Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 17
MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1973 * 17 BÓKASPJALL _________a I5FTIR STFINAR J. LÚÐVÍKSSON Þessa dagana hefur staAið yfir iiinn árlegi bókamarkaður Bóksula- féiags fslands. Vettvangur hans er hið nýja verzlunarhús Málarans við Grensásveg:. Bókamarkaður þessi hef ur verið árviss viðburður um nokk- urt skeið, og ef litið er til þeirrar aðsóknar sem að honum er, og Jjeirr- ar mikiu verzlunar sem þar fer fram, verður ekki annað séð en að á hon- um sé full þörf. Og mikið hiýtur þessi niarkaðsx erzlun að létta mörgf- um hókaútg'efandanum róðurinn, þar sem hann hefði eila litil tíekifæri til þess að koma bókaieifum sinum á framfæri. Siðan stofnað var til iMikamarkaða þessara hefur leið þeirra legið úr gamla l.istamannaskálarmm, í Iðnskól ann við Skólavörðuholt, i Glæsibæ og loks á Grensásveginn. Virðist erf itt að finna honum samastað, enda slíkt eðlilegt, þar sem nreira en litið rými þarf til að koma þessuni vör- um þannig fyrir að sænrilega verði aðgengilegt. Ekki er mér kunnugt um það hvað markaðssvæðið er nú stórt, en mikið má vera ef þarna er ekki unr að ræða einn af stærstu verzlunarsölum borgarinnar — og veitir þó tæpast af. Oft hefur nrér fundizt furðulegt livað bókaverzlanir borgarinnar leggja litla álrerzlu á að láta gaml- ar bækur liggja framnri til sölu. Það eru aðeins þær verzlanir sem standa i tengslum við bókaútgáfur, sein jafn an hafa eitthvað af gömliini bókum frammi, og þá undantekningarlitið eigin bækur. Ein bókaverzlun hef ur þó gert betur en aðrar á þessum vettvangi: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti. I*ang- að hefur helzt verið að leita ef mann hefur vantað bók, sem ekki tilheyr- ir næstliðinni jólabókavertíð. Eigend ur bókaverzlananna hafa fært fram þá skýringu á þvi hversu lítið af gönrlum bókum þeir hafa á boðstól- unr, að verzlunarrými þeirra sé tak- niarkað. Þeir virðast þó jafnan hafa nóg rými fyrir erlent blaðadót, sem fyllir allar verzlanir. Sjálfsagt er meiri eftirspurn eftir þeim en göml- um bókum. MIKIf) VERZLAö Ekki er mér kunnugt unr það hversu nrörg eintök bóka seljast á markaði sem þessum, en þau hljóta að vera nokkuð mörg og ekki er ósennilegt að talan slagi upp í heild- arsölu jólanrarkaðsins hér i Reykja- vík. Forstöðumenn nrarkaðsins hafa gert það að einkunnarorðum hans, að þar sé gamla krónan í fullu verðgildi. og víst er, að sennilega verður manni sjaldan betur ljóst en einmitt þarna hversu gífurlegt hrun krónunnar hef ur verið á nokkrum árum. Bækur senr gefnar voru út fyrir 5—7 ár- um, kosta t.d. nálægt því 1/3 af því sem ný bók kostar núna, og munu þó bækur ekki hafa hækkað hlut- fallslega jafn mikið og niargt annað. Það er því ósköp eðlilegt að fólk noti sér þetta tækifæri til nrikilla bókakaupa. því þarna er örugglega að finna bækur við smekk hvers og eins. Ég kom á bókamarkaðinn s.I. laug- ardag og var þá drepið i hverja snrugu við borðin, og stenrningin lík þvi senr nraður værður var við á ávaxta- eða fiskmörkuðum er- lendis. Þar er fólk að koma til þess að kaupa sér nauðsynlega fæðu, og hið sama viðlrorf virtist rikja á bóka markaðinunt. Það var nauðsynlegt að kaupa sér lestrarefni. Gilti það jafnt unr unga og aldna. Ba‘kurnar á bókantarkaðinunt hafa verið flokkaðar niður eftir ákveðn- um forskriftum efnis þeirra, og fór ekki hjá því að niaður tæki eftir því, að þar sent yfirskriftin var „þjóð- legur fróðleikur“, Jrar var þröngin mest. Virðist það lestrarefni ákaf- lega vinsælt nteðal Islendinga, og