Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 14. MARZ 1973 — Hvað er að honum Lúð vlk, spurði maður mann á dög- unum eftir sjónvarpsþátt hans með Geir Hallgrímssyni. Sjón- varpið hefur víða um heim margan stjórnmálamanninn drepið eftir að það kom til sög- unnar, einkum roskna stjórn- málamenn, sem ekki gátu aðlag að sig þessari nýju tækni. í>að sýnist einnig ætla að verða svo hérlendis, að dalakútunum í núverandi ríkisstjóm ætli að ganga iila að samsama sig þessu tæki, sbr. Vestmanna- eyjaþátt Ólafs Jóh. og nú nefndan þátt. Sjónvarpið er að verða ásamt Morgunblaðinu virkasta aflið í stjómarandstöð unni. Það varpar ljósi, þótt með öðrum hætti sé en blaðið — á stjórnina, en ljós i andlit- ið er það, sem sumir ráðherrar hennar þola sízt. Menn hefðu þó haldið að „pókerfésið" á Lúðvík Jósepssyni þyldi einnig ÁSGEIR JAKOBSSON: Bleik er brugðið þetta. Það varð þó ekki i þess- um þætti að minnsta kosti, og átti nú sinn þátt í því sjálf- heldan, sem Lúðvík lenti í. Hvað sem um það var þá missti Lúðvík sjálfan sig úr böndunum, augu hans hvim- uðu flóttalega undan ljósunurn, hann pataði með höndum, víxl- lagði fæturna í sífellu sitt á hvað, ók sér eirðarlaus til í sætinu, tapaði þræðinum í mál flutningi sínum, varð fyrst tví- saga, síðar margsaga, rak i vörðumar, fann enga leið fram hjá sannleikanum, varð óða- mála og endaði mál sitt með upphrópunum af þessu tagi: — furðulegt, bjánalegt, bamalegt, heimskulegt, algert þekkingarleysi, fáránlegt. — Þessa dælu lét hann ganga þar til hann þraut örendið, og hafði þó stjórnandi þáttarins margreynt að stöðva ráðherr- ann. Geir gerði ráðherranum heldur ekki lífið léttara með þvi að biða sallarólegur átekta meðan ráðherrann brauzt um í eigin viðjum. Margir vildu af saka þennan óvenjulega tauga- óstyrk Lúðvíks og rökþrot með því að það hefði ekki verið á nokkurs mennsks manns færi að þvæla sig af nokkru viti út úr þeim vanda sem Lúðvík var í. Tilefnið virtist ekki mikið í fyrstu og líkast til hefur Lúð- vík ekki áttað sig á hvað það leyndi á sér. Þannig er mál með vexti eins og allir hafa nú fundið á sjálfum sér, að ríkisstjórnin felldi gengi krónunnar i haust um 12—13%. Nokkru síðar hækkaði verð á fiskblokkinni á Bandaríkjamarkaði um ein 20% og þá var það, að Lúðvik sagði á fundi Kaupmannasam- takanna, að ef þessi fiskverðs- hækkun hefði orðið áður en gengisfellingin var fram- kvæmd, þá hefði ekki komið til hennar. Skömmu eftir að hann mælti þessi orð opinberlega féll dollarinn og ríkisstjómin felldi náttúrulega undir eins krón- una að fullu með honum. Geir spurði svo Lúðvík, af hverju fiskverðshækkun hefði ekki eins getað komið í veg fyr- ir síðari gengisfellinguna, fyrst hún hefði átt samkvæmt um- mælum Lúðviks að geta komið í veg fyrir þá fyrri, ef hún hefði komið í tæka tíð þá. Það er ekki hægt að neita því, að Lúðvík var þama í ógöngum. Ummæli hans lágu óyggjandi fyrir, og stjómmála mönnum hefur nú stundum reynzt fullerfitt að færa gildar ástæður fyrir því, að krónan sé felld í hvert sinn og fisk- verð lækkar á mörkuðum, en hvað skyldi þá um það, að eiga að sanna, að það væri ekki síð- ur nauðsynlegt að fella krón- una, ef markaðsverð hækkar. Lúðvík fann ekki svarið, sem varla er von, og hann hefur ekki fundið það enn — og taug ar hans þoldu ekki að verða svarafátt og hann gafst upp með þeim hætti sem áður er lýst. Menn afsökuðu svo Lúðvík hver með sínum hætti: — Hon- um er iUa við sjónvarpsljósin, karlinum, hann hefur verið þreyttur og illa fyrir kallaður. Reyndar var ekki hægt að svara þessu fyrir Lúðvík nema þá að éta ofan í sig fyrri ummæli, og játa hreinlega að vinstri stjórnar verðbólgan væri bú- in á tveimur mánuðum að éta upp fyrri gengisfellinguna, svo