Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUÐAGUR 14. MARZ 1973 Matthías Á Mathiesen; Rofar til í hitaveitumálum á höfuðborgarsvæðinu Ráðherra afgreiðir loks gjaidskrá Hitaveitu Reykjavíkur FRÉTTIR I STUTTU MÁLI AIÞinGI GJALDSKRÁRNEFND ríkis- stjórnarinnar hefur ákveðið að heimila 20% hækkun á gjöldum Hitaveitu Reykjavíkur. Þessar upplýsingar kotnu fram í svör- um Magnúsar Kjartanssonar við fyrirspurnum Matthiasar Á. Mat hiesen um hvort ríkisstjórnin hygðist veita bæjarstjórn Hafn- arfjarðar umbeðna heimild um rekstur hitaveitu. Þá spurði Matthías ennfremur um hvort ríkisstjórnin hygðist beita áhrif um sínum til þess, að samningar gætu tekizt milii sveitarfélag- anna i nágrenni Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur um hita- veituþjónustu, og hvort ríkis- stjórnin hygðist að öðrum kosti veita þessum sveitarfélögum fyr irgreiðslu til sérstakra hitaveitu framkvæmda, hverju fyrir sig. Við umræðurnar sagði Geir Hallgrímsson, að hinni 25 þúsund manna byggð á höfuðborgarsvæð inu utan Reykjavíkur yrðu spar- aðar 100 milljónir á ári, ef hún fengi hitaveitu. Sagðist hann telja, að ríkisstjórnin hefði, með afgreiðslu sinni á gjaldskrármál um Hitaveitu Reykjavíkur frest að því um eitt ár, að þetta hag- ræði til handa íbúum á höfuð- borgarsvæðinu hefði komizt á. Matthías Á. Mathiesen Matthías Á. Mathiesen: — 1 byggðarlögunuim í nágrenni Reykjavíkur hefur verið mikill á hugi á að hagnýta sér jarðvarma á líkan hátt og Reykjavíkurborg hefur gert. Því miður hefur ekki tekizt að koma málum þannig fyrir, þannig hafa athuganir og rannsóknir í Hafnarfirði sýnt, að oí langt og ópraktískt er taiið, að ráðast í framkvæmdir á þeim grundvelli, sem ætlað hafði ver- ið. Nú virðist hins vegar rofa til, þar sem Hitaveita Reykjavikur hefur með borunum og rannsókn um fengið meira vatnsmagn, en gert hafði verið ráð fyrir, og því útl'.t fyrir, að hún geti tekið að sér upphitun húsa á öllu höfuð- borgarsvæðinu. Af þessum sök- um hef ég borið fram þær fyrir- spurnir er að framan greindi. Magnús Kjartansson Magnús Kjartansson orkumála ráðherra: Hafnarfjarðarkaupstað ur hefur talið sig hafa þá heimild, sem um er spurt, og vísa ég í því sambandi til samningsuppkasts milli Hafnarfjarðar og Reykjavík urborgar, þar sem Hafnarfjörður afsalar sér e'nkaleyfi sínu til hita veitu. Ráðuneytið telur enga ástæðu til að vefengja eða and- mæla, að kaupstaðurinn hafi þessa heimiid. Hvað síðari liðinn snertir hefur staðið yfir samnings gerð milli sveitarfélaganna um sameiginiega hitaveitu, og ef þeir samningar takast er ekkert til fyrirstöðu af hálfu ráðuneytis ins. Það varð hlé á þessum samn ingum vegna þegs að Hitaveita Reykjavíkur taldi að lausn á verðlagsmálum hennar væri for senda þess, að hún gæti gengið til slikra samninga. Þrjár um- sóknir hafa verið sendar um gjaldskrármál Hitaveitunnar. — Sótt var fyrst um 13% hækkun miðað við 1. janúar. í desember var sótt um 17,9% hækkun