Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, M ÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1973 13 Tal nr. 1 Spassky nr. 3 Moslkvu, 13. rmarz. NTB. FYRRUM heimsmeistari í skák, Mikhail Tal, hefur trysgi sér sigur I alþjóðaskák mótinu, sem fram fer um þessar mundir í Tallinn, höf- uðborg Eistiands. Eftir er að- eins ein umferð og hefur Tal nú þegar W/2 vinning, en næsti maður, Polugajevski, 10 vinninga. Boris Spassky tekur einnig þátt í þessu móti og er í þriðja sæti, ásamt tveimur öðrum með Sy2 vinn- ing. i stuttu máli Tíu Norður-írar fyrir rétt í London Lowdon, 13. marz, NTB. Sjö karlar og þrjár konur frá Norður-trlandi hafa verið leidd fyrir rétt í London, sök- uð um að hafa komið fyrir sprengjum í tveimur bifreið- um, er lagt hafði verið úti fyr- ir dómhúsinu Old Baily og skráningarskrifstofu brezka hersins í London hinn 8. marz sl. — daginn, sem þjóðarat- kvaeðagreiðsla fór fram á Norður-frlandi um það, hvort íbúar þar vildu sameinast írska iýðveldinu eða halda áfram sambandinu við Breta. Einn maður beið bana og 250 særðust af völdum sprenging- anna. Hinir ákærðu voru hand teknir á Heathrow-flugvelli skömmu eftir að sprengjurn- ar í London sprungu. Sakaðir um árásina á John Stennis Wasiháinigtotn, 13. marz, AP. í Wa.sihington hafa verið handitefcnir þrír u<rngir menn, sem taldár eru hafa ráðizt á og skotið bandaríska öldunga- deildarþiinigmanniiintn, Johin C. Stennis, hinn 30. janúar s-1. Stenindis hefur síðan legið þuingt haldinin í sjúkrahúsd og tvivegis orðið að gaogiast und- ir sfcwðaðgerð. Meniniírnir þrír verða leidd- ir fyrir rétt, safcaðdr um rán og ofbeldisárás. Þeir hedta Isaiah Marshall, 19 ára, John MarshaH, 21 árs, og Derick Hoiiyway, 18 ána. Yfirhevrslur á Bermúda Haimilton, Bermuda, 13. marz. NTB. Á ANNAÐ hundrað manna hafa verið yfirheyrðir vegna morðsins á brezka landstjór- anum á Bennuda, sir Richard Shar-oles og aðstoðarmanni hans, Hugh Sayers, en ekki er til þess vitað að neinn hafi verið handtekinn. Hernaðarástand er enn á eyjunni og lögreglan hefnr fengið heimild til þess að setja menn f trveggja sólar- hringa varðhald án þess að iögð sé fram ákæra á Iiendur þeim. Meðal þeirra, sem hafa verið yfirheyrðir, eru tveir fórystumenn herskárra sam- taka sem nefna sig „svörtu húfurnar" og eru tengd hreyf ingunni „Svörtu hlébarðarn- ir" 1 Bandaríkjununi. A mynd þessari er landstjórinn á Bermuda, Sir Richard Sharpl- es, sem myrtur var sl. laugardag, að leika við hundinn sinn Horsa, en hann var einnig drepinn á hefðbundinni kvöldgöngu þeirra umhverfis landstjórabústaðinn í utbverfi borgarinnar Hamilton. WOUNDED KNEE AFTUR 1 UMSÁTRI Mirmeapolis, 13. marz, NTB. VOPNAB lögregluUð hefur aftur umkringt smábæinn Wounded Knee í Suður-Dakóta, þar sem hundruð Indíána hafast enn við og neita með öllu að ganga til samninga við fulitrúa Banda- rikjastjómar. Hefur spennan far- ið vaxandi síðustu daga, einkum eftir stríðsyfiriýsingu Indíána. Þeir hafa lýst Wounded Knee „sjáifstætt ríki“ Indíána og myndað sérstaka stjóm. Því er haldið fram af háifii dómsmáiaráðuneytisins banda- ríska að Indíánar hafi notað vopnahléð fyrir helgina til þess að ná í anknar vopnabirgðir. Færeyjar: Landstjórnin mælir ekki með EBE-aðild Einkaskeyti til Mbl. frá Þórshöfn, 13. marz. ATLI DAM, lögmaður, hefur