Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 77. tbl. 55. árg. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Njósnir í Sovét Fimm bandarískir hermálafulltrúar teknir Moskvu, 17. apríl. NTB. IZVESTIA, málgagn sovétstjórn- arinnar, sakaðí í dag fimm bandaríska hermálafulltrúa og einn Kanadamann um njósnir. Tveir þeirra voru sakaðir um að hafa farið inn á hersvæði í Hvíta-Rússlandi, en hinir voru sakaðir um að hafa tekið ljós- myndir í skipasmíðastöð í Lenin grad fyrr í þessum mánuði. Að sögn Izvestia óku t veir hinna bandarísku liðsforingja, ofurstarnir Hugo W. Matson og Gerhard T. Jacobsen, í almenn- ingsvagni inn á hersvæði skammt frá bænum Borisov í Hvíta-Rússlandi 9. apríl. s.l. Blaðið segir, að þegar þeir hafi verið handteknir hafi fundizt í fórum þeirra minnisbækur, sem í hafi verið skrifaðar at'huga- semdir um leynileg efni. Auk þess eru þeir sakaðir um að hafa sýnt dónaskap þegar þeir voru handteknir. Atburðurinn í L.eníngrad gerðist 8. apríl. Að sögn Izvestia voru bandarísku hermálafulltrú arnir Wayne É. Richards, Robert R. Hamer, Ralph N. Channell og kanadíski flugmálafulltrúinn J. V. Watson staðnir að verki er þeir tóku ljósmyndir í skipa- smíðastöð í borginni. >eir eru sagðir hafa sýnt ósvífni þeg^vr þeir voru handteknir. Stúdentar reknir Að sögn annars blaðs í Moskvu hefur bandarískum skemmtiferðamanni af rússnesk um uppruna, Stephan Sudakov, verið visað úr landi í Sovétríkj- unum, gefið að sök að hafa stundað njósnir. Einnig hefur tveimur bandarískum stúdent- um, sem stundað hafa nám í slavneskum málum í Sovétríkj- unum, verið vísað úr landi, gefið að sök að hafa reynt að smygla úr landi ólöglegum handritum, er ungur Rússi hafi fengið þeim í hendur. Blaðið gefur í skyn, að fyrr- verandi bandarískur njósnari, sem leitað hafi hælis í Sovét- ríkjunum, hafi komið upp um Sudakov, en þeir hafi starfað saman í Kína á árunum eftir heimsstyrjöldina. Ásökunum neitað. Bandaríkjastjórn hefur visað ásökunum þessum algerlega á bug og segir þær tilhæfulausar með öllu. Viðræðu Johnsons og Park lokið Honolulu, 17. apríl. NTB — Reuter. JOHNSON, Bandaríkjaforseti, og Chung Hee Park, forseti Suður- Kóreu, ræddust við í Honolulu í gær og lauk fundi þeirra í gær- kvöldi. Viðræðurnar snerust að langmestu leyti um hemaðarað- ferðir Bandaríkjanna í Víetnam. Áður en fundur þeirra hófst var talið sennilegt, að Johnson myndi fullvissa Park um, að Bandaríkin mundu ekki vilja semja frið upp á hvaða býti sem væri. Vitað er, að Park hefur haft nokkrar áhyggjur af því, að Bandaríkin vildu allt til vinna að friður kæmist á og mundu því gera of miklar tilslakanir. Johnson forseti tók á móti Park á flugvellinum, er hann kom til fundarins. Búizt var við að Bandaríkjaforseti hafi itrekað við forseta S-Kóreu, að Banda- ríkin mundu ábyrgjast öryggi S- Kóreu með hliðsjón af skæruliða hernaði og skemmdarstarfsemi, sem N-Kórea hefur sýnt S- Kóreu. Þá er og vitað, að Park er þeirrar skoðunar, að Bandaríkin hafi lagt of ríka áherzlu á að fá leysta úr haldi áhöfn njósna- skipsins Pueblo, sem N-Kóreu- menn náðu í janúar, og hafi ver- ið vanrækt að sporna gegn áhrif- um skæruliða úr norðri í Suður- Kóreu. Lögreglan flytur Peter Brant, son Willy Brandts, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýzkalands á brott, en hann tók þátt í hinum miklu stúdentaóeirðum, sem urðu í Vestur-Berlín um páskana. Síínverjar styðja bandaríska negra Peking, 17. apríl NTB-AFP | HUNDRUÐ þúsunda Kínverja ' fóru í hópgöngur um Pek- ing í gær til að láta í ljós | stuðning við bandaríska svert i . ingja, eftir að Mao Tse Tung hafði haldið ræðu, þar sem ‘ I hann fordæmdi morðið á dr. | I Martin Luther King. Mao lýsti i , andstyggð sinni á þjóðfélagi, þar sem slíkir atburðir gætu ' I gerzt. Göngumenn báru stór sp' i með ýmsum