og nú síðast í febrúar var sótt um 29,6% hækkun frá 1. marz, sem samsvarar 25% hækkun á árs grundvelli. Þessar umsóknir voru sendar hagrannsóknadeild Framkvæmdastofnunarinnar og taidi hún, að 20% hækkun myndi nægja 11 að tryggja 7% arðsemi Hitavéitunnar. Því hefur gjald- skrárnefnd ríkisstjórnarinnar nú samþykkt 20% hækkun til Hita- veitunnar. Matthías Á. Mathiesen: Ég geri ráð fyrir að beiðni Hafnarfjarðar bæjar um leyfi sé sprottið af við ræðum fulltrúa kaupstaðarins við ráðherrann fyrir nokkru, þar sem hann taldi jafnvel vafa leika á því að Hafnarfjarðarbær hefði tilskilin réttindi eða ekki. En mér þykir vænt um að ráðherrann staðfestir, að leyfin séu fyrir hendi. Mér virtist ráðherrann líta svo á, að með þeirri hækkun, sem mú er fenigún til handa Hita- veitunni, sé ekki lengur neitt þvi til fyrirstöðu, að samningar henn ar við nágrannasveitarféiögin geti tekizt. Ef svo færi, að samn ingar tækjust ekki, og t.d. Hafn arfjarðarbær teldi réttara að hefja hitaveituframkvæmdir og fá vatn frá Álftanesi, þá myndu sveitarfélögin að sjálfsögðu þurfa á töluverðri fyrirgreiðslu að halda. Ég skildi ræðu ráðherrans svo, að á meðan ekki væri úr því skor A hvort samningar þessir tækj- ust, þá teldi hann ekki ástæðu til Geir Hallgrímsson að taka afstöðu til síðara atriðis ins, sem ég spurði hann um. Steingrímur Hermannsson fagn aði að þessu mikilvæga máli væri hreyft. Sagði þingmaðurinn að olía færi hækkandi í verði, og jafnvel væri orðin á henni skort- ur, og því væri nauðsynlegt fyrir íslendinga að notfæra sér þessi auðæfi. Sagðist þingmaðurinn þó efast um þá stefnu, að fela Hita veitu Reykjavikurborgar þessa þjónustu. Geir Hallgrimsson: Beiðni Hita veitu Reykjavikur um gjaldskrár hækkanir byggjast á skilyrði, sem Alþjóðabankinn setti Hita- veitunni þegar árið 1961 um 7% arðgjöf í rekstri hennar. Það er jafnframt nauðsynlegt fyrir Hita veituna sjálfa að hafa þessa arð gjöf, ef hún á að vera þess um- komin að leggja hitaveitu jaifn- óðum í ný hverfi borgarinnar. •—- Loks er þetta skilyrði þess, að Hitaveitan geti gengið til samn- inga við nágrannasveitarfélögin. Þetta er sem sagt hagsmunamál aiira sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu, og þetta er hags- munamál alþjóðar, þvi í þessu felst mikill gjaldeyrisspamaður. Taldð er, að hvert heimili spari helming hitakostnaðar við að fá tengsl við Hitaveitu Reykjavíkur, eftir 20% hækkunina. 25 þúsund manna byggð á höfuðborgarsvæð inu utan Reykjavíkur sparar 100 milljónir á ári með hitaveitu. Ég hygg, að ríkisstjórnin hafi, með afgreiðslu sinni á gjaldskrármál um Hitaveitu Reykjavikur frest að því um e'tt ár, að þetta hag ræði til handa íbúum höfuðborg arsvæðisins hafi komizt á. Og það er eitt dæmi um, hvernig ó- raunhæf verðlagshöft verða til þess að koma á vöruskorti og gera það að verkuim, að fólk fær ekki þó þjónustu, sem þvi væri nauðsynlegt á hverjum tíma. 1 Stefán Gunnlaugsson fagnaði jákvæðum undirtektum