Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐiÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. UAU 5 Frá hinum fjölsótta kappræðufnndi í Sigtúni s.l. niánudagrskvöld. Fjölsóttur kappræðufundur KAPPRÆÐUFUNDUR Heim- dallar og Æskulýðsnefndar Al- þýðubandalagsins s.l. mánudags kvöld var mjög fjölsóttur. Sátu hann hátt á sjötta hundrað manns. Var fundarefnið störf og stefna ríkisstjórnarinnar. Ræðu- menn af hálfu Heimdallar voru Davíð Oddsson, Friðrik Sophus- son og Jón Magnússon, en af hálfu Alþýðubandalagsins Óttar Proppé, Sigurður Magnússon og Svavar Gestsson. Sigtún var þéttsetið, þegar fundurinn hófst. Töldu kunnug- ir menn að Heimdellingar væru í meirihluta á fundinum og virt ust ræður stjórnarandstæðinga fá mun meiri hljómgrunn með- al fundarmanna. Eins og fyrr segir var rætt um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar. Gagn- rýndu ræðumenn Heimdallar stjórnina fyrir stefnu hennar og þá sérstaklega fyrir afstöðu hennar í varnarmálum og ó- stjórnina I efnahagsmálunum. Að þvi leyti, sem ræðumenn Alþýðubandalagsins ræddu um stefnu þessarar rikisstjórnar, einkenndist málflutningur þeirra af þeirri röksemd, að ríkisstjórn in hefði ekki haft bolmagn til þess að knýja stefnumál sín fram. Þá sögðu þeir, að sósíal- istar hefðu því aðeins tekið þátt í þessari stjórn, að hún hefði lofað því að reka herinn. Sagði Svavar Gestsson m.a., að ráð- herranefndin um utanríkismál hefði nú komið enn saman til fundar og sagðist Svavar vænta hagstæðra tillagna frá henni í varnarmálum innan tiðar. Eins og fyrr segir var hátt á sjötta hundrað manna á þessum fundi. Fór fundurinn hið bezta fram, þótt nokkrum sinnum þyrftu fundarstjórar að áminna fundarmenn fyrir frammíköll til ræðumanna. Hraunbær íbúahæsta gatan í SKÝRSLU Hagstofu íslands um mannfjöldann í Reykjavík hinn 1. desember sl. eru Reyk- víkingar nú alLs 83,831 — 40,869 karlar og 43.963 konur. Fjöl- mennasta gata borgarinnar er Hraunbær með 3.164 íbúa, þá Kleppsvegur með 3.184 ibúa, Háaieitisbraut er með 1.885, Langholtsvegur með 1.331, Álf- heimar með 1.138 og Álftamýri með 1.194 íbúa. Tjæreborg Umboð á fslandi fyrir hinar ódýru, vinsælu Tjæreborg-ferðir frá Danmörku í tengslum við ódýrar Kaupmannahafnarferðir Útsýnar. Ferðaskriístofan ÚTSÝN Austurstræti 17 — sími 26611. Ólafur bliknar 1 þingveizlu fyrir nokkru var kveðizt á að vanda. Þar flutti Gylfi Þ. Gíslason eftirfarandi: Ólafur reið með björgum fram — villir hann, stillir hann. —- Hitti hann fyrir sér álfarann — þar rauður loginn brann —. Bliðan lagði byr úr austri með björgunum — bliðan lagði byr úr austri með björgunum fram. Ólafur kvað við álfaher: — villir hann, stillir hann — „Gakk í björg og bú með mér“ — þar rauður loginn brann — „Blíður vindur blása mun með björgunum — blíður vindur blása mun með björgunum frarn." Lúðvík álfakóngur kvað: „Viilum hann, tryllum hann. Gott er boð. Við þiggjum það.“ — Því rayður loginn brann. — „Búast má við byr úr austri með björgunum, búast má við byr úr austri með björgunum frarn." Inn í hamra haldið var — villir hann, stillir hann — og vegleg hafin veizla þar sem rauður loginn brann — Ljúfur hafði blásið byr með björgunum, ljúfur hafði blásið byr með björgunum fram. Kættist þjóðin álfa öll — villir hann, stillir hann — við söng og dans í hamrahöll — þar rauður loginn brann — því blíðan lagði byrinn enn með björgunum, biíðan lagði byrinn enn með björgunum fram. En vistir þrutu. Búið brast. — villir hann, stillir hann — Þá hófu álfar hnútakast. — En rauður loginn brann. — Og kólna tók sá blær, er blés með björgunum, kólna tók sá blær, er blés með björgunum fram. Hófust mikil hróp og sköll. — villir hann, stillir hann — Barizt var í hamrahöll. — Og rauður loginn brann — Blærinn varð að byljum köldum með björgunum, blærinn varð að bylgjum köldum með björgunum fram. Engin tókst með álfum sátt. — villir hann, stillir hann — Þeir stukku hratt í ýmsa átt — Og enginn logi brann. 1 blendið lið var brostinn flótti með björgunum, í blendið lið var brostinn flótti með björgunum fram. Ólafur bliknar. Þung er þraut. — villtist hann, trylltist hann — Sté á hest og hélt á braut, að horfnum álfarann. Hann sprakk af harmi, er heim hann reið með hömrunum, hann sprakk af harmi, er heim hann reið með hömrunum fram. Kveniéiag Bústoðarsóknor AfmnjlisfagnaíJ'tr félaqsins verður haldinn í Glæsibæ mánudaginn 19 marz kl. 7:30. bátttaka t’l'^ynnist i sima 33970 og 33729. Stjórnin. Málarameisfarar Tilboð óskast í málningu á blokkinni Hvassa- leiti 12, 14 og 16. Upp'ýsingar i sima 81954 og 82605. NOTAÐIR BÍLAR Seljum í dag SAAB 99 71. SAAB 96 72 SAAB 96 71 HILLMAN HUNTER 70. FIAT 128 70. CORTINA 71. CORTINA 70. MOSCHVITCH 70. BDÖRNSSONACo SKEIFAN 11 SÍMI 81530 Símastúlka Óskum eftir að ráða símastúlku, nokkurra ára reynsla ásamt enskukunnáttu nauðsynleg. Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi. Þeim, sem eiga eldri umsóknir hjá fyrirtækinu er bent á að hafa samband við starfsmannastjóra. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti, Reykjavík og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- hólf 244, Hafnarfirði. ISLENZKA ALFÉLAGIÐ H.F. STRAUMSVlK. Nýútkomin ferðaáætlun kynnt á Útsýnarkvöldi i Súlnasal Hótel Sögu, sunnud. 18. marz kl. 21.00. Húsið opið matargestum frá kl. 19.00. ★ Ódýrar ÚTSÝNARFERÐIR - 1973 - Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri kynnir. ★ Kvikmyndasýning frá GOSTA DEL SOL. ★ Ferðabingó: Vinningar tvær Útsýnarferðir. ★ Skemmtiatrði — JANIS CAROL. ★ Dans til kl. 01.00. Aðgangur ókeypis (aðeins rúllugjald) og öllum heimill, meðan húsrúm leyfir. Útsýnarkvöldin eru vinsæl eins og Útsýnarferðir. Mætið snemma, og athugið að tryggja yður borð í tíma hjá yfirþjóni, því að síðast komust færri að en vildu. - GÓÐA SKEMMTUN! FERÐASKRIFSTOFAN Ú T S Ý N .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.