það er vissulega niargt sem unnt er að flokka undir þessa forskrift. Erlend ar og innlendar skáldsögur virðast einnig mjög vinsælar tll kaups. Bækurnar á Irókantarkaðinum eru nrjög ntisjafnar að aldri, Jrótt yfir- gnæfandi meirihluti þeirra virðist vera frá áratilgnum 1955—1965. Sagt er að um 100 bókatitlar seljist upp á markaði Jressum ár livert, Jiannig að eftir tíu ár ætti Iítið að vera eft- ir af þeim bókum sem nú eru á boð- stólum. bókaskrA Af eðlilegunt ástæðum getur bóka- markaður sent Jressi ekki staðið nenia skamman tíma. ár hvert. Það værl hins vegar full þörf á því að lrók- salar og bókakaupntenn tækju hönd unt santan um að gefa árlega út bóka skrá yfir Jrær bækur senr fáanlegar eru, og hefðu skrár þessar síðan til sölu, eða lét.u þær iiggja framnti i verzhinum sínum, og önnuðust síðan afgreiðslu pantana á göntlum bókum. Þetta fyrirkomulag gæti lika auð- veldað því fólki sem ekki á þess kost að komast á bókamarkaði að eignast gamlar bækur sem Jrað hef- ur áhuga á. í kompaní við minkinn Skorturinn er undirstaða hagfræð- innar, er byrjendum í greininni sagt strax i fyrsta tíma. Framleiðsluauð- iindir eru af skornum skammti og framboð lífsins gæða minna en laus- beizlaðar þarfimar. Þess vegna verð ur að taka í taumana og ákveða, hvað skuli framleitt og handa hverj- um. Án skortsins væri engin þjóð- megunarfræði. Oft er nemendum þar næst til áherzluauka borinn heila- spuni um lifið i hagfræðilausu sam- félagi, þar sem náttúran fullnægir öllum mannlegum þörfum, efnahags- starfsemi er engin, en gæðin öllum frjáls og hvorki notaðir peningar né skömmtunarseðlar. Þetta fyrirmynd- arriki eða útópía er venjulega sett niður á sólríkri suðurhafsey, og hleypur þar mannskapurinn dag- langt um gulinar fjörur in puris naturalibus og leikur við hvern sinn fingur. í öll mál eru etnir banan- ar, sem vaxa villtir á trjánum — og falla sjálfkrafa til jarðar, þegar þeir eru fullþroskaðir, bætir hug- myndaríkur kennari við og lygnir augunum. En þetta er helbert draumaland, nær öll gæði lífsins eru af skornum skammti miðað við margflóknar og ríkar þarfir mannsins. Og þó hefur til skamms tima verið talað um veiga miklar undantekningar þar á. Hðf- undur enskrar byrjendabókar kemst svo að orði um þessi mál: „tbúi Blackpoolborgar á kost eins mikils fersks andrúmslofts og eins mikils sjávar og hugur hans gimist. Hins vegar er mjög takmarkaður sá fjöldi minkakápa, sem hann getur gefið frúnni. Minkurinn er sjaldgæfur og Jiess vegna verðlagður og þar með svo stíft skammtaður ástríkum eig- inmönnum, að fæstir hafa efni á svo mikið sem einni kápu.“ Svo mörg voru þau góðu orð, og nú nálg- umst við efnið óðfluga: Þessi klass- ísku dæmi um óþrjótandi auðlindir eru úrelt. Andrúmsloftið og sjórinn í Blackpool eru komin í kompaní við kinn. Þau gæði, sem nú er farlð að nefna umhverfið, eru hagræn en ekki frjáls. Víða er hörgull á hreinu andrúmslofti og ómenguðu vatni, en rányrkja ógnar ýmsum tegund- um lífs. Tvær ástæður liggja að því öðr- um fremur, að umhverfið telst nú til hagrænna gæða: Annars vegar hef- ur áhugi á fögru umhverfi margfald- azt, er þjóðir hafa auðgazt og átt hægar með að fæða, klæða og hýsa þegna sína. Hins vvgar, hefur losun úrgangsefna i náttúruna náð því marki, að ekki er ljóst, hvort leng- ur verður við tekið án þess að var- anlegt tjón hljótist af. Og nú vakna ýmsar spurningar. Hvernig er því farið, að gengið hef- ur verið lengra í skerðingu þessara gæða, en hagsmunir samfélags- ins leyfa? Bendir þetta á grundvall- arveikleika í ríkjandi