ráðherr- ans, og sagði að aðstöðumunur milli Reykvikinga og nágranna- sveitarfélaganna í þessum efnum væri staðreynd. Magnús Kjartansson orkumála ráðherra mótmælti því að ríkis- stjórnin hefði orðið til að tefja framgang málsins, og sagði ráð- herrann að það hefði verið hita- veitan sjálf, sem stöðvaði samn- ingana. Geir Hallgrímsson ítrekaði, að neitanir rikisstjórnarinnar um raunhæfa gjaldskrá fyrir Hita- veitu Reykjavíkur hefði orðið til þess að tefja framkvæmd samn- ingsins við Kópavog og draga á langinn undirritun og frágang á samn ngi við Hafnarf jarðarbæ. SJÁLFVIRK RADÍÓDUFL I SKIPUM Jónas Árnason spurði. sam- gönguráðherra hvað liði fram kvæmd þingsályktunartillögu um að koma sjálfvirkum radíóduflum fyrir í islenzk- um skipum. Hannibal Valilimarsson las upp athugasemdir ýmissa fé- lagssamtaka sem hagsmuna hafa að gæta í þessu sam bandi. Sagði hann hafa kom- ið fnam að kosifcmaður við fraim kvæmd þessarar þingsálykt- unar væri frá 180 milljónir upp í 400 milljónir og hefði ríkisstjórnin orðið sammála um, að ekki væri hægt að leggja þennan kostnað á út- gerðarmenn eins og málin stæðu. Pétur Sigurðsson sagðist furða sig á þessum orðum ráðherrans er hann segði að hann og aðrir ráðherrar hefðu orðið sammála um að framkvæma ekki þingsálykt- unartillögu sem Alþingi hefði samþykkt. Jónas Árnason tók undi • orð Péturs og sagði slíka yf- irlýsingu hneyksli, og hann tæki þetta enn nær sér en Pétur þar sem hann væri stuðningsmaður ríkisstjórnar- innar. BYGGING LEIGUHÚSNÆÐIS Steingrímiir IIern<'!n'i‘s<ín spurði hvað liði framkvæmd þingsályktunar um byggingu leiguhúsnæðis, og þá sérstak lega um athugun á þörf fyr- ir leiguhúsnæði og undirbún- inig frumvarps um byggingu leiguhúsnæðis. 1 svari Hannibals Valdi- márssonar samgöngumálaráð herra kom fram, að hann hefði falið Húsnæðismálastofn uninni að kanna þörf fyrir leiguhúsnæði. Hefði stofnun- in sent út spunningalista til 84 aðila, og hefðu 47 aðilar svarað. Samkvæmt þessum svörum væri ætlað að nú væri þörf fyrir um 700 leigu- ibúðir allt árið i landinu. JAFNRÉTTI ÞEGNANNA Svava Jakobsdóttir spurðist fyrir uim hvað liði firamikvæmd þingsályktunartillögu frá 5. apríl 1971 um rannsókn á jafn rétti þegnanna í íslenzku þjóðfélagi. í svari Hannibals Valdimars sonar félagsmálaráðherra kom fram, að hann hafði fal ið námsbraut í þjóðfélags- fræðum við Háskóla Islands að annast þessa rannsókn. Hefði stúlku, nemanda við deildina, verið falið að vinna að þessari rannsókn sam- kvæmt leiðbeinimiguim lieiktoira við námsgreinina, og væri hún vel á veg komin, og mætti búast við niðurstöðum fyrir næsta haust. ÖFLUN SKELJASANDS TIL ÁBURÐAR Vilhjálmur Hjálmarsson spurðist fyriir um hvað liði framkvæmd ályikitunair Alþimg is frá 8. febrúar 1972 uun ötfl- un Skeljasamds til áburðar. — HiaJildór E. Sigurðssom svaraði því til að Sementsverksmiðja ríkisims hefði uiradainfarin ár haft é boðstólum ábuirðarkaJk og væri ekki viitað að