áletrunum, t. Framhald á bls. 27 Bonnstiórnin harðorð um stúdentaóeirðirnar — þeir ábyrgu dregnir fyrir dóm — L/ósmyndari AP lézt í gœr eftir áverka, sem stúdenfar veittu honum Bonn, Berlin,Mundhen 17. apríl NTB. AP. VESTUR-þýzka stjórnin kom saman til aukafundar í Bonn í gær til að ræða atburði þá, sem orðið hafa í mörgum borgum Iandsins að undanförnu, er stúdentar hafa efnt til mikilla mótmælaaðgerða eftir morðtil- raunina á Rudi Dutsche. Að loknum fundinum sagði talsmaður hennar, að öllum til- tækum ráðum verði beitt til að bæla niður stjórnmálaóikyrrð og átök og hvers konar. Hann sagði, að þingið yrði þó ekki hvatt saman til aukafundar vegna stúdentaóeirðanna og álbyrgðin væri öll á herðum sósialisku stúdentasamtakanna SDS. Rákis- stjórnin mun höfða mál gegn þeim stúidentaforingjum. sem brotið hafa lög og reglur. Tals- maðurinn sagði, að vestur-þýzka stjórnin hefði engar ráðagerðir á prjónunum um að banna sam- Framhald á bls. 21 Handtaka hins grunaia moriingja Kings fyrirskipuð Was'hington, 17. apríl, AP. I Eric Starvo Galt, þar sem 1 dögum. FBI staðhæfir að BANDABIÍSKA alríkislög- hann er ákærður fyrir þátt- bróðir Galts hafi verið í vit- reglan, FBI, gaf í gærkvöldi | töku í samsæri um að ráða orði með honum- út handtökuskipan á hendur 1 dr. Martin Luther King af Ekki hefur áður verið minnzt á samsæri í sambandi við morð- Bjarrti Benediktssan í eldhúsu mræðunum i gærkvöldi: Frambúðaröryggi í atvinnumálum — hyggist d fullnýtingu nllrn gæðn Inndsins ið á dr. King, sem myrtur var í Memphis þann 4. apríl sl. FBI hefur og sent út mynd af Galt, sem einnig hefur gengið undir ýmsum öðrum nöfnum, s>vo sem Harvey Lowmyer og John Willard. FBI segir að handtöku- skipunin hafi verið gefin út í | Birmingham í Alabama og sterk ; ar líkur bendi til, að samsærið ! hafi verið undirbúið þar frá 29. ! marz til morðdagsins. Framhald á bls. 21 BJARNI Benediktsson, for- sætisráðherra, sagði í ræðu er hann hélt í eldhúsdagsum- ræðunum frá Alþingi í gær- kvöldi, að hin síðustu misseri hefði ríkisstjórnin orðið að miða framkvæmdir sínar fyrst og fremst við það að firra vandræðum, enda hefði hvert áfallið rekið annað. Ekki yrði til lengdar komizt hjá því að finna fyrir afleið- ingum þeirra áfalla en við- leitni ríkisstjórnarinnar hefði beinzt að því að þær kæmu ekki niður með ósanngjörn- um hætti eða leiddu til glund roða og þar með atvinnu- leysis. Forsætisráðherra sagði enn fremur að aðalviðfangsefni ríkisstjórnarinnar undan- farna mánuði hefði verið að koma í veg fyrir atvinnu- leysi, ekki einungis með marg háttuðum stuðningi við helztu atvinnugreinar lands- manna og forustu um stór- virkjanir heldur og með fyr- irgreiðslu ótal einstakra at- vinnufyrirtækja bæði um rekstur og nýjungar svo sem eflingu innlendra skipa- smíða. Bjarni Benediktsson sagði að í þessari viðleitni hefði samn- ingurinn um lausn verkfallanna verið mikilsverður áfangi vegna þess að hann sýndi skilning verkalýðshreyfingarinnar á, að ekki yrði komizt hjá almennri kjaraskerðingu eins og ástatt væri. Hins vegar væri það kom- ið undir framtíðarþróuninni, hvort atvinnuvegirnir gætu til frambúðar staðið undir þeim byrðum, sem þeir tóku á sig en því miður sýndust horfur enn vera okkur í óhag. í ræðu sinni sagði forsætis- Frmhald á bls. 21 Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Brúin yfir Thantes seld London, 16. apríl. AP-NTB. BRÚIN yfir Thamesána í Lon- don, London Bridge, hefur ver- ið seld til Bandaríkjanna, að því er talsmaður borgarstjórnar Lundúna skýrði frá í gærkvölði. Ekki verður sagt frá nafni kaup- nndans og kaupverðinu fyrr en á morgun, fimmtudag. Talsmaðurinn sagði, að hrúin vrði endurreist einhvers staðar í Bandaríkjunum. Brúin er úr graníti, vegur um 10.000 lestir og er 137 ára gömul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.