Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, Mffi'vúia;. .auR-14. MARZ 1973 Sigurbjörn Sveinsson stud. med.: ■ ■ Orfáir punktar um ofurstirnið af samningafandinum hér í Reykjavík, Einar utanri' ;is"áð- herra og Lúðvík og hittu fyrir fréttamenn sem tóku að spyrja Einar. LúSvík sagði Einari þá að þegja með þeim hætti, að hann greip fram i fyrir honum og hélt síðan orðfr.u. Þetta hefði alls staðar þótt rosafrétt í blaðfrjálsum löndum og það var síður en svo að Morgun- blaðið gerði mikið veður út af henni móts við það sem annars staðar hefði verið gert, og ekki heldur því sem á eftir fór, sem einnig hefði alls staðar i hinum vestræna heimi þótt tíðindum sæta og kostað ráðherrana embættin, að ráðherramir reyndu að kúga blaðið til að þegja, með þvi að hóta því fréttabanni, ef það birti fram- vegis aðrar fréttir en þeim lik- aði. Það vita allir, að þessi ger ræðistilraun var runnin undan rif jum Lúðviks. Morgunblaðið sagði líka á sinn hlutlausa hátt frá því, þeg ar forsætisráðherra hafði lýst því yfir, að ekkert yrði látið uppi um samningaviðræður af fundi fyrr en utanrikis- ráðherra kæmi heim frá Banda rikjunum, en sjávarútvegsráð- herra hafði þau fyrirmæli að engu og kallaði saman frétta- menn og rakti fyrir þeim einka skoðun sína. Morgimblaðið sagði lika hlut laust frá rimmunni innan stjómarinnar um það, hvort farin skyldi uppbótaleiðin með öllu þvi ógleymda svindii- braski sjávarútvegsráðherrans sem því fylgdi í fyrri vinstri stjóminni eða gengið fellt. Lúðvik hefur margjátað sjálf- ur að um ósamkomulag hafi verið að ræða. ' Morgunblaðið sagði líka al- veg hlutlaust frá eldfrumvarp inu, þar sem ráðherrar „alþýð unnar“, Lúðvik og Magnús Kjartansson, eins og Magnús hefur nýverið játað af sinni al- kunnu óskammfeilni, ætluðu að greiða úr fjármálaöngþveiti stjómarinnar með því að sækja fé í vasa alþýðumanna í skjóli hörmunganna í Vestmannaeyj- um með kauplækkun, kaup bindingu, vísitöluskerðingu og verkfallsbanni. Nokkrir ráð- herranna, sem ekki voru útaf eins miklir „vinir alþýðunnar", og tveir þeir fyrmefndu, guggn uðu fyrir stjómarandstöðun-ni og féllu frá frumvarpsflutningn um þvert gegn vilja Magnús- ar og Lúðviks. Það var ekki Morgunblaðið heldur brezk blöð, sem köll uðu Magnús Torfa „surpirse choice" á samningafundunum hér i Reykjavík. Hvaða erindi átti menntamálaráðherra á þennan fund um landhelgismál ið, spurðu blöðin, að ekki sé nú nefnt, það sem einn reynd- asti maður utanríkisþjónust- unnar, taldi einsdæmi, að þrír ráðherrar komi á vettvang til að ræða við aðstoðarutanríkis- ráðherra annars ríkis. Jú, út- lendingamir fundu skýringuna alveg af sjálfsdáðum. Ljúf- mennið Magnús Torfi var flutt ur i sofum ofan úr stjómar- ráði og festur upp sem stuð- púði milli þeirra Einars og Lúð víks við samningaborðið. Var hægt að auglýsa betur fyrir umheiminum, hvernig háttað væri um samkomulag innan Is- lenzku ríkisstjórnarinnar? Morgunblaðlð hefur sannar- lega ekki búið til ósamkomulag ið innan ríklsstjómarlnnar, að- eins ságt frá þvl. Þetta ósamkomulag varð strax á fyrsta degi stjórnarsam starfsins lýðum ljóst, þegar ráð herrarnir komu fram I