bærndur hafðu átt vandikvæði m'eð að útvegia sér það. Ef eftirspurn myndi aiukast eftir kalkinu kæmi til álita að atflia þesis við- ar en frá Akrainiesi, en til þess hefði ann etkki þurft að koma, HVAÐ LÍÐUR TÆKNISKÓLA ÍSLANDS? Lárus Jónsson spurði menintaimálaráðharra eftirfiar- andi spurniiniga: 1 fynsta fagi: Hvað líður fráimlkvæmid bráða bingðaákvæðis laga nr. 66 firá 29. mat 1972 um könniun á að komia á fot Tæknihásikóla fsiands og velja honum stað á Akureyri ? Og í öðru lagi: Hversu mi’kið landrými og að- stöðu þyrti að gera ráð fyrir í aðailskipulagi fyrir slikan skóia á Akureyri, em nú er urnnið þar aö gorð slíks skipu- lags, sem gildia skal nœstu 20 ár. 1 svari mefnntamá'lairáðherra Magniísar Torfa Ólafssonar kom fram að 16. febrúar sl. skipaði hann nefind til að a-nn ast um þetlta vertoefini og þó eimikum að meta, hvort sam- eima ætti Tækmiisikófatnin og Verkfræðideiid Háslkóla ís- lands og stotfna Tækniháskóla innan vébanda Háskóíla fs- iands, og hvort stotfna skyldi tækn.askóla. Gísli Guðmundsson vakti athygli á því, að í neifind þei-rri, sem ráðherrann hefði skipa-ð væri en-ginn Ak-ur- eyringur eða Norðanmaður. SKUTTOGARASMÍÐ Á SPÁNI Lárus Jónsson spurðist fyr- ir um hve há-ar kröfu-r ákipa- smáðastöðva á Spáni væru um- fraim upphatfle-gt umsamið verð togarann.a, s-em þar eru smíðaðir. Þá spurði hann hvert væri endian-l-egt sm-íða verð hvers skips, ef að kröf- unum yrði gengið og að lok- um spurði hanin um hve hát-t tilboð Slippstöðvairinnar á Ak- ureyri í am-iði hliðstæðra slkipa hefði verið rei-knað á núgild- a-ndi verði. í svari Halldórs E. Sigurðs- sonar kom fram, að spænska skip-asmíðiaistöðin hefði skrií- að fjármálaráðuneytin-u bréf og sagt að 150 milljón króna halli hefði orðið á smíði fyratu 4ra togaranna og erfiðleikar væru á fjármögnun fyrir tvo síðari togairann-a. Hefði stöðin orð-að að íslenzka ríkið greiddi 75 míiiljónir króna atf þessum balla, en að því hefði eikíki ver ið gengið. Þá hefði einnig ver- ið orðað að síðari togairairnir tveir hækkuðu um 12 milljón- ir hvor um sig. Ekkí hefði kornið til álita að fallast á beiðini skipasmíðiastöðv'arinnar og þess kra fizt, að togianairnif yrðu afhenitir samkvæimt gerð uirn samningum. Verð fyirri togairanina væri 204 milljórar, en verð hinna tveggja væri 250—260 mil'ljóniiir hvors. Þá sagði ráðlhenranin að ti-Iboð Ak ureyrarstöðvarinnar hefði ver- ið uim 250 milljónir á skip. Lárus Jónsson s-pu-rð-i einnig um afhe-ndinigu þessana 2ja togara til Útgerðarfél-ags Ak- ureyringa, og svar-aði ráðherr- anm-, að en-n væri gert ráð fyr- ir að Spán-verjamir myndu af- henda þá, en a-ð öðrU leyti hefðu verið gerðar ráðstafan- ir til -að tryggja hagsmuni ís- lenzkra aðiia í þessum málum. Þá gat ráðherrann þesis, að tveir aðilar kæmiu til grei-na að ta/ka að sér þessa simíði, ef Spáiwerjamir birygðust, en taldi ekki ástæðu tál að rekja það frekar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.