fyrir hönd færeysku landstjórn- arinnar lagt fyrir lögþingið álykt un þess efnis að ekki sé hægt að mæla með þvi, að Færeyjar ger- ist aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu eins og málum sé nú hátt að. Heiztu rök landstjórnarinnar fyrir þessari ályktun era eftir- farandi: Útfærsla fiskveiðilögsög unnar við ísland í 50 sjómílur, úrslit þ.jóðaratkvæðagreiðslnnn- ar í Noregi, þar sem aðild að EBE var hafnað, og minnkandi fiskveiðimöguleikar færeyska fiskiflotans á N-Atlantshafi. í ályktuninni er mælt með því, að landstjóminni verði falið að vinna að því að fá breytt af- stöðu EBE varðandi fiskveiðirétt indi með það fyrir augum, að STÆRSTA HVALAVAÐA FRÁ 1938 Einkaskeyti til Mbl. frá Þórshöfn, 13. marz. Á LAUGARDAG hófst í Fær- eyjum slátrun 650 grindhvala sem er stærsta hvalavaða, sem þar hefur komið á land frá því árið 1938, þegar 1100 hvalir voru drepnir í Klaks- vik. 100 hvalanna voru seldir á uppboði á um 100 d.kr. að meðaltali en alls má búast við að um 350 lestir af kjöti og spiki fáist úr þessari vöðu. Arge. hún hæfi betur kröfum landa og landsvæða, þar sem fiskveið- ar hafa úrslitaþýðingu og aðrir atvinnuvegir eru takmarkaðir. 1 athugasemdum með ályktuninni segir landstjómin, að frá sjónar hóli útflutnings, leiki enginn vafi á þvx, að það væri Færeyjum í hag að fá aðild að EBE. Arge. SJÓNVARPIÐ UNDIRBÚIÐ í FÆREYJUM Einkaskeyti til Mbl. frá Þórshöfn, 13. marz. I DAG voru iagðar fyrir lögþing ið í Færeyjum niðurstöður nefnd ar, sem hefur unnið undir stjórn séra Aksels Torgards að athug- un á þvi, hvort unnt sé að koma á sjónvarpi i landinu. Hefur nefndin koniizt að þeirri niður- stöðu, að sjónvarp eigi að setja upp sem deild hjá færeyska út- Aarpinu og áætlar hún, að kostn aður við að koma upp húsnæði, stúdíóum og sendnm, verði um 10 milljónir danskra króna. Nefndin mælir með því að byrjað verði með 10% klst. út- sendingum á viku og hún áætl- ar, að reksturskostnaður verði um 2,2 milljónir danskra króna á ári. Aínotagjald miðar nefnd- in við 300 kr. danskar. Þá mælir nefndin með því, að tæknilegar athuganir og upp- háfsframkvæmdir miðist við, að útsendingar nái til alira eyjanna og hefur landsstjórnin ákveðið að verja 300.000 krónum til und- irbúningsstarfs. Landstjórnin hef ur hins vegar ekki tekið afstöðu til þess, sem nefndin segir um, að sjónvarpið eigi að reka sem deild úr útvarpinu — og telur enda ekki nauðsynlegt að á- kveða neitt um það á þessu stigi málsins. Á togarataka að bjarga stjórninni? BREZKIR togaramenn kvarta mikið yfir auknum aðgerðum íslenzku varðskipanna og frét-tamaður Daily Telegraph, James Wightman, segir í skeyti til blaðsins frá Reykja- vik, að þar með „verði þeir fyrir barðinu á tilraun ís- lenzku stjórnarinnar til þess að vinna aftur vinsældir, sem hafa dvínað vegna óðaverð- bólgu“. Harm segir í ítarlegri grein á mánudiaginin um landhelgis- deiiluna: „Það kæmi engum á óvart í Reykjavík ef ríkis- stjórnin, sem er fallvölt sam- steypustjóim, reyndi að vimna sér meiri hylli almennings með því að taika brezkan tog- as'a" innian nýju fiskveiðd- markanna. Þar með segir hamn, að varla verði umflúið að Bretar sendi sjóherinn á vettvang til að vemda brezíku togarana, og hann bemdir á, að tvær freigátur hafi verið i nám- umda við togaraflotanin í nokk urin