnu á ill- ræmdri fangaey, Poulo Condor (seinna var hún kölluð Con Son og varð illræmd á ný vegna „tígrisdýra- búra“ sem Suður-Víetnamar settu þar upp). Árið 1936 sleppti Alþýðufylking- arstjórnin í París mörgum föngum. Tho sneri aftur til Nam Dinh, aðal- borgarinnar á æskuslóðum hans, til þess að taka þátt í „hálfopinberri starfsemi" eins og segir í opinbera æviágripinu. Ágripið segir, að „Le Duc Tho hafi verið yfirmaður blaða- og áróðurssamtaka flokksins." Þegar Frakkar fóru í stríðið 1939 var Tho fangelsaður og hafður í haldi um tíma í Nam Dinh, en síðan sendur til fangabúðanna Son La skammt frá kinversku landamærun um. Ýmsir, sem þekktu hann þá, héldu að fangavistin hefði gert þennan unga föðurlandsvin að kommúnista, en í kvæðum, sem hann orti á þess- um tíma talar hann um „óbugandi hatur á kúgurunum“ og það ber vott um staðfastan byltingaranda, sem stóð á gömlum merg. Samkvæmt sumum vestrænum skýrslum komst Tho undan til Kína i stríðinu, og hann á að hafa gengið í lið með Ho Chi Minh þar. Framhald á bls. 20 Eftir Flora Lewis l ( ''tshPI iNeiu Jíork SímesJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.