Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1973 23 Gísli Halldórsson: Ein ný íbúð á hvern nýjan borgara slðustu fimm árin Lóðum fyrir 2858 íbúðir úthlutað 1971 og 1972 ÞAÐ kom fram í ræðu Gísla Halldórssonar (S) á fundi borgarstjórnar á fimmtudag- inn, að á síðustu fimm árum hafa verið fullgerðar 3660 íbúðir í Reykjavík, sem sam- svarar því, að urn 730 íbiiðir hafi verið byggðar á ári að meðaltali. Auk þess sem byggðar hafa verið um 150 íbúðir fyrir aldraða og ör- yrkja. A sama tíma og þetta hefur verið gert hefur fólks- fjölgunin numið um 3740 manns. Og á árinu í ár munu verða hafnar framkvæmdir við mn 1200 íbúðir. Tilefni umræðnanna um húsnæðis- málin var tillaga minni hluta flokkanna um könnun á mögu leikum til frekari fram kværnda í íbúðabyggingum. Adda Bára Sigfúsdóttir (K): Enginn hefur komizt hjá því að undanförnu, að verða var við hinn geigvænlega vanda, sem við alasir í húsnæðis málum Reyk- víkinga. Og vonandi finna borgarfulltrú- ar til þeirr- ar ábyrgðar sem á þeim hvíl ir í þessu sam- bandi. Við í minnihlutanum höfum því flutt tillögu um, að þessi mál verði tekin til endur- skoðunar í borgarráði og þá með sérstöku tilliti til þess stóraukna vanda sem stafar af náttúruham íörunum í Vestmannaeyjum, sem hafa í för með sér, að sjá verð- ur fjölda Vestmannaeyinga fyr- ir húsnæði í borginni um lengri eða skemmri tíma. En húsnæðis- vandinn kom glögglega í ljós þegar borgin gat ekki látið fé- lagsmálaráðuneytinu í téþær60 ibúðir sem hún á að fá i Breið- holtinu vegna þess, að vandi þess fólks á vegum Félagsmála stofnunar borgarinnar, sem þess ar íbúðir átti að fá var talinn verri og stærri en fóiksins, sem hafði orðið að flýja heimili sín. Og á þetta mat borgarráðs get ég vissulega fallizt. En eftir út- hlutun þessara íbúða er enn óleyst úr málefnum 160 fjöl- skyldna og nú bætast við a.m.k. umséknir um 600 íbúðir handa fólki frá Vestmannaeyjum. Þessi húsnæðisskortur hefur eins og allir vita sprengt upp bæði leigu og kaupverð íbúða. Þetta vanda mál þarf borgin að leysa með stórátaki og miklu skiptir að þar verði unnið skipulega og aliir mðguleikar bæði í sam- bandi við fjármögnun og tækni gjömýttir. Við bendum sérstak- lega í þessu sambandi á bygg- ingar verkamannabústaða, sem eru mjög hagkvæmar fyrir borg- ina vegna þátttöku ríkisins i þeim og svo má einnig benda á, að mjög sennilega mætti fá ein- hverja fyrirgreiðslu hjá Viðlaga sjóði, Ég vona svo að þessi til- laga verði samþykkt og borgar- ráð taki síðan til óspilltra mál- anea við lausn vandans. Björgvin Guðmundsson (A) ræddi um skort á leiguhúsnæði ein taldi að þvi færi fjarri að Vestmannaeyingar hefðu einir skapað þenn- an vanda hann hefði ver- ið fyrir hendi i stórum stil. En aftur á móti hefði hann kom ið enn betur í ' ljós, er ekki var hægt að láta lausar þess ar 60 íbúðir sem Adda Bára drap á. Björgvin kvaðst gagn- rýna mjög harðlega sofandahátt’ og aðgerðaleysi borgarstjómar í húsbyggingamálum. Steinunn Finnbogadóttir (SFV) drap á marg itrekaðar ábendingar minnihlutans í sam- bandi við húsnæðismál sem allt- af hefðu verið látnar sem vind ur um eyru þjóta hjá meiri- hlutanum. Og kvaðst hún vera furðu lostin yfir því andvara- leysi sem