íjðl- miðltmi og túlkuðu stjórnar- sáttmálann hver með sínum hætrti. Og lengi vel gekk það svo, að þeir létu hver og einn rigná' yfir landslýð lelðrétting um við ummæli sin til að sam- ræming fenglst á túlkuninnl. Þetta lánaðlst ekkl, og endaði með því að þetr urðu bara reið lr og svðmðu skætin-gl, ef þeir voru minntlr á stjómarsáttmál ann. „MorgunblaðslygIn,' um þetta atriði á eftir að sýna slg, þegar að uppgjörinu kemur milii þessara flökka. Það er meira en um ósam- komulag um stefnumál sé að ræða, það rikir hréin óvild milli ráðherranna og stjórnin er óvirk af þeim sökum, þó að henni dytti nú einhvern tim- ann eitthvað nýtilegt i hug. Morgunblaðið hefur borið gæfu til þess, samkvæmt vott- orði Lúðvíks, að vera sá speg- ill, sem hann þarf ekki annað en lita í til að sjá sjálfan sig. Blaðið á hins vegar ekki sök á þeirri mynd, sem við hónum blasir. Lúðvík er ekki lengur sléttur og áferðargóður í fram- an og engin pólitísk „andlits- lyfting", hvorki hans sjálfs né samherjanna megnar að bæta hér um oftar né framar. Lúð- vík er ljós þessi staðreynd, þess vegna kveinkar hann sér. Hann sér eins og aðrir mynd- ina i Morgunblaðinu af rúnum ristum bragðaref, sem getur ekki lengur endurnýjazt I for- herðingunni. Fyrir 15 árum pakkaði hann vígreifur niður í tösku sína sviknum kosningaloforðum þess tíma og hvarf úr stjórnar ráðinu keikur, sporléttur og forhertari en nokkru sinni fyrr. Hann átti þá mikinn tíma framundan til nýrra loforða — og nýrra vanefnda. Nú er tíminn hlaupinn og hann veit, að hann á ekki aft- urkvæmt í stjórnarráðið, þeg- ar hann nú hrökklast þaðan með tösku sína miklu fyllri en í hið fyrra skiptið af sviknum loforðum. Hann lofaði að bæta kjör sjómanna — það efndi hann þannig að hann sótti fé í þeirra eigin sjóð, verðjöfnunarsjóð, og lét þá þannig standa sjálfa undir sínum eigin kjarabótum, meðan allur annar landslýður fékk kjör sin bætt á kostnað þjóðfélagsins í heild. Síðar svaraði hann svo kröfum sjó- manna með því að binda skip þeirra og halda þeim í verk- falli og hóta þeim gerðardómi. Enginn maður talaði fjálgleg ar um „íhaldsúrræðið glæp- samlega" gengisfellingu, en Lúðvik Jósepsson og enginnlof aði ákafar að til sliks skyldi aldrei gripið undir vinstri stjórn. Hann hefur nú á hálfu öðru ári staðið að þremur geng isfellingum í mesta góðæri til lands og sjávar sem þjóðin hef ur lifað. Hann lofaði kjósendum sín um með minnisverðum sann- færingarkrafti að flæma burtu varnarliðið. Það er nú hálfnað kjörtímabilið og það eina, sem gerzt hefur í þá veru, er að varnarliðið hefur lengt flug- brautir sínar og hreiðrað eitt- hvað betur um sig en áður var. Ótalið er það loforð, sem veldur mestum taugaæsingi hins aldna stjórnmálamanns. Hann lofaði að friða snarlega fiskimiðin fyrir ágangi er- lendra togara og valdi til þess vitlausustu leiðina af þremur, sem um var að ræða. Sú stað- reynd blasir nú við honum, að erlendir togarar hafa aldrei verið fleiri á miðunum en einm itt nú og heildaraflamagn þeirra í hámarki og rányrkja þeirra aldrei hættulegri ís- lenzka þorskstofninum, þar sem þeir drepa nú ein- vörðungu smáfisk eftirlitslaust um vörpubúnað. Hins