Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1973 15 Erlendur Jónsson skrifar um * BOKMENNTIR ÆVISKRA Benjamín Kristjánsson: VESTUR-ÍSLENZKAR ÆVISKRÁR. IV. Akureyri. 1972. Síra Benjamín Kristjánsson hefur sent frá sér fjórða bindið af Vestur-íslenzkum æviskrám, mikla bók að vöxtum sem hinar íyrri. Hann segir meðal annars í fórmála, að aldrei hafi verið ætl- unin að semja tæmandi rit um Vestur-lslendinga, „heldur væri hér einungis um að ræða eitt- hvert úrtak landnemanna ís- lenzku í Vesturheimi og afkom- enda þeirra, smátt eða stórt eft- ir. atvikum, er nánast bæri að líta á eins og lítið sýnishom af íslenzku mannlífi í dreifingunni vestan hafs, valin sem víðast og án manngreinarálits, sem einmitt þess vegna ætti að geta gefið all glögga mynd af nýlendulífi Islendinga vestra og veitt nokkrar upplýsingar um, hvern- ig þjóð vorri farnaðist í hinmi framandi heimsálfu." Þetta er hógværlega mælt og skýrir þau markmið, sem höfundur hefur keppt að með samantekt þessa mikla rit- verks, sem hlýtur þegar að hafa kostað hann ærna virtnu, svo ekki sé meira sagt. Varla legg- ur nokkur í annað eins stór- virki, nema hann hafi áður fundið erfiði sinu skynsamlegan tilgang — svona nokkuð hlýtur að álitast fullviðamikið sem tóm- stundagaman eitt, eða er ekki svo? Gagn það, sem höfundur undur ætlar öðrum að hafa af verki sínu, fer svo eftir þvi, hvað á þvi verður byggt síð ar meir. Verður það t. d. keypt og lesið af þeim, sem það fjall- ar um — Vestur-íslending- um sjálfum með þeim árangri, að bönd þeirra við ættjörðina efl- ist fyrir bragðið? Fróðlegt væri að fá einhverja vitneskju um það, þvi það gæfi betur til kynna en flest annað, hvaða þræðir hanga enn eftir af raun- verulegum tengslum afkomenda íslendinga vestan hafs við okk ur hér, sem höfum lotið að þvi hlutskipti að hanga við heima- snagana. t>ó þessar æviskrár slra Benjamins séu vist eina rit sinn- ar tegundar um viðkomandi efni, ber ekki svo að skilja, að ekki hafi margt verið samið og gefið hér út sambærilegra rita undan- farin ár, til að mynda um fólk á ýmsum afmörkuðum svæðum landsins. Ég nefni sem dæmi Föðurtún Páls V. G. Kolku um Húnvetninga, Strandamenn og Dalamenn síra Jóns Guðnason- ar og Mýramenn Magnúsar Sveinssonar. Á þeim ritum og öðrum slíkum annars vegar og æviskrám síra Benjamins hins vegar er lítill eðlismunur. Að- eins eru fyrmefndu ritin stað- bundnari, þar sem þau fjalla um fólk á tilteknum svæðum hér Hjartans þakkir með þúsund kossum til ykkar aMra, er glödduð mig á 60 ára afmæli minu 6. marz sl. og gerðuð mér daginn ógleymanlegan með hlýjum kveðjum, góðum gjöfum og vinaheimsóknum. Guð biessi ykkur ÖU. Sigurður Ölafsson, Kjarlaksvölhini. heima, en síra Benjamin rekur feril fjölskyldna, sem dreifðar eru í framandi álfu. Gerist ætt- fræðingar einhvern tíma svo öt- ulir, að þeir loki hringnum eða með öðrum orðum reki flestar ættir á byggðu bóli, al-lt í kring um landið, má segja, að ævi- skrár síra Benjamins eigi heima við hliðina á þvíliku ritsafni. Ekki er mér kunnugt um vinnubrögð sira Benjamíns að þessu safni fram yfir það, sem hann hefur sjálfur upplýst, né heldur uppsprettur hans að heimildum. 