ríkt hefði í þessum málum. Gísli Halldórsson (S): Það er alveg rétt sem fram hefur kom- ið í þessum umræðum, að nú er um nokkurn skort á ibúðum að i Reykji og er þa< fyllilega eðli legt að þa< sem þannij ástatt un snúi sér m.a. ti borgarinnar. Éí einnig fali izt á, að bygg ingar verka mannabústaða eru mjög hag kvæm lausn fyrir borgina ei það er aftur á móti ekki rét að Reykjavík hafi lagt minns allra sveitarfélaga til þeim eins og kom fram hér áðan o{ mun ég fjalla nokkuð um þa< hér á eftir. Nokkru eftir að ný lög voru sett um byggingu verkamanna- bústaða, var sýnt að það yrði mjög hagkvæm lausn fyrir borg- arsjóð að byggja að verulegu leyti, samkvæmt þessum lögum. Borgarráð ákvað því strax í árslok 1970 að rita félagsmála- ráðherra, að óskað væri eftir því að koma á stjóm fyrir bygg ingu verkamannabústaða. A miðju ári 1971 var svo stjóm verkamannabústaða skipuð, en jafnframt hafði borg arstjórn ákveðið að leggja fram fyrir það ár kr. 200 pr. íbúa til byggingarsjóðs verkamanna í þessu skyni. Eftir að stjómin tók til starfa samdi hún áætlun um byggingar framkvæmdir og lagði fyrir borgarráð haustið 1971, sem borgarráð samþykkti. Var þar gert ráð fyrir að hægt væri að byggja 4000 íbúðir til ársloka 1976. Var þá miðað við að borgar- stjóm hækkaði framlag sitt úr kr. 200 í kr. 300 árið 1972 og kr. 400 pr. íbúa á árinu 1973. Eins og borgarfulltrúum er kunnugt þá hefur þetta verið gert. Með þessu framlagi er nú hægt að byggja um 100 ibúð- ir árlega En ég vil minna sérstaklega á að hér er eingöngu um eignar- íbúðir að ræða og verður borg- in þvi ávallt að byggja talsvert af öðru húsnæði, sem verður til leigu, bæði fyrir aldraða og þá efnaminni, sem ekki ráða við kaup, eða þurfa beinlínis á að- stoð að halda. Á þessu sést að borgarstjóm- in hefur strax frá upphafi gert sér grein fyrir þvi, að þessi lög eru mjög hagkvæm fyrir borg- ina, miðað við annað. Þó vil ég benda á einn vankant á lögun- um, sem þarf að lagfæra, þegar til úthlutunar kemur, en það er, að tekjumörk þeirra, sem mega kaupa eru of lág. En þetta á að vera einfalt að lagfæra við fyrstu úthlutun. Þegar byggingaráætlunin var samin, var ákveðið að bygging- arframkvæmdir færu af stað á miðju þessu ári. En ástæðan fyr ir þvi, að ekki þótti rétt að hefj- ast handa fyrr, var sú, að Fram- kvæmdanefnd Byggingaráætl- ana átti eftir að byggja 735 íbúð ir þegar lögin um verkamanna- bústaði voru sett. Sérstök ákvæði voru í lögunum um að breyta, eða leggja starfsemi F.B. niður, ef þætti betur henta að stjórn verkamannabústaða tæki við þeim framkvæmdum. Aðilar urðu sammála um að rétt og bezt væri, að fram- kvæmdir við verkamannabústaði kæmu í kjölfar framkvæmda- nefndarinnar, og þess vegna var ákveðið að framkvæmdir hæfust ekki fyrr en nú í ágústmánuði. í þessu skyni er nú búið að skipuleggja hverfi fyrir 308 íbúðir í Seljahverfi. Gatnadeild borgarinnar vinnur að fram- kvæmdum á svæðinu og standa vonir til að þær verði svo langt komnar á miðju ári að áætlun- in um byrjunarframkvæmd- ir geti staðizt. Á undanförnum árum hefur borgarsjóður verið þátttakandi í byggingarframkvæmdum F.B. í Breiðholti. Þar á borgarsjóð- ur að fá 250 íbúðir af þeim 1250 er þar verða