vegar tókst Lúðvíki að friða fisk- stofnana fyrir ágangi íslenzku togaranna með því að binda þá við bryggjur. Það er vonandi að maðurinn Lúðvík Jósepsson eigi langt lif fyrir höndinn og verði allra karla elztur og njóti friðsællar elli austur í heimabyggð sinni, Norðfirði, en það er áreiðan- lega óhætt að fara að efna í kransinn á dys lýðskrumarans Lúðviks Jósepssonar. Hann er nú að ganga síðasta spölinn að þeirri stjórnmálagryfju sem hann hefur sjálfur grafið sér og þar sem hann dysjast i skæðadrífu svikinna kosninga loíorða. I. Allt frá því, er söngleik- urinn Jesús Kristur ofurstirni kom út á hljómskífu fyrir nokkrum árum, hafa umræður um hann verið líflegar. Eins og vænta má, eru skoðanir skipt- ar um leikinn og ýmsum sjón- armiðum verið á loft haldið. Hér er á ferðinni „rock- opera", og er efni hennar feng- ið úr guðspjöllunum. Um þetta þarf ekki að deila, en hitt sýn- ist ýmsum, að höfundarnir fari all frjálslega með frásagn- ir Biblíunnar og að vart sé hægt að nefna kristindóm í sömu andránni og söngleik þennan. Nú, þegar hann hefur verið tekinn til sýninga hér á landi er ekki úr vegi að draga fram nokkur atriði þessu viðvíkj andi. n. Jesús og Jtulas: Flestir munu sammála um það, að Jesús Kristur er ekki aðalper- sóna þessa söngleiks held- ur Júdas. Hann hefur leikinn og endar hann, og athygli áheyrandans er frekar beint að honum en Jesú. Frá höf- undanna hendi er Júdas raun- veruleg persóna, sem varpar skugga á Jesúm. Af leiknum má ráða, að Júdas sé drifkraft urinn í starfi Jesú og okkui dettur helzt í hug byitingar- maður nútímans. 1 upphafi leiksins gerir Júd- as nokkra grein fyrir sér og Jesú. Hann lítur svo á, að Jesús hefji starf sitt sem mað- ur og ali ekki í brjósti sér nein ar guðshugmyndir um sjálfan sig. En nú hefur hins vegar guðmóður lýðsins hrifið hann með sér, og hann ánetjast skoð unum þeirra, að hann sé Messí- as. Honum finnst þetta hlut skipti Jesú ömurlegt. Þar sem persóna Júdasar er mjög ljós allan leikinn í gegn, hlýtur at- hygli okkar að beinast að orð- um hans. Jesús var aðeins mað- ur en ekki Messías. Hann vai stækur trúmaður, sem notfærði sér Messíasarhugmyndir lýðs- ins. Svik Júdasar við Jesúm stafa ekki af eigingirni hins fyrr- nefnda. Hann neitar að taka við blóðpeningunum og hugsar ekki um örlög sín. Það er örþrifaráð hans að fara til æðstaprestsins, þar sem hann lítur svo á, að Jesús hafi misst tökin á atburðarásinni. Þessi Júdas er hvergi sjáan- legur I Bibliunni. Þar kemur greinilega fram, að það eru silf urpeningarnir, sem freista hans, er hann svikur Jesú. „Hvað viljið þér gefa mér tU þess, að ég framselji yður hann?" (Matth. 26:15). Hvergi er nokkur stafur um það, að Júdas hafi einn skilið hlutverk Jesú og Biblían er í rauninni mjög fáorð um hann. Júdas söngleiksins, er því hugarsmíð höfundanna einna og á sér enga stoð i Biblíunni. III. Jesús og María Magda- lena: Mjög frjálslega fara höf- undarnir með persónu Mariu Magdalenu. Um hana má segja það sama og Júdas, að lítil tengsl eru miUi hennar og þeirrar Maríu Magdalenu, sem sagt er frá I guðspjöllunum. Segja má, að María þessi sé nokkurs konar samsuða þeirra kvenna, sem Jesús hafði sam- skipti við og tóku þátt I lífi hans og þjáningu. Til dæmis má nefna, að það er ekki María Magdalena, sem smyr Jesúm, eins og á sér stað I leiknum, heldur Marla syst- ir þeirra Mörtu og Laz- arusar i Betaníu (Jóh. 12). Það má til sanns vegar færa, að slík meðferð er hagnýt við samningu söngleiks, en er ákaf lega villandi og Ieiðir til rangra ályktana um samband Jesú og Maríu Magdalenu. 