1 fyrri bindun- um þótti mér hann nokkuð háð- ur heimildum sínum með því t. d. að tina tii hégómleg aukaatriði varðandi fólk, en síður i þessari bók. Sumu, sem undirritaður og kannski fleiri hefðu haft gaman af að vita, gerir hann aftur á móti litil skil. Til að mynda hefði mér þótt fróðlegt að vita, hvað af því fólki, sem hann minnist á og nú lifir, tel- ur sig mælt á íslenzka tungu eða hvað af þvi telur sig stautfært Síra Benjamín Kristjánsson á venjulegan íslenzkan texta á sama hátt og Islandsferðir eru tíundaðar. Hversu margir núlifandi Vest- ur jslendingar geta lesið þessar æviskrár, svo dæmi sé tekið? Eða var kannski of nærgöngult að fara svo grannt í sakirnar? Margur er þarna nefndur, sem sýnist ekki halda öðrum tengsl- um við feðrajörð sina en þeim að geta rakið hingað ættir sínar. Nöfnin segja nokkra sögu i þeim efnuip- Fæstir heita alisienzkum nöfnum. Afbökuð islenzk nöfn koma viða fyrir, og mundu þau mörg hver talin ónefni hér heima. Og svo eru það myndimar, sem eru margar, misjafnar að gæðum og að fleira leyti sundurieitar. Eitthvað sýnast mér þær koma slaklega fram á síðunum; hafa sumsé hreppt þoku á langri leið gegnum myndamót og prentvél- ar. Er leitt til að vita, því mannamyndir í ritum af þessu tagf gefa þeim hvað almennast gildi. Á hinn bóginn segja þess ar myndir svo mikið — ekki skárri en þær þó eru — að al- óiæs maður gæti samstundis get- ið sér til af þeim einum, að þama væru á ferðinni framandi andlit. Lifsstillinn mótar ásjónuna, og mörg svipbrigðin eru þess eðlis, að þau gæti varla borið fyrir augu í Húnaþingi eða á Strönd- um né annars staðar hér heima; andlitsfallið er kannski hið sama, en manngerðin, týpan er önnur, hvað sem veldur: lofts- lagið, lifnaðarhættirnir, tízkan eða hvað? Langt er nú liðið, síðan fyrstu íslendingarnir hleyptu heimdraganum til að freista gæf- unnar á sléttum eða í óruddum mörkum Vesturheims. Áreið- anlega höfum við Islending- ar lagt af mörkum hlutfallsiega eigi smærri skerf en aðr- ar Evrópuþjóðir til að byggja þann hluta heims, þó við mætt- um þá við því sizt ailra að missa svo margt fólk. En hvað um sjálfa landnem- ana? „Gripu þeir gæfuna?" spyr sira Benjamín í formála. Ekki kveður hann vera „til neitt algilt svar“ við slíkri spurningu. Líkast til væri nærtækast að leita svarsins i þessum æviskrám hans. Saga þjóðarbrotsins ísienzka vestan hafs spannar röska öld. Um framtíð þess vitum við ekki, þó líkur bendi auðvitað til að það haldi áfram að dreifast, blandast og aðlagast sínum heimkynnum. Hvort sem nú fengurinn að þessum æviskrám er meiri eða minni, hygg ég að séra Benjamín hafi tekið þær saman og gefið út að fullnuðum tíma, að það hafi ekki ver- ið seinna vænna og annar mað- ur hefði tæpast orðið til þess miklu siðar af þeirri einföldu ástæðu, að það verður ekki vinnandi verk eftir nokkur ár eða áratugi; fólkið dreift um all- ar jarðir og minningar þess um Frón gleymdar og grafnar. P.S. í grein minni, Samantekt um horfna þjóð, sem birtist í blaðinu laugard. 24. feb. minnt- ist ég á orð, sem hvorki hefði „heyrzt hér í mæltu máli né sézt á prenti fyrr en á síðastliðnum áratug.