byggðar. Borgar- sjóður hefur nú fengið 200 íbúð- um úthlutað og er nú verið að flytja i þær 60, sem var síðast úthlutað. Miklum fjármunum hefur ver ið varið til þessara framkvæmda, þar sem allar þessar íbúð ir eru leigðar út til þeirra, sem ekki hafa átt þess kost að byggja sjálfir eða kaupa. Á næsta ári mun svo borgin fá síðustu íbúðimar I þessum áfanga afhentar, sem verða sennilega 42 að tölu. Margt bendir til þess að fram undan séu mjög örar fram- kvæmdir í íbúðarhúsabygging- um. Til marks um það vil ég benda á eftirfarandi staðreynd- ir: Nú þegar hefur verið úthlut- að lóðum, á si. tveim til þrem mánuðum fyrir um 600 íbúðir, en auk þess var búið að gefa F.B. vilyrði fyrir lóðum undir 314 íbúðir I Fellahverfinu (Breið- holti III). Þessar íbúðir hafa þegar verið boðnar út, og bár- ust tilboð í þær fyrir nokkrum dögum. Byggingarframkvæmd- ir hefjast við þær nú í þessum mánuði. Þá hefur verið gerð samþykkt um, eins og áður er getið, að hafnar verði framkvæmdir við 308 íbúðir á vegum stjórnar verkamannabú staða. Það er því sýnt að hafnar verða framkvæmdir við yfir 1200 íbúðir á þessu ári. Þegar svona mikil byggingar- alda fer af stað, er það mikil nauðsyn að framkvæmdum sé hraðað og skipulega sé unnið að byggingunum. Ég tel að nokkur trygging sé nú fyrir þessu, vegna þess að mikill hluti af þessum byggingum er byggður á vegum stærri aðila en áður, eins og til dæmis verkamannabústað irnir, íbúðir á vegum Fram kvæmdanefndarinnar og svo hafa byggingameistarar stað- ið mjög myndarlega að sínum framkvæmdum að undan- förnu. Mjög lítið af þessum fram kvæmdum verður þvi á vegum þeirra er byggja eina og eina íbúð, en þá vilja framkvæmdir oft dragast. Segja má að á undanförnum 5 árum hafi verið mjög mikil byggingarstarfsemi, þrátt fyrir nokkra vöntun á húsnæði nú um tíma. Sést það bezt á þvi, að um 3660 ibúðir hafa verið fullgerð- ar á 5 árum, en það er um 730 að meðaltali á ári. Auk þess hafa svo verið byggðar um 150 íbúðir fyrir aldraða og ör- yrkja sem ekki hafa verið tekn- ar á skrá hjá byggingarfulltrúa. Að jafnaði á ári hverju hafa því verið byggðar um 760 íbúð- ir. Fólksfjölgun hefur orðið á sama tima í borginni um 3740 manns, samkvæmt þeim tölum er manntalsskrifstofan gaf upp 1. des. s.l. Hefur því verið byggð um ein íbúð á hvern nýjan borgara á þessum 5 árum. Það hljóta því allir að sjá að stöðugt er unn- ið markvisst að lausn húsnæðis- vandans og fyrirsjáanlegt er að þessi þróun heldur áfram þetta og næsta ár að minnsta kosti, miðað við lóðaúthlutun og þá grósku, sem er í allri bygging- arstarfsemi nú, Það hlýtur því að vera skammt undan að þessi mál leys ist til frambúðar. Auðvitað er það rétt að gefa þar þvi sérstaka ástandi gaum, sem nú rikir í borginni vegna Vestmannaeyinganna. En all- ir vona, að hér sé aðeins um bráðabirgðaástand að ræða. Ef ástandið mun hins vegar versna er ég sannfærður um, að borg- arráð mun taka á þessu máli með stórhug og ekki trúi ég því að borgarstjórn mundi láta sinn hlut eftir liggja. Nú síðustu dag ana hefur þó verið nokkur ástæða til bjartsýni vegna þess hversu dregið hefur úr gösinu, og nú fyrir nokkrum dögum mátti lesa í blöðum að í næstu viku yrði hafizt handa við að moka og hreinsa