tíma, en þó utan nýju markanma. „Ég firéiii í gær,“ segir Wightman ennfremur, „að skipun um að taka togara var gefin fknm falibyssubáUim Is- lendinga í janúar. En áður en þeir gátu gert tilraun tii þess, voru þeir fluttir frá miðunum og sendir til björgunarstarfa eftir eidgosáð á Heimaey. Þeir sneru aftur á miðán á mámidaginn." Hainn se-giir, að togaraitafca sé „mikil pólitísk freiisting“ fyrir Ólaf Jóharmesson, forsætis- ráðherra. Hann bendir á, að sama daig og ucnræður fóru fram um vantraust á stjóm ina hafi útvairp og sjónvarp gert mikið úr fréttum um að- gerðir varðskipainna og að nú haifi fréttamanni og mynda- tökumarmi í fyrsta skipti ver- ið leyft að fara í ferð með varð®kipi. Frétt um togara- töku yrðd bezta svarið við ásökunum um linkirkd gegn brezkum veiðiþjófuim. Þaggað niður 1 egypzkum blaðamönnum Kairo, 13. marz — NTB HREINGERNINGU er haldið áfram meðal blaðamanna i Fgypfakindi og innan Arab- íska sósíalistasanibandsins, s<-m er eini stjórnmálaflokk- urinn í landinu. 89 manns hafa verið reknir úr flokkn- nm að undanförnu, þar af helmingurinn blaðamenn. Auk þess hefur verið þaggað nið- tir i sjötíu öðrum blaðamönn- uni með þvi að taka þá úr störfum við blöð og támarit og koma ]>eim fyrir í upplýs- ingamálaráðimeytinu. Þeim er þó leyft að vera áfram í flokknum. Meðal blaðaimarenia, sem fluttir hafa verið til, eru tveir kunnir mertn frá Kairo blað- inu „A1 Ahram“, anrear er Abmed Bahaa Eddin, þekktur dálkahöfundur, og Zakaria Neii, sem hefur skriíað um málefná Anaba. Þeim blaðamckmum, sem vísað var úr flokknum, var gefið að sök að hafa hvatt stúdenta til andófs gegn ríkis- stjóminini. Æ, æ, sagan var of góð til að geta verið sönn Bergen, 13. marz. NTB. ÞV'Í var nú verT — sagan var of góð til að geta verið sönn. f Bergen hefur engiun afbrýð issamur eiginmaður fyllt bíl elskhuga konu sinnar af stein steypu. En sagan liefur glatt margt hjartað og vandræðin, sem hún iiefur valdið, — þau eru ekki nema til að hlæja að. Svo og blaðamenn og rit- stjórar víðsvegar um veröld- ina, sem h&fa orðið sér úti uni magasár og himinháa símareikninga xið að reyna að ná í mynd af steypufylltu bifreiðinni. Það var diagblað í Bergen, seim fyrst birti söguna, þá siðdegisblað í Osiló og dagimn eftir höfðu fréttastofumair sent fréttina út i alla heimisins króka og ikimia. Hvaðanæva að, úr öll'Uim heimsihomum, vair hringt til Berigen, til lög- regl'uimnar þair, tnyggingafé- laiganna, bdaðaínnia, ... „útveg- ið okfcur mynd af bilnum, eigirtmaxininum, eskhugan- uim ...“ Svo er þetta eftir allt sam- an saiga eftir þýzka skáldið Gunther Grass, það er að segja, hún er í skáldsögu hame „Staðdeyfingin", en það getur vel verið, að hann hafi íengið sögum-a úr þjóðsögixm. Þeir, sem þekkj a vel til í steypuiðm- aðinium segja, að sagan sé fimagömul og hafi viða farið og verið staðfærð á nýjum og nýjum sitað. Senimilega verður sagan ekki birt aftur fyrr en þeir blaða- mienin, sem nú eru í starfi, eru komnír á eftirlaun. Samt er eiigiinimöninium ráðlagt að at- huga hvort kaiskótrygginigin nær yfir svona nokkuð. Ef svo ólíklega skyldi vilja tii, að kokkálsisagan hafi farið frarn hjá ekihverjum lesanda blaðsms, slkal á það bent, að hún birtist laugardaginm 10. marz sfl. Arire.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.