1 guðspjöll- unum er hvergi að finna atriði, sem benda til eins ná- ins sambands Jesú við Maríu Magdalenu og söngleikurinn gefur til kynna, þar sem at- burðir hans eru þar tengdir fleiri konum en Maríu Magda- lenu einni. IV. Jesús: Þegar við höfum komizt að ofangreindum niður- stöðum um Júdas og Maríu, má búast við, að fjölmargt í per- sónu Jesú sé á einn eða annan hátt brenglað. Kemur það líka á daginn. sig rita söngleik biblíulegan að efni, komast hjá að taka til greina vitnisburð þann um Jesúm, sem á Biblíima er rit- aður. Má þar bæði nefna orð Það veldur manni furðu, hvernig höfundamir, sem telja hans sjálfs og einnig læri- sveina hans. Svo er helzt að sjá, að höfundamir forðist með vilja að taka mið af Biblíunni í þessu efni. Söngleikur- inn greinir 1 engu rétt um, hver Jesús sé, hlutverk hans og þýðingu þjáninga hans og dauða fyrir mannkyn allt. Við mætum hér aðeins dauðlegum manni. Hann er í vafa um hlut- verk sitt og markmið lífs síns. Hann er viljalítil persóna með fagrar hugsjónir, en berst með straumnum og verður að lokum fómarlamb pólitískra átaka. Ef við kristnir menn byggð- um líf okkar á starfi og orð- um slíks manns, væri til litils að vinna. En reyndin er önnur. Sá Jesús, sem Biblian fjallar um, er af allt öðrum toga spunn inn. Biblían er berorð um það, hver Jesús er: „Konan segir við hann: Ég veit að Messias kem- ur, sem kallast Kristur; þegar hann kemur mun hann kunn- gjöra oss allt. Jesiis segir við hana: Ég er hann, ég, sem við þig tala.“ (Jóh. 4:25—26.) Þetta eru orð Jesú sjálfs. Og Símon Pétur vitnar einnig um hann, er hann segir: „Þú ert Kristur sonur hins lifanda Guðs." (Matt. 16:16.) Jesús vissi einn ig fullvel, hvað fyrir hann átti að bera. Svo segir í Mattheus- arguðspjalli 17:22—23: „Jesús sagði við þá: Manns-sonurinn á framseldur að verða i manna hendur. Og þeir mimu lifláta hann og á þriðja degi mun liann upp rísa.“ Og hver er svo tilgangur- inn? Um hann er Jesús viss þvert ofan i það, sem söngleik- urinn boðar. Jesús segir: „Manns-sonurinn er ekki kom- inn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnar- gjalds fyrir marga." (Matt. 20:28.) Og sterk eru þau orð Jesú, er hann vitnar í löngu liðinn atburð i ísraelssögunni og segir: „Éins og Móse hóf upp höggorminn á eyðimörk- inni, þannig á manns-sonurinn að verða upphafinn, til þess að hver, sem trúir, hafi í samfé- Iaginu við hann eilíft Iíf.“ (Jóh. 3:14—15.) Þessar fáu tilvitn- anir sýna okkur vonandi, að Jesús Kristur sonur Guðs á enga samleið með ofurstiminu. Ekki verður hjá þvi komizt að fjalla lítillega um þann þátt leiksins, sem varðar þjáningu^ Framh. á bls. 20 Atriði úr Superstar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.