til í bænum. Ég legg svo til að tillögu vinstri flokkanna verði vísað til borg- arráðs. Sigurjón Pétursson (K): Ég dáist að bjartsýni Gísla á að þessi vandi sé að leysast, en get því miður ekki sagt, að ég sé honum ssim- mála. Til þess er alltof oft búið að segja, að hús- næðisvandræð- in séu rétt að leysast og allt- af hefur það verið rangt. Það er skylda Dorgarinnar að leysa úr vanda þeirra, sem ekki geta það sjálf- ir og það verður ekki gert nema með stórkostlega auknum bygg- ingum á vegum hennar sjálfrar. Kristján Benediktsson (F) kvað tillögu þeirra vinstri manna mjög hóflega. Það gæfist og oft vél, að borgarráð fjallaði um mál á frumstigi þeirra. En það væri eftir sem áður jafn ljóst að borgin yrði að eignast miklu fleiri leiguíbúðir. Guðmundur G. Þórarinsson (F) sagði að ástandið á húsnæð- ismarkaðinum væri mjög slæmt, hátt verðlag og lítið framboð. En eitt af því helzta sem borgin gæti gert til þess að bæta þetta væri að hafa alltaf nóg af lóðum til úthlutun- ar. Gísli Halldórsson (S): Ég harma órökstuddar fullyrðingar um dugleysi borgarinnar i bygg- ingamálum og vart ætti að þurfa að deila um grósku í húsbygg- ingum þegar byggð hefur verið íbúð á hvern nýjan einstakling síðustu fimm ár. Og á síðustu tveim árum hefur verið úthlut- að 2858 lóðum i borginni sem skiptast þannig: 1971: Raðhús 120 íbúðir Einbýlishús 47 íbúðir Fjölbýlishús 87 íbúðir 1972: i Raðhús 107 íbúðir Einbýlishús 41 ibúð Fjölbýlishús 975 íbúðir Gerðishús 70 ibúðir Og til Framkvæmdanefnd- ar Byggingaráætlana 314 og verkamannabústaða 308. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) sagði að það sem gert hefði ver- ið áður leysti alls ekki þann stóra vanda, sem nú blasti við. En kvaðst vona og leggja áherzlu á, að tillagan fengi góða meðferð í borgarráði. Albert Guðmundsson (S): Ég get fallizt á margt í þessari til- lögu og tel alls ekki hættulegt að vísa henni til borgarráðs. Qg öllum er það vel ljóst að ef Vest mannaeyingar munu ilendast í borginni þarf að endurskoða fjölmargt. Það er heldur ekk- ert ágreinings- efni að rétt er að athuga allar leiðir til fjármögnunar á bygg- ingum borgarinnar. Það kæmi Því vel til athugunar í þvi sam- bandi að bjóða þeim, sem búa i leiguhúsnæði hjá borginni að kaupa það með þeim kjörum sem hver og einn ræður við og vaxtagreiðslur í algeru lág- marki ef þeir kæra sig um og treysta sér til og nota það fé síðan til áframhaldandi uppbygg ingar. Þannig væri þessu fólld einnig gefið færi á því, að verða að óháðari einstaklingum. Alls ekki vil ég þó, að þessar ibúð- ir verði teknar af fólkinu held- ur aðeins að þessi möguleiki verði fyrir hendi. Kristján Benediktsson (F): Ég beini þeirri spurningu tO Alberts Guðmundssonar hvort þetta sé tillaga Sjálfstæðis- flokksins eða hans sjálfs? Albert Guðmundsson (S): Enn er þetta hvorki tU- laga Sjálfstæðisflokksins né mín en hún getur orðið annað hvort. Björgvin Guðmundsson (A) kvaðst vera mjög hissa á þeirri afstöðu manna, að það va»ri eim- hver skömm að búa í leigu- húsnæði. Erlendis væri þessu yf irleitt á allt annan veg farið. Tillögunni var síðan vísað tU borgarráðs með atkvæðum aJlra borgarfulltrúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.