efnahagskerfi? Svarið við þessum og álíkum spurn- ingum er margslungið, en í vissum skilningi snýst það um eignhelgi. Er þar var komið hagsögunni, að séð varð, að náttúrunnar gæði voru ekki óþrjótandi miðað við þarfir, að þau voru hagræn, gerðist það, að um þau myndaðist ekki ótvíræður eignarrétt ur, eins og venja er um sjaldgæfa hluti. Þau voru ekki verðlögð eins og minkurinn, og allir gátu notað þau að vild eftir sem áður. Ekki verður rakið hér, hvers vegna ein- staklingar eða fulltrúar þeirra slógu ekki eign sinni á þessi verðmæti, það væri of langt mál. Afleiðingarnar má hins vegar taka saman í fáum orðum: Einstaklingar, fyrirtæki og jafnvel opinberir aðilar hafa átt frjálsan aðgang að umhverfinu, og notað það t.d. sem allsherjar sorp- haug án þess að þurfa að bæta eig- endum tap hreins lofts eða vatns. Framleiðslustjórar hafa ekki séð ástæðu til að halda spart á umrædd- um þáttum í framleiðslunni, þar sem þeir hafa notað þá endurgjaldslaust. Þetta ástand hefay leitt til rangbrúk- unar auðlinda efnahagskerfisins. Of lítið er notað í framleiðslu af þeim Þráinn Eggertsson. aðföngum, sem verðgildi hafa, en of mikið af þeim, er fást án endur- gjalds. Verksmiðjustjórinn kaup- ir sem sé ekki dýru verði útbúnað til að eyða eitruðum úrgangsefnum, ef hann fær óáreittur að hella þeim í ána, sem rennur við verksmiðju- vegginn. Renni áin sýo um borgir og þorp spillir ólyfjanin t.d. drykkjar- vatni, gefur af sér hvimleiðan fnyk, og særir fegurðarskyn borgara og þorpara, þá þeir spásséra eftir ár- bakkanum með frúm sínum og fylgi- konum. Hefðu framangreindir ein- staklingar eða samtök þeirra slegið eign sinni á ána, og væri slíkur af- gerandi eignarréttur viðurkenndur af dómstólum, mætti knýja verk smiðjuhöldinn til að greiða eigendum miskabætur, sem siðan væru notað- ar til að standa straum af kostnaði við hreinsun elfunnar. Ef vildi, mætti einnig banna honum öll afnot árinnar. Hvor leiðin, sem farin væri, mundi hækka framleiðslukostnaðinn í verk smiðjunni, því að ekkert er ódýrara við núverandi ástand en að fleygja úrgangsefnum í vötn og vind. Menn gera sér kannski ekki nægi- oga giögga grein fyiir bví, að til að draga úr mengun verður að beina allstórum hluta framleiðslukrafta þjóðarbúsins að hreinsunarstarf- semi, en af þvi leiðir auðvitað, að minna er unnt að framleiða af venju legum neyzluvarningi. Ómengað loft, vötn og land fást ekki gefins, þvert á móti verður samfélagið að láta hluta venjulegra neyzlugæða í skiptum fyrir hreinna umhverfi. Margir telja þetta góð kaup, en þó er ekki víst, að allir fáist til að borga sinn skammt. Hreint umhverfi er i mörgum tilvikum sú tegund hag- rænna gæða, sem nefnd eru almenn ingsgæði. Almenningsgæðum er ekki unnt að skipta milli manna á ákveðnu svæði, njóti einn njóta allir. Ennfremur er jafn kostnaðar- samt að veita einum umrædda þjón- ustu og veita öllum. Taki t d. kapp- samur einstaklingur sig til og kosti hreinsun andrúmsloftsins, sem hann og fjölskyldan anda að sér, mundu allir samborgarar hans njóta góðs af og draga andann léttara. Hins veg ar mundu margir þeirra vera ófúsir til að taka þátt i hreinsunarkostnað- inum, og halda að sér höndum í þeirri vissu, að borgi þeir ekkert, fái þeir samt að njóta allra úrbóta. Meng unarvarnir hljóta að verulegu leyti að vera í höndum ríkisvaldsins, sem lagt getur skatta og gjöld á neyt- endur og framleiðéndur. dæmt þá I sektir og lagt lögbann við mengunar starfsemi. ÞRÁIIMIM EGGERTSSOIM STRIK í REIKNINGINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.