“ Ég mun hafa gerzt helzti fullyrðingasamur: orðið mun vera lítið eitt eldra. — E-I JÚHANN HJÁLMARSSON SKRIFAR UM BCDKMENNTIR LEIKUR AÐ ORÐUM Ólafur Haukur Símonarson: MÁ ÉG EIGA VIÐ ÞIG ORÐ? Ljóð handa fólki sem aldrei les ljóð. Myndir: Þorbjörg Höskulds- dóttir. SOR, Reykjavík 1973. LJÓÐABÓK Ólafs Hauks Símon- arsonar Unglinigarnir í eldofnin- um (1970) var athyglisverð frum smíð. í henni var skáldleg stemning, stundum nokkuð há- tíðleg og yfirdrifin að hætti ungra skálda, en í heild sinni vitin aði bókin um ferska skynjun skáidsins. Ólafur Haukur Simonarson hef ur nú sent frá sér nýja ljóðabók á vegum SÚR, samtaka ungra rithöfunda. Má ég eiga við þig orð? nefnist þókin og er mynd- skreytt af Þorþjörgu Hös'kulds- dóttur. Þessi bók er ólík fyrri bókinni. Hin skáldlega stemning hefur að mestu vikið fyrir veru- leika dagsins í dag. Skáldið leit- ast við að túlka hversdagsleikann með öllum sínum smámiunum, á- hyggj um, amstri og stundum dá- litilli bjartsýni þrátt fyrir alla vitleysuna. Nauðsynlegt er að yrkja nógu einfalt og þlátt áfram svo allir skilji, láta hátilegar vangaveltur lönd og leið. Ljóðið Bjartsýni er dæmigert fyrir Má ég eiga við þig orð?: ég held að umferðarljósin séu skotin í mér af því þau eru alltaf að blikka mig. ég held að bráðum stytti upp af því nú er farið að rigna. ég held að sildin komi bráðum aftur af þvi búið er að gera samnínga um sölu á henni. ég held að gjaldheimtan iáti mig í friði af því ég elska friðinn. ég held að bráðum verði allt í lagi af því nú er allt í óiagi. ég lieid að bráðum hefjist lífið af því nú er allt svo dauðalegt. Orðaleikir Ólafs Hauks Símon- arsonar og há'fkæringur minna á Jónas Svafár og Dag Sigurðar- son. Ólafur Haukur lætur stund- um orð og hugmyndir standa á haus eins og Jónas til að sýna fáránleik þeirra og merkingar- leysi. Eins og Dagur gerir hann gys að mönnum og málefnum. Aftur á móti á Ólafur Haukur Símonarson lít ð til af beiskju og umvöndunarsamur getur hann varla talist. Aðalatriðið í ijóða- gerð hans er leikur. Ljóðin eru flest gáskafull, oftast skemmti- leg aflestrar, en um mörg þeirra má segja að skáldinu takist ekki fyllilega að veita lesandanum hiutdeild í þeim. Þau eru tilraun ir til að opna ljóðið, afklæða það skrauti sínu og sem slík mjög virðingarverð, en skáldið á enn margt eftir ólært. Það stendur vonandi til þóta. Ljóð óiafs Hauks Símonarson ar eru tilþreyting, sem gaman er að kynnast. Þrátt fyrir að sum þeirra, einkum lengstu ijóðin, dæmist ef til v 11 léttvæg, eru inn an um ljóð, sem sýna ótvíræða hæfileika skáldsins. Að mínu viti eru þan ljóð þest heppnuð sem minna svolítið á Unglingana í eld ofninum, en eru enn hnitmiðaðri í framsetningu. Eitt þessara ljóða er Vindurinn: vindurinn hreinsar penna minn um leið og ég rita vindurinn feykir rósuni blóðs míns á hvíta örkina Ólafur Haukur Simonarson vindurinn blæs mér inní hvítan vegginn inní Ekkert þaðan lagði ég upp. Má ég e ga við þ'g orð? er off sett fjölrituð þók o T fyrsta þók- in, sem kemur út á vagum SÚR. Ný ljóðaþók eftir Kristin Einars son, myndskreytt af Gylfa Gísla syni, er væntanleg innan skamms. Þessi samvinna SÚR og SÚM, ungra rithöfunda og ungra myndlistarmanna, gefur góðar vonir. Að minnsta kosti hefur fyrsta bókin tekist vel. Má ég elga við þig orð? er snotur þók að frága.nigi; myndir Þorþjargar Höskuldsdóttur gefa henni aukið gildi. ^Jlýkomic^ Frá Sjálfsbjörg í Árnessýslu og Vestmannaeyjum. I tilefni Alþjóðadags fatlaðra efna félögin til kvöld- fagnaðar í húsi kvenfélagsins Bergþóru Hveragerði laugardaginn 17. marz kl. 21. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 19,45. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Sjálfsbjargar L.S.F. fyrir fimmtudagskvöld. Sími 25388 og þar verða jafnframt veittar nánari upplýsingar um ferðina. SJÁLFSBJÖRG Árnessýslu, SJÁLFSBJÖRG Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.