fiskverðshækkunina og nú þeg ar þetta er ritað einnig síðari gengisfellinguna. En það kom á daginn, að það voru ekki sjónvarpsljósin, sem böguðu Lúðvík, og ekki heldur að hann væri venju fremur illa fyrir kallaður. Það kom í ljós nokkru síðar við umræð- umar um vantraustið. Bleik er brugðið. Kaldrifjaðasti og borubrattasti stjórnmálamaður 7a?ands um áratugi er nú lúið, skelkað og ráðvillt gamalmenni sem biður sér vægðar. Hann finnur enga skýringu á óför- um sínum aðra en þá að and- stæðingamir gerist honum harðleiknari en áður var á ævi hans. Hann sárbiður um rússn- eska þögn Mbl. eftir %ð honum hefur mistekizt að knýja hana fram með hótunum. Lúðvík byrjaði vantrausts ræðu sína svofelldum orðum: „Herra forseti. Góðir hlust- endur. Líklega hefur aldrei verið jafn ófyrirleitin og ábyrgðarlaus stjórnarandstaða á íslandi og sú sem nú er. Ég átti sæti í vinstri stjórninni á árunum 1956—58 og heyrði þá eins og fleiri sitthvað lítið fag- urt úr stjórnarandstöðuhomi íhaldsins. En stjórnarandstað- an þá var hreinasti barnaleik- ur hjá því, sem hún er nú, og á ég þá sérstaklega við áróður stjórnarandstöðublaðanna.“ Allur fyrrihluti þessarar ræðu ráðherrans, sem menn héldu að væri kominn í pont- una til að ræða landsmál, var síðan persónulegt níð um rit- stjóra Morgunblaðsins og svo auðvitað blaðið sjálft, sem ráð- herrann sagðist álíta að réði mestu um afstöðu Breta og Vestur-Þjóðverja. Þeir herrar læsu Morgunblaðið og það gæfi þeim línuna. Brezku og þýjfku sjómennirnir toguðu hér í gríð og erg og aldrei meir en nú í trausti þess að það reynd- ist rétt, sem Morgunblaðið segði, að ráðherrar islenzku ríkisstjórnarinnar hötuðu meira hver annan en nokkurn enskan landhegisbrjót, og skammt væri þvi I stjórnar- slit. Nú getur það verið rétt, að Morgunblaðið sé eitthvað harð ara í andstöðu sinni en á ár- unum 1956—58, og væri það þá ekki að tilefnislausu, þar sem þessi vinstri stjórn er nán ast vanskapningur af þeirri fyrri. Það væri og vel, ef þetta væri rétt og allir sjálfstæðis- menn hljóta að fagna þeirri staðreynd. Sem almennur les- andi og velunnari Morgun blaðsins leyfist mér kannski að kvitta með þakklæti fyrir þetta vottorð frá Lúðvík. Því er nefnilega ekki að leyna, að Morgunblaðinu hefur verið bor ið það á brýn af sumum áköf- ustu stuðmngsmönnum þess, að það væri ekki nægjanlega harðskeytt í stjórnarandstöð- unni. Nú geta ritstjórar þess hengt upp vottorð frá einum sinna rótgrónustu andstæðinga þar sem hann ber sig upp und an blaðinu og biður forystu- menn Sjálfstæðisflokksins um hjálp í viðureign sinni við blað ið og ritstjóra þess. Ritstjór- arnir hafa þannig verið hreins aðir ótvírætt af því ámæli að vera helzti hógværir í stjómar- andstöðunni. Vottorðið, eins og það birtist í Þjóðviljanum, því að þar var hún birt öll þessi sérkennilega ráðherraræða um þjóðmál á Alþingi — verður sjálfsagt klippt út og hengd upp á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins til sýnis þeim stuðningsmönnum blaðsins, sem flykkjast nú þangað þessa dagana að óska ritstjórunum til hamingju ellegar biðja þá af sökunar. Það er nú lýðum Ijóst orðið, að Lúðvik Jósepsson ætlar ekki fremur en Ólafur Jóhann esson að láta deigan siga með það, að fylkja sjálfstæðismönn- um um þetta höfuð málgagn sitt. Það sem Lúðvík virtist þykja einna leiðast í stjórnar- andstöðu Morgunblaðsins vnr hlutlaus fréttaflutningur blaðs inis af ósamkomulaginu innan stjómarinnar eins og hann birt ist í hlutlægum (konkret) dsam um. Blaðið hefur hins vegar held'ur hlífzt við að fjalla ýtar- lega um þessa þjóðarskömm. Morgunblaðið sagði hlut- laust og athugasemdalaust frá